Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 74
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 54 KÖRFUBOLTI Kobe Bryant náði merkum áfanga í NBA-deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði sitt 30.000 stig í deildinni frá upp- hafi. Bryant, sem er 34 ára gamall, er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stig í sterkustu körfuboltadeild heims. Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður allra tíma, en hann skoraði alls 38.387 stig á 20 ára ferli í deildinni. Karl Malone kemur þar næstur með 36.928 stig, en hann lék í 19 ár í deildinni. Michael Jordan er þriðji í röðinni með 32.292 stig. Wilt Chamberlain skoraði 31.419 stig á 14 ára ferli. Bryant er sá yngsti sem kemst yfir 30.000 stigin. Chamberlain var 35 ára, Abdul-Jabbar og Malone voru báðir 36 ára og Jordan var 38 ára. Þrír leikmenn sem eru á lista yfir 20 stigahæstu leikmenn allra tíma í NBA-deildinni eru enn að skora stig; Bryant, Kevin Garnett og Dirk Nowitzki. „Satt best að segja veit ég ekki af hverju ég legg enn hart að mér eftir 17 ár í deildinni. Ég hef enn gaman af því sem ég er að gera, og ég er stoltur yfir að geta sagt að ég legg mig alltaf fram við það sem ég geri,“ sagði Bryant, sem hefur leikið með Los Ange- les Lakers frá því að hann kom inn í NBA-deildina árið 1996. Bryant hefur skorað tæp- lega 28 stig að meðaltali í leik í vetur en á ferlinum hefur hann skorað 25,4 stig að meðaltali í leik. Hann er rétt rúmlega 8.000 stigum frá metinu sem er í eigu Kareem Abdul-Jabbar, sem skoraði 38.387 stig á 20 ára ferli sínum. Ef Kobe Bryant heldur meðal- tali sínu næstu fjögur árin á hann möguleika á að verða stiga- hæsti leikmaður allra tíma í NBA- deildinni. Kobe Bryant í metabækurnar Lakers-maðurinn þarf fjögur góð tímabil til þess að ná stigameti Kareem Abdul-Jabbar. 1. Kareem Abdul-jabbar 38,387 stig (20 tímabil) Milwaukee Bucks (1969/70– 1974/75) Los Angeles Lakers (1975/76– 1988/89) 2. Karl Malone 36,928 stig (19 tímabil) Utah Jazz (1985/86– 2002/03) Los Angeles Lakers (2003/04) 3. Michael Jordan 32,292 stig (15 tímabil) Chicago Bulls (1984/85– 1992/93) Chicago Bulls (1994/95– 1997/98) Washington Wizards (2001/02– 2002/03) 4. Wilt Chamberlain 31,419 stig (14 tímabil) Philadelphia Warriors (1959/60– 1961/62) San Francisco Warriors (1962/63– 1964/65) Philadelphia 76ers (1964/65– 1967/68) Los Angeles Lakers (1968/69– 1972/73) 5. Kobe Bryant 30,016 stig (17 tímabil) Los Angeles Lakers (1996/97– ) ➜ Stigahæstu leik- menn allra tíma í NBA-deildinni Hjónin Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir hafa verið saman í 21 ár, eiga fimm börn og reka verslunina Frú Laugu saman. Á námsárunum á Ítalíu kynntust þau bændamörkuðum og fyrir þremur árum létu þau þann draum rætast að ráðast í rekstur slíks markaðar í Reykjavík. Í desember færa þau út kvíarnar og opna útibú á Óðinsgötu. Álitsgjafar Fréttablaðsins spá í spilin. Bestu og verstu plötuumslögin 2012 Ást, heiðarleiki og sanngirni Björgunarskip eru til taks hringinn í kringum landið – en verða þau í lagi á ögurstundu? 250 milljóna klössun Frábær og gómsætur jólamatur - og einstakur í afganga. Hægelduð svínasíða Það er slegist um kvikmyndarétt á íslenskum bókum en oftar en ekki verður myndin ekki að veruleika. Kvikmyndaréttur gengur kaupum og sölum Helgarblað Fréttablaðsins Meðal efnis núna um helgina Helgarblað Fréttablaðsins, ómissandi hluti af góðri helgi HANDBOLTI „Við erum að reyna að hreinsa hugann og ætlum að koma brjálaðar í leikinn á morgun. Við þurfum að gleyma því sem er búið, koma ferskar til leiks og með hausinn hundrað prósent í lagi. Ég hef aðeins verið að svekkja mig á því hvernig er búið að ganga þannig að ég held að maður þurfi bara að byrja upp á nýtt,“ sagði Stella Sigurðardóttir um leikinn mikilvæga á móti Rússum á EM kvenna í handbolta í kvöld. Íslenska liðið tryggir sér sæti í milliriðlum með sigri sem yrði þá sannarlega sögulegur því íslenska liðið hefur aldrei unnið leik á EM og enn fremur aldrei unnið Rússa. „Það var mjög mikil bæting á okkar leik á móti Rúmeníu frá því í fyrsta leiknum og nú þurfum við bara að taka næsta skref. Við þurfum allar að eiga toppleik til þess að vinna Rússana. Þetta gæti orðið fyrsti sigurinn á EM og með honum gætum við komist í milli- riðla. Það væri glæsilegur árangur ef það myndi takast. Við ætlum okkur það og höfum trúna í þetta verkefni. Við þurfum að gefa allt í þetta á morgun,“ sagði Stella. Íslenska liðið tapaði stórt fyrir Rússlandi í sextán liða úrslitunum á HM í Brasilíu fyrir ári. „Við eigum harma að hefna og við hræðumst þær ekkert. Okkur gekk ágætlega á móti þeim og ef það er möguleiki á því að vinna Rússana þá er það núna. Þær eru ekkert búnar að vera að spila neitt frábærlega á þessu móti,“ sagði Stella og bætir við: „Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tæki- færi til að slá Rússa út úr EM og það væri glæsilegur árangur ef það myndi takast,“ sagði Stella. Geta slegið Rússa úr leik Ísland kemst í milliriðil á EM með sigri í kvöld BRJÁLUÐ Stella hefur ekki fundið sig á EM til þessa en kemur beitt til leiks í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is Stefán Karlsson stefank@365.is Frá EM í Serbíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.