Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 24
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Lítil stúlka hefur verið sví- virt af kaþólskum kirkju- þjónum Landakotsskólans. Sem foreldrarnir treystu fyrir í þeirri trú að þar yrði hún í öruggum höndum, þarna sem hún var í klerksins Georges höndum, hans öfugugga höndum, sem auðmýktu hana, kúg- uðu og saurguðu hana; þessa kirkjunnar þjóns sem átti að leggja hendur yfir hana en lagði hendur á hana; þessa séra sem átti að að auðsýna henni gæsku Guðs en svipti hana sakleys- inu, barndóminum, meydóminum; þarna í þessum kaþólska skóla þar sem hún leið kynferðisofbeldi af skólastjórans Georges hendi, aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Hvað gerði kaþólski kirkjunnar þjónninn þá hinn harmi slegni faðir stúlkunnar gerði honum upp- skátt um glæpinn, árið 1963? Hvað gerði kaþólska nunnan þá hún var upplýst um hann, árið 1983? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeim var gert kunnugt um hann, árið 1990? Hvað gerðu þau? Þau gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýkn- uðu hinn seka sem fyrir vikið gat óáreittur áfram iðkað sín myrkra- verk. Þjakaður, spottaður, lítilsvirtur Lítill drengur hefur verið sví- virtur af kaþólskum kirkjuþjónum Landakotsskólans. Aftur og aftur, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár; þarna sem hann var hrjáður, þjakaður, spottaður, lítils- virtur, fyrirlitinn, særður, saurg- aður, og einskis metinn, nema til þessa brúks, að sinna ofbeldis- þörfum kennslukonunnar sinn- ar, Margrétar Müller, og skóla- stjórans síns, Ágústs Georges; í þessum kaþólska skóla þar sem hann var rændur sveindóminum, sakleysinu, æskunni, sjálfsvirð- ingunni, gleðinni, voninni, trúnni og traustinu, á menn og Guð. Hvað gerði kaþólski biskup- inn Frehen þá hinn svívirti gerði honum uppskátt um þessi ódæðis- verk, árið 1966? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeir voru upplýstir um þau, árið 1977? Hvað gerðu þeir? Þeir gerðu ekkert. Ekkert! Og þar með sýkn- uðu hin seku sem fyrir vikið gátu óáreitt áfram iðkað sín myrkraverk. Hvað gerði núverandi biskupinn, Peter Bürcher, þegar sá hinn sami svívirti maður fór í sína Pílatusar- göngu á hans fund, árið 2010, og gerði honum uppskátt um þetta sálarmorð? Kenndi biskupinn ekki í brjósti um hann? Auðsýndi hann honum ekki þá elsku Guðs, sem hann boðar? Baðst hann ekki fyrirgefningar fyrir kirkju sinnar hönd og vottaði í verki þá iðrun og yfirbót sem hún boðar? Hvað gerði hann? Eftir að hann hafði sent bjargar- lausan beiðandann bónleiðan burt, eftir að hann hafði sagt málinu vera lokið, eftir að þessi illvirki höfðu komist í hámæli, eftir að innan ríkisráðherra hefði verið gjört uppskátt um þau, þá sam- þykkti biskupinn rannsókn. Sem nú hefur í ljós leitt þetta – sem allir þessir kirkjunnar þjónar skelltu skollaeyrunum við: Lítil börn, drengir og stúlkur, hafa verið svívirt af kaþólskum kirkjunnar þjónum sem kenna sig við Krist. Sem sagði: „Hver sem tekur við einu slíku barni, tekur við mér.“ Og hvernig tóku þeir við Kristi? Á andstyggilegan hátt. Á óorðanlegan hátt. Á þann hátt sem ekki er á færi barna að skálda upp og aðeins illmenna að framkvæma. En það urðu þau, guðsbörnin, að upplifa. Níð. Og það í kirkjuhúsi. Sem á að heita bænahús og kallast nú hvað? Guðníðingabæli? Þolendur sviknir Hver grætur ekki slíka grimmd? Hver getur brugðist aðgerðar- laust við barnaníði? Varla nokkur manneskja nema með hjarta úr steini. Biskuparnir Frehen, Gijsen og Bürcher gátu það. Og þar með sviku þolendurna um einu hugg- unina harminum gegn, sem er viður kenning glæpsins og fyrir- gefningarbeiðni af heilum hug. Svo hvað gerir biskupinn Bürc- her nú? Hann í „fullkominni auð- mýkt“ biður „afsökunar“ þá sem „í raun“ eiga hlut að máli. Og þar með rengir tárum drifna sögu nemenda Landakotsskólans og biðst ekki fyrirgefningar (fyrirgefningarboð- berinn sjálfur). Segist síðan verða að fá „nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu,“ og það „ef til vill“ fyrir hjálp „réttarkerf- isins“ – sem hann veit, eða má vita, að vegna fyrningar svíkur þolend- urna um réttlætið. Segir svo að „kaþólska kirkjan á Íslandi muni hér eftir grípa til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir kynferðis- lega misnotkun í framtíðinni“. Þarf hún ekki þá að byrja á því að kynna sér góða mannasiði og fara að iðka þá, þessa sem hún kennir? Eins og t.d. þá að „hugga hrellda“? Myndi Kristur, þessi, manstu, sem þú boðar, sá sem rengdur var, rægður, og rakkaður niður af hrokafullum hræsnurunum; öld- ungunum, faríseunum og fræði- mönnunum, segja: Nauðgaði klerk- urinn þér? Afsakaðu, ef þú ert þá að segja satt. Ég ætla að ráðgast við lögfræðinginn minn. Talaðu svo við mig eftir hálft ár. Getur kirkja sem breytir ekki sem hún býður kallast kirkja Guðs? Er kirkjan Guð? Hver er hún? Hún er fólkið, er hefur hann, sem þessir „andlegu títuprjónar“ kirkjunnar hafa svikið þessi börn hans um, nefnilega kærleikann. „Af barna munni og brjóst mylkinga býrðu þér lof“ OFBELDI Aldís Schram lögfræðingur ➜ Hvað gerði kaþólski biskupinn Frehen þá hinn svívirti gerði honum upp- skátt um þessi ódæðisverk, árið 1966? Hvað gerðu kaþólsku prestarnir þá þeir voru upplýstir um þau, árið 1977? Hvað gerðu þeir? Þeir gerðu ekkert. Upphrópanir um reikn- ingaskil milli kyn- slóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kyn- slóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórn- málaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verð- bólgan sá um að gera lánin verð- laus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinber- uðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kyn- slóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan átt- unda áratuginn, fyrir verðtrygg- ingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjár- munir fengjust í Lánasjóð náms- manna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum. Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíð- arefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að tak- ast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hag- stjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögu- lega komið út úr slíkri kynslóða- togstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu milli- bili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krón- unnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verk- efnum. Umræða um mun kynslóð- anna skilar okkur litlu til fram- tíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skil- yrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjald- miðill er því aðeins raunveru- legur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjár- festingar hrynja vegna hins síbreytilega verð mætis hans. Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar FJÁRMÁL Bolli Héðinsson hagfræðingur ➜ Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mæliein- ing og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Kamilla og vinir hennar þurfa að kljást við kexvitlausan vísindamann, fluggáfaðan úlf og sína eigin foreldra í þessari þrælfyndnu bók. Rækilega fyndin og spennandi! „frábær húmor ...einstaklega vönduð“ Edda Björgvins leikkona fyrir ára 7-12 „Bull- fyndin bók“ Rökkvi 10 ára Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar 6. sæti yfir mest seldu barna- og unglingabækur* * M et sö lu lis ti E ym un ds so n vi ku na 1 4 .-2 1 . nó v. DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 15.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.