Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 52
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Vegna stærðar blaðsins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblaðið færist því fram til kl. 12.30. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og ömmu, ELSU GRÍMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Furuhlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju. Arnar Sigfússon Helga Sigfúsdóttir Árni Pétur Arnarsson Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR REYNIR MAGNÚSSON löggiltur endurskoðandi, lést á Landakoti að kvöldi miðvikudags 5. desember. Útförin auglýst síðar. Sigurlaug Zophoníasdóttir Anna Soffía Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfssson Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Hákon Gunnarsson Björn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AÐALSTEINN ELÍAS JÓNSSON Hellissandi, lést á Hjartadeild Landspítalans föstudaginn 30. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartaheill. Aldís Stefánsdóttir Sólveig Jóna Aðalsteinsdóttir Pál Mortensen Stefán Guðni Aðalsteinsson Aðalbjörg Sigtryggsdóttir Svanur Aðalsteinsson Kristjana Halldórsdóttir Heiðbrá Aðalsteinsdóttir Ásdís Björg Aðalsteinsdóttir Rut Aðalsteinsdóttir Sigurþór Þórólfsson Þór Aðalsteinsson Phuong Aðalsteinsson Dís Aðalsteinsdóttir Andrés Sigurbergsson Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson Sandra Ósk Eysteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLMI ÞÓR PÁLSSON Hraunholti, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 2. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 19. desember klukkan 13. Soffía Friðgeirsdóttir Gunnar Þór Pálmason Ida Surjani Þórhildur Pálmadóttir Hjörtur Hreinsson Haukur Örvar Pálmason Kristín Haraldsdóttir Sunna Guðný Pálmadóttir Brynjar Þór Sumarliðason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ERLA MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR Auðnum II, Öxnadal, lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 4. desember. Börn og fjölskyldur hinnar látnu. Elskuleg móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR læknir, lést á heimili sínu sunnudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. desember kl. 15.00. Geirlaug Herdís Magnúsdóttir Torfi Axelsson Ragnheiður Birgisdóttir Herdís Birgisdóttir Anna Margrét Ólafsdóttir Birgir Jóhannes Jónsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR Höfðabrekku 16, Húsavík, sem lést 28. nóvember 2012 verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. desember kl . 13.00. Halldór Ingólfsson Þuríður Halldórsdóttir Ólafur E. Benediktsson Ingunn Halldórsdóttir Einar Halldór Einarsson Halldór Elís Ólafsson Guðbjörg Ólafsdóttir Guðrún Einarsdóttir Nýverið kom út ævisaga bíókóngsins Árna Samúelssonar, sem hefur rekið Sambíóin í fjörutíu ár. „Það er mjög gaman að þetta skuli loksins hafa fæðst. Það var annað hvort að gera þetta núna eða sleppa því,“ segir Árni um bókina, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson skrifaði. „Þessi bók spannar allt tímabilið. Fyrst þegar ég er í íþróttunum hérna í gamla daga, svo þegar ég flyst til Keflavíkur og verð bankastarfs maður,“ greinir hann frá. „Ég fer í mikinn verslunarrekstur árið 1972 sem stóð í ein tíu ár. Þá var ég í mikilli samkeppni við þá sem fyrir voru og það var mikið fjör í verslunarbransanum í Keflavík á þessum árum. Á sama tíma rákum við kvikmyndahúsið í Keflavík og þegar ég ákvað að fara meira út í þann bransa fengum við lóðina í Reykjavík undir bíóið í Mjóddinni árið 1981.“ Árni þakkar tveimur mönnum fyrir að hafa fengið lóðina, þeim Alberti Guð- mundssyni og Stefáni Hilmarssyni, sem þá réði ríkjum í Búnaðar bankanum. „Það eru þrjátíu ár síðan þetta hús var byggt. Tíminn er fljótur að líða.“ Aðspurður segir Árni þessi ár í bíó- bransanum hafa verið mjög skemmti- leg og mikið hafi verið um ferðalög. Hann efast samt um að hann hefði enst svona lengi í bransanum ef synir hans hefðu ekki hjálpað honum með rekstur- inn. Konan hans, Guðný Ásberg, hefur einnig staðið þétt við bakið á honum. Árni hefur séð margar kvikmyndir í gegnum tíðina en nefnir Rain Man sem eina af sínum uppáhaldsmyndum. Hann hefur hitt margar kvikmynda- stjörnur á þessum árum. Skemmti- legustu náungarnir að hans mati eru Jon Voight og Jake Gyllenhaal. „Hann er mjög góður kunningi minn,“ segir hann um Gyllenhaal. „Ég hitti hann uppi á flugvelli og við tókum tal saman. Hann sagði mér að hann væri að fara að skjóta „indímynd“ en sagði mér ekki hvaða mynd. Ég var að fara á Cannes-hátíðina í Frakklandi og þá eru þeir með mynd til sölu með Jake Gyllenhaal, End of Watch, og ég keypti hana bara bingó. Þá var þetta myndin sem hann var að fara að leika í, sem hann sagði mér frá tveimur dögum áður.“ Nokkru síðar hittust þeir í Berlín og þá lofaði Gyllenhaal að koma til Íslands þegar myndin yrði frumsýnd en því miður komst hann ekki. Árni er nýbúinn að kaupa aðra mynd með Gyllenhaal sem heitir Prisoners. „Ég er að vona að hann komist heim á hana. Þetta er rosalega jarðbundinn strákur og ofsalega fínn náungi,“ segir Árni Sam. freyr@frettabladid.is Gaman að Gyllenhaal Ævisaga bíókóngsins Árna Samúelssonar spannar fj örutíu ára feril hans. ÁRNI SAMÚELSSON Árni hefur rekið Sambíóin í fjörutíu ár. Hann segir þennan tíma hafa verið mjög skemmtilegan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er mitt tómstundagaman,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari og skemmtikraftur um útgáfu eigin þýðinga á fjórum nýjum barna- bókum. „Þetta eru lífsleiknibækur en persón- urnar eru skemmtilegar og boðskapurinn alls ekki uppáþrengjandi,“ segir Karl og út skýrir efnið aðeins nánar. „Bangsa- fjölskyldan á Bjarna- stöðum er bara dæmi- gerð fjölskylda og hver bók fjallar um eitthvað sem hún hefur aldrei lent í áður en þarf með einhverjum hætti að leysa. Þessar bækur hafa verið að sópa að sér verð- launum í Bandaríkjunum og þykja góðar í uppeldislegu tilliti.“ -gun Ný vandamál að leysa Bangsafj ölskyldan á Bjarnastöðum er komin á kreik. ÚTGEFANDINN Karl Ágúst dundar sér við þýðingar í tómstundum. MERKISATBURÐIR 1835 Fyrstu lestarteinarnir opnaðir í Þýskalandi. 1879 Jón Sigurðsson forseti andast í Kaupmannahöfn, 68 ára. 1941 Japanir gera loftárás á Pearl Harbor í Kyrrahafi. 1970 Íslensk kona fær nýra úr bróður sínum. Skurðaðgerðin er gerð í London og er það í fyrsta sinn sem nýrnaflutningur er gerður á Íslendingum. 1975 Indónesar ráðast inn í Austur-Tímor. 1988 Harður jarðskjálfti skekur Armeníu með þeim afleiðingum að 25 þúsund látast. 2001 Áhöfn þyrlu varnar liðsins bjargar skipbrotsmanni úr Sigur- borgu við mjög erfiðar að- stæður við Snæfellsnes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.