Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 2
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SVEITARSTJÓRNIR „Við viljum alls
ekki hefta að fólk tjái sig en það
voru allir sammála um að þetta
væri gengið það langt að það yrði
að gera breytingar,“ segir Karen
E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
í Kópavogi og annar tveggja
meðlima nefndar sem bæta á úr
ófremdarástandi í bæjarstjórninni.
Eins og komið hefur fram í
Fréttablaðinu eru hörð átök milli
einstakra fulltrúa á bæjarstjórnar-
fundum í Kópavogi. Þær erjur eiga
sér margra ára forsögu. Var svo
komið í mars síðastliðnum að Haf-
steinn Karls-
son úr Samfylk-
ingu lagði til í
bæjarráði að
stofnaður yrði
vinnuhópur til
að gera til lögur
um vinnulag
bæjar stjórnar.
Sá bragur sem
ríkt hefði um
langa hríð í
bæjar stjórninni
væri til vansæmdar fyrir Kópavog.
„Oft á tíðum líður málefnaleg
umræða á bæjarstjórnarfundum
og í fjölmiðlum fyrir persónulegt
skítkast, brigslyrði, dylgjur og til-
hæfulausar ásakanir. Óeining er
um hvernig á að haga afgreiðslu
mála og mikill tími fer í þras um
slíkt,“ sagði Hafsteinn í bókun og
kallaði ástandið ómenningu.
Hafsteinn er úr minni hlutanum
en fulltrúar meirihlutans í bæjar-
ráði sögðust taka heilshugar
undir tillögu hans. „Persónuleg
umræða hefur verið til skammar
og óþurftar fyrir bæjarbúa Kópa-
vogs. Núverandi bæjarstjóri hefur
meðal annars farið í pontu á bæjar-
stjórnarfundi og beðið menn þess
sama og hér kemur fram. Fyrsta
skrefið myndi vera að taka til í
eigin ranni,“ sögðu þau Ármann
Kr. Ólafsson, bæjarstjóri úr Sjálf-
stæðisflokki, Rannveig Ásgeirs-
dóttir, formaður bæjarráðs af Lista
Kópavogsbúa og Ómar Stefánsson,
varaformaður bæjarráðs úr Fram-
sóknarflokki.
Ásamt Karen, sem er úr Sjálf-
stæðisflokki, var Pétur Ólafsson,
bæjarfulltrúi úr Samfylkingu,
skipaður í starfshópinn í apríl.
Karen segir þau nú tilbúin með
tillögu um breytingar á fundar-
sköpum annars vegar og tillögu um
sérstaka forsætisnefnd hins vegar.
„Forsætisnefnd gæti reynst vel
til að leysa ágreining áður en farið
er með hann inn á fund þannig að
bæjarstjórnarfundir yrðu mark-
vissari og efnislegri,“ segir Karen,
sem kveður slíka forsætisnefnd
einnig mundu hafa það hlutverk að
greina bæjarstjórnarfundi eftir á.
„Nefndin gæti til dæmis tekið
fund eins og þennan síðasta bæjar-
stjórnarfund, sem fór greinilega úr
skorðum, og reynt að meta hvað fór
úrskeiðis og jafnvel sest niður með
viðkomandi bæjarfulltrúum. Við
viljum stýra umræðunni frá pers-
ónulegum árásum og draga fram
efnislegan ágreining,“ segir Karen,
sem kveður þau Pétur einhuga í
málinu. „Það þarf að leysa þessi
mál öðruvísi en í beinni útsendingu
á bæjarstjórnarfundum þannig að
bæjarbúar séu á hlusta málefni
bæjarbúa en ekki persónuleg mál-
efni bæjarfulltrúa.“
gar@frettabladid.is
Friðrik, ertu ekki með gott
auga fyrir dýfingum?
„Nei, augljóslega ekki. Það gefur
augaleið. Ég nota sundgleraugu
næst.“
Popparinn Friðrik Dór er með glóðarauga
eftir að hafa lent illa í dýfingakeppni í tilefni
af Degi rauða nefsins.
SVEITARSTJÓRNIR Hörð persónuleg
átök standa enn yfir í bæjarstjórn
Kópavogs. Miðpunktar átakanna
eru Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingar, og Gunnar I. Birgis-
son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks.
Á bæjarstjórnarfundi 13. nóvem-
ber gerðu samflokksmenn Guðríð-
ar athugasemdir við ummæli sem
Gunnar viðhafði að henni fjar-
staddri. Guðríður tók málið síðan
upp á kvöldfundi í bæjarstjórn 27.
nóvember.
„Ég óska eftir því að bæjar-
fulltrúi Gunnar Birgisson geri
nákvæmlega grein fyrir því hvað
hann á við með þessum orðum og
gefa honum tækifæri til að biðja
mig afsökunar,“ sagði Guðríður
Arnardóttir.
Gunnar I. Birgisson sagði heift-
ina gegn Sjálfstæðisflokknum taka
út yfir allan þjófabálk. „Ég sagði
hér á síðasta fundi að það jaðraði
við geggjun, framkoma ákveð-
inna bæjar fulltrúa og meinti Guð-
ríði Arnardóttur,“ sagði Gunnar
og útskýrði að framganga Guð-
ríðar færi eftir lundarfari henn-
ar hverju sinni. „Og það var ekk-
ert ofsagt í því,“ bætti hann við.
Sú taktík hjá Samfylkingunni að
leggja fram óhróður og ósannindi
hefði byrjað þegar Guðríður hefði
komið inn í bæjar stjórn árið 2006.
„Fólk vill ekki svona fólk í stjórn-
mál.“
Hafsteinn Karlsson, samflokks-
maður Guðríðar, sagði að þegar
Gunnar hefði sest í bæjarstjóra-
stólinn árið 2004 hefði „andskot-
inn verið laus“ í bæjarstjórninni.
„Það eru endalausar dylgjur, enda-
lausar dylgjur um að það sé eitt-
hvað misjafnt sem fólk hafi í poka-
horninu og hann ætli að afhjúpa
það,“ sagði Hafsteinn, sem kvað
Gunnar þurfa að „lifa í raunveru-
leikanum“ ef hann vildi taka þátt í
málefnalegri umræðu.
„Ég vil svo sannarlega taka
undir orð Hafsteins um að menn
fari að hafa hér málefnalega
umræðu og hætta að ausa fólki
skít,“ sagði Margrét Júlía Rafns-
dóttir úr Samfylkingu.
Rannveig Ásgeirsdóttir, for-
maður bæjarráðs úr Lista Kópa-
vogsbúa, sagði sjaldan einn valda
þá tveir deildu. „Það er hægt að
sýna hver öðrum
kurteisi þó
að maður sé
ekki sam-
mála,“ sagði
Rannveig.
Guðríð-
ur sagð-
ist hafa
hæsta-
rétt-
ardóm fyrir því að hún hefði ekki
farið yfir strikið í umræðunni.
Vísaði hún þar til meiðyrðamáls
sem Gunnar höfðaði gegn henni
og tveimur öðrum bæjarfulltrú-
um. Ummælin hefðu snúist um að
fyrir tæki dóttur Gunnars hefði
notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu og
um spillingu í stjórnsýslu Kópa-
vogs í bæjarstjóratíð Gunnars.
„Það er bara búið að hvítþvo okkur
eins og nýskeinda barnsrassa í
Hæstarétti,“ sagði hún.
Ómar Stefánsson úr Fram-
sóknar flokki sagði
ræ ð u Guðr íð -
ar vera þannig
að hann vildi
b a n n v i ð
bæjarstjórnar-
fundum eftir
klukkan tíu á
kvöldin. „Við heyrðum raddbreyt-
ingu, heyrðum hvernig púkinn
kom út,“ sagði Ómar, sem tók þó
fram að um væri að ræða umræðu-
hefð sem ætti sér mjög langa sögu
í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfur
væri hann ekki undanskilinn. „Ég
hef bara mjög skýra stefnu: Ef það
er leðjuslagur þá fer ég í leðjuslag-
inn.“
Gunnar sagðist hafa heyrt ræðu
Hafsteins áður. „Hann kemur hér
og eys yfir menn svona skítkasti,“
sagði Gunnar, sem kvað menn geta
séð hvað „innri maður“ Hafsteins
stæði fyrir með því að gúggla
greinaskrif hans. Hafsteinn er
skólastjóri Salaskóla.
„Við höfum svo sem oft verið
í ágætis samstarfi við Haf-
stein Karlsson, bæði í ferðum til
Alþýðulýðveldisins Kína og líka
þegar að reksturinn á skólanum
hjá honum var allur í steik. Við
reyndum að laga það og komumst
að niðurstöðu í því máli. Svo hefur
náttúrlega mikið gengið á. Það var
nú allur þessi slæmi maður Gunn-
ar Birgisson eða hitt þó heldur,“
sagði Gunnar.
Hjálmar Hjálmarsson, bæj-
arfulltrúi Næstbesta flokksins,
sagði umræðuna vissulega býsna
skemmtilega en að hún ætti betur
heima á „öðrum vettvangi sem
hentar betur til þessara orðaskipta
sem eru sum hver vægast sagt
fyrir neðan allar hellur“.
gar@frettabladid.is
Segjast eins og hvítþvegnir
barnsrassar eftir Hæstarétt
Deila Guðríðar Arnardóttur og Gunnars I. Birgissonar hélt áfram á síðasta fundi bæjarstjórnar í Kópavogi.
Samflokksfólk Guðríðar tók þátt í slagnum. Nokkrir bæjarfulltrúar báðust undan frekari orðaskiptum þeirra.
Ef það er leðjuslagur
þá fer ég í leðjuslaginn.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokks í Kópavogi.
„Bæjarfulltrúar Kópavogs hafa margsinnis lýst því yfir
að þeir vilji bæta orðræðuna á bæjarstjórnarfundum.
Kópavogsbúar eiga ekki að þurfa að sitja undir
persónulegum ágreiningi og pillum milli einstakra
bæjarfulltrúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjar-
stjóri í samtali við Fréttablaðið. „Umræða af þessum
toga gerir ekkert gott fyrir Kópavog og stórskaðar
ímynd bæjarins. Þetta er ekki til þess fallið að auka
tiltrú almennings á stjórnmálum.“
Skaðar ímynd bæjarins
GUNNAR I.
BIRGISSONGUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR
Nefnd gegn skítkasti
og níði í bæjarstjórn
Starfshópur á að leita leiða til að draga úr persónulegu skítkasti og brigslyrðum í
bæjarstjórn Kópavogs. Meðlimur hópsins segir bæjarbúa eiga að heyra um eigin
mál í útsendingu úr bæjarstjórn en ekki af persónulegum erjum bæjarfulltrúa.
KAREN E. HALL-
DÓRSDÓTTIR
FRÉTTABLAÐIÐ
Í GÆR Átök sem
hverfast um Gunnar
I. Birgisson úr Sjálf-
stæðisflokki og
Guðríði Arnardóttur
úr Samfylkingu eru
sögð reyna á lang-
lundargeð annarra
bæjarfulltrúa í
Kópavogi.
DÓMSTÓLAR Leita skal ráðgefandi álits EFTA-
dómstólsins á því hvort íslenska ríkinu er heim-
ilt að neita liðsmönnum glæpasamtakanna Hells
Angels innan evrópska efnahagssvæðisins um
landvistarleyfi.
Hæstiréttur kvað að eigin frumkvæði upp
úrskurð um þetta á miðvikudag í máli Jan-
Anfinn Wahl, liðsmanns Hells Angels í Noregi,
á hendur íslenska ríkinu. Héraðsdómur sýknaði
íslenska ríkið af kröfum Wahl en þeim dómi
var áfrýjað. Fram kemur í úrskurðinum að ráð-
gefandi álits skuli einkum leitað á atriðum sem
varða rétt borgara ESB og aðstandenda þeirra
til frjálsra flutninga og búsetu á svæðinu. - óká
Hæstiréttur úrskurðar í máli norsks liðsmanns Hells Angels á hendur ríkinu:
Leita skal álits EFTA-dómstólsins
Hæstiréttur segir að leita skuli álits á
hvort ríki EES hafi val um form og aðferð
við að taka upp í landsrétt ákvæði
tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins
um rétt borgara ESB og aðstandenda
þeirra til frjálsrar farar og dvalar. Eins
hvort skýra megi ákvæði Evróputilskip-
unar þannig að yfirvöld í einu landi geti með
skírskotun til hættumats og greiningar samtaka
talið borgara annars EES-lands ógna allsherjar-
reglu og almannaöryggi og hvort máli skipti hvort
aðildarríkið hafi lýst samtökin
ólögleg og að ríkið banni aðild
að þeim. Þá er þeirri spurningu
velt upp hvort regluleg refsiverð
starfsemi skipulegra brotasamtaka
sé nægilegt tilefni til að telja allsherjarreglu
og almannaöryggi ógnað. Og eins hvort leiða þurfi
að því líkur að ásetningur einstaklings standi til að
viðhafa einhverja þá háttsemi sem talist geti „raun-
veruleg, yfirvofandi og nægilega alvarleg ógnun við
einhverja af grundvallarreglum samfélagsins“.
Leita skal ráðgefandi álits á eftirfarandi:
HOLLAND, AP Ellefu manns eru
taldir hafa farist með flutninga-
skipinu Baltic Ace, sem sökk í
Norðursjó á miðvikudagskvöld út
af strönd Hollands.
Skipið lenti í árekstri við
annað flutningaskip, Corvus J,
en ástæða árekstursins var ekki
orðin ljós í gær.
Þrettán manns var bjargað úr
skipinu en lík fimm skipverja
fundust. Sex annarra er saknað
en leit að þeim var hætt í gær.
Baltic Ace var skráð á
Bahamas-eyjum. Það var á leið
frá Belgíu til Finnlands með farm
af bílum þegar það lenti í árekstr-
inum við Corvus J, gámaflutn-
ingaskip sem var á leið frá Skot-
landi til Belgíu. - gb
Árekstur skipa í Norðursjó:
Ellefu manns
fórust í hafi
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í
gær Sigurþór Arnarson af ákæru
á að hafa orðið manni að bana á
skemmtistaðnum Vegas árið 1997.
Málið var tekið upp aftur eftir að
Mannréttindadómstóll Evrópu
úrskurðaði að reglur um réttláta
málsmeðferð hefðu verið brotnar.
Sigurþór var ákærður við annan
mann fyrir að hafa ráðist á mann
á skemmtistaðnum Vegas við
Frakkastíg í Reykjavík. Þeim var
gefið að sök að hafa sparkað í höfuð
mannsins þar sem hann lá á gólfinu
eftir barsmíðar. Maðurinn lést af
völdum heilablæðingar sólarhring
síðar.
Sigurþór var sýknaður í Héraðs-
dómi Reykjavíkur en málinu var
vísað til Hæstaréttar sem sakfelldi
Sigurþór og dæmdi hann í tveggja
ára og þriggja mánaða fangelsi, en
hann sat inni í átján mánuði.
Bjarni Hauksson, lögmaður
Sigur þórs, sagði í samtali við frétta-
stofu Stöðvar 2 að líklegt væri að
farið yrði fram á bætur vegna fang-
elsisvistarinnar. Dómurinn hafi
mikla þýðingu fyrir skjólstæðing
sinn.
„Ég myndi allavega segja að
þetta sé rétt niðurstaða að það sé
búið að leiðrétta rangan dóm sem
féll á sínum tíma. Hann er búinn að
afplána dóminn og vera með þetta á
bakinu allan þennan tíma.“
Sverrir Þór Einarsson, sem
ákærður var fyrir árásina með
Sigur þóri, hlaut tveggja ára fang-
elsisdóm í héraðsdómi sem Hæsti-
réttur staðfesti. - kóp
Mannréttindadómstóll Evrópu skikkaði dómstóla til endurupptöku:
Afplánaði en er nú sýkn saka
VEGAS Maðurinn sat inni í 18 mánuði
vegna manndráps á skemmtistaðnum
Vegas. Lögmaður hans reiknar með því
að hann krefjist bóta vegna fangelsis-
vistarinnar.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/E
.Ó
L
SAMFÉLAGSMÁL UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, heldur
dag rauða nefsins hátíðlegan í dag. Í kvöld verður svo söfnunarþáttur
í opinni dagskrá á Stöð 2, þar sem fólk getur lagt sitt af mörkum til
Barnahjálparinnar og gerst heimsforeldrar.
Meðal þess sem verður á dagskrá í þættinum í kvöld eru innslög frá
Steinda jr. og Spaugstofunni, tónlistaratriði frá Páli Óskari og Moniku
og fleirum auk uppistands frá helstu skemmtikröftum landsins.
Þá verða sýnd innslög frá heimsókn leikarans Gunnars Hanssonar
til Búrkína Fasó, eins fátækasta ríkis í heimi, en þar skoðaði hann
aðstæður barna og verkefni UNICEF. - þeb
Barnahjálp SÞ heldur dag rauða nefsins í dag:
Safna fyrir bágstöddum börnum
RAUÐU NEFIN SETT UPP Leikmenn Stjörnunnar og KR settu upp rauðu nefin fyrir
leik í Garðabænum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Karlmaður
á fimmtugsaldri var í gær
dæmdur í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að beita
karlkyns starfsmann sinn kyn-
ferðisofbeldi.
Hinum dæmda var gefið að
sök að hafa strokið bak hans og
kynfæri innanklæða og að hafa
kysst hann á munninn. Maður-
inn neitaði sök. Forsaga máls-
ins er sú að starfsmaðurinn var
tekinn fyrir að aka mjög ölvaður
og velta bíl sínum. Skýringar
sem maðurinn gaf á ölvunar-
akstrinum voru þær að hann
hefði verið beittur kynferðisof-
beldi rétt áður og hann svo flúið
af vettvangi.
- jhh
Maður dæmdur í héraði:
Velti bíl eftir
kynferðisbrot
SPURNING DAGSINS
SKRUDDA
www.skrudda.is
Öll börn þurfa
að kynnast
Grimmsævintýrum
sem fylgt hafa
kynslóðunum
í 200 ár.