Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 30
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Meðalaldur bílaflotans hér á landi hefur hækkað mikið á síðustu árum enda hrundi bílasala úr 13 þúsundum bíla árið 2008 niður í tæplega þrjú þúsund bíla árið 2009. Heldur hefur salan tekið við sér á síðustu miss- erum en frá síðasta ári hefur verið gaman að ræða um prósentuaukn- ingu í bílasölu þar sem hún er há. Sama á við um fjölgun nemenda í Finn- bogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum en þar fjölgaði nem- endum í vetur um 50%, fór úr fjórum í sex! Staðreyndin er sú að bílgreinin býr við afar þröngan kost. Inn- kaupsverð nýrra bíla er hátt sem skýrist af lágu gengi krónunnar og við það bætist svo dýr flutn- ingur til landsins, há vörugjöld og hár virðisaukaskattur. Bílaleigur stærsti viðskiptavinurinn Á síðustu þrem árum hefur endur nýjun bílaflotans verið nánast að helmingi til bílaleigna. Hinn 1. nóvember sl. var búið að nýskrá 6.890 fólksbíla hér á landi, af þeim fóru 3.211 til bíla- leigna eða liðlega 46%. Bílaleigu- bílar eru svo seldir á almenn- um markaði eftir u.þ.b. ár og eru þeir þá búnir að taka á sig ákveðin afföll sem gerir almenn- ingi auðveldara fyrir að yngja upp heimilisbílinn. Nú er það í umræðunni hjá stjórnvöldum að afnema þann afslátt af vöru- gjöldum sem bílaleigur hafa haft hingað til svo þær séu samkeppnis- færar. Það mun hafa þau áhrif að verulega dregur úr kaupum bílaleigna á nýjum bílum, eða eins og komið hefur fram um 17-20%. Það mun hafa þau áhrif að sam dráttur verður í bílasölu enn á ný en bílaumboð, sem nú eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir erfið ár, gætu þurft að fara í enn eina endurskipulagninguna með upp- sögnum á starfsfólki og fleira. Óöruggur bílafloti Það er ekki auðvelt fyrir okkur að fylgja eftir þróuninni í bíl- greininni. Meðalaldur bíla hér á landi er 12 ár en hann er 8,5 ár í EU-löndunum og mun lægri í flestum þeim löndum sem liggja næst okkur. Það er athyglis- vert að þeim löndum sem hafa lægstan meðalaldur bíla hefur að sama skapi tekist best til í því að fækka umferðar óhöppum og slysum á fólki í umferðinni. Íslendingum hefur gengið ágæt- lega í því að fækka alvar legum umferðarslysum á síðustu árum og má það fyrst og fremst þakka mikilli fræðslu, og betra öku- námi. Hins vegar sitjum við langt að baki í því að hafa örugga bíla þar sem flotinn er alltof gamall og gætum við gert mun betur í því að fækka slysum með öruggari bílum eins og hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem meðalaldur bifreiða er lægri. Að sama skapi gengur okkur hægt að minnka mengun vegna umferðar en samasemmerki er á milli yngri bíla og minni meng- unar. Eyðsla og útblástur nýrra bíla er tugum prósenta minni en t.d. tíu ára gamalla bíla og gætum við dregið stórlega úr mengun og eldsneytiseyðslu með því að yngja flotann upp. Fyrirhugaðar breytingar á vöru- gjaldakerfi á bílum munu þýða að bílaflotinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afleið ingum fyrir umhverfið og enn verri afleiðingum fyrir umferðar öryggi. Er það von bílgreinarinnar að stjórnvöld hræri ekki frekar í vörugjaldakerfi á nýjum bílum að sinni svo áfram megi byggja upp greinina eftir hrun og að ekki sé stöðugt verið að breyta rekstrarumhverfi greinarinnar sem gerir allar áætlanir mark- lausar. Umferðaröryggi, mengun og rekstraröryggi UMFERÐ Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins Fyrirsögnin að ofan eru orð litla prinsins í sam- nefndri bók frá 1943 eftir Antoine De Saint- Exupéry. Ég naut þess að lesa bókina fyrir son minn er hann var yngri enda með betri barna- bókum sem skrifaðar hafa verið. Prinsinn var- aði vin sinn við því að það mikilvægasta færi fram hjá honum ef hann ekki horfði og hlustaði með hjartanu. „Maður sér ekki vel nema með hjartanu“ endur- tók hann í sífellu. Hvað átti prins- inn við? Nú langar mig að segja aðra sögu úr heilbrigðiskerfinu í framhaldi af grein minni hér í blaðinu 16. þessa mánaðar og við- tali við mig þann sautjánda. Fjölskyldan ekki látin vita Læknirinn blaðaði í pappírum og þuldi upp niðurstöður rann- sókna. Á endanum sagði hann: „Við finnum engar skýringar á þessu.“ Þetta var á taugalækn- ingadeild LSH viku eftir heila- blóðfall í maí 2010. Ég spurði í sakleysi mínu „getur óhóflegt andlegt álag valdið þessu?“. Hann fussaði og sagði „það þarf nú meira til en það“, stóð upp og gaf ekki færi á að ræða það meira. Þetta var aldeilis ekki nýútskrifaður læknir heldur þaulreyndur og líklega fær í sínu fagi en þarna er ég sannfærð um að hann missti af því mikilvæg- asta. Næsta dag fékk ég annað heilablóðfall, mun stærra og alvarlegra. Þá missti ég í raun getu til að standa með sjálfri mér, skildi illa það sem við mig var sagt, hélt engu samhengi auk lömunar í vinstri helmingi lík- amans og fleiri alvarlegra ein- kenna. Fjölskylda mín var ekki látin vita af skyndilega versnandi ástandi mínu og þar með hafði ég engan sem talaði mínu máli eða gætti minna hagsmuna um framhaldið, enginn umboðsmaður heldur. Ekkert til að læra af? Betur fór en á horfðist og ég er á batavegi enn í dag. Mig langar hér með að benda Birni Zoëga á, fyrst aukafjárveiting fékkst til tækjakaupa, að þarna er einmitt eitt úrelt tæki sem nauðsynlegt er að skipta út eða lagfæra með einhverjum hætti. Þá á ég við viðhorf þessa læknis en ekki lækninn sjálfan (vélrænt viðhorf sem þolir ekki umræðu). Ég sendi kæru til land læknis eftir þessi veikindi mín því ýmis- legt var verulega tortryggilegt í meðferðinni. Niðurstaða land- læknis var merkileg. Hann hafn- ar því að mistök hafi verið gerð en bendir á að þarna sé eitthvað sem megi læra af án þess að til- greina það nánar. Fag legum stjórnendum LSH var send þessi niðurstaða og þegar ég innti gæðastjórann sjálfan eftir við- brögðum skrifar hann „Engin athugasemd var gerð við með- ferð“. Hann var fljótur að henda málinu í ruslið, enda EKKERT til að læra af. Þarna er annað tæki sem skipta þarf út? Það virðist vera innbyggt í kerfið að læra alls ekki af mistökum. Hvað er það sem menn eru að forðast? Að hlusta og horfa með hjartanu Nú var ég að taka eitt nýlegt dæmi úr mínu lífi, eitt af ótal dæmum sem ekki endilega eru bundin við læknastéttina. Það alvarlega sem ég er að draga fram með þessu er blindni hrokans og bið ég alla heil- brigðisstarfsmenn vinsam legast að líta í eigin barm í þessum efnum. Þekking og reynsla má aldrei blinda heilbrigðisstarfs- mann þannig að hann sleppi því að hlusta og horfa með hjartanu. Það ógnar öryggi sjúklingsins verulega. Sjúklingurinn skiptir öllu máli, ekki þekking starfsmannsins. Það verður að vera skýr munur á dauðum tækjum og lifandi starfs- manni sem hlustar með hjartanu. Í mínu tilfelli var það sök heil- brigðisstarfsfólks að sonur minn Jóel lést árið 2001. Þau láta enn hjá líða að veita mér og fjölskyldu minni viðeigandi aðstoð og brjóta samtímis eigin siðareglur. Veik- indi mín eru án efa tengd þessu atviki og kostnaðurinn við þögg- unina er ómældur þegar upp er staðið. Þessar rannsóknir sem læknirinn var að þylja upp og dvölin á sjúkrahúsinu hefur lík- lega kostað yfir tíu milljónir. Það er hægt að nota þessa fjármuni til að koma á óháðri rannsóknar- nefnd. Alþingi er í lykilaðstöðu til að breyta þessu þöggunarkerfi í lifandi, læknandi og réttlátt kerfi en það þarf kjark til að fara gegn núverandi stöðu, það veit ég. Staldraðu við! Lesandi góður, gefðu þér næstu tvær mínútur til að staldra við og hlusta. Leyfðu þér að hlusta á sjálfa/sjálfan þig og finndu hverju það breytir. Hverju breytir það fyrir sjúkling þegar heilbrigðisstarfsmaður gerir eins og litli prinsinn, hlustar og horfir með hjartanu? Það er svo fallegt að gefa sjálfum sér og öðrum tíma og rými til að stækka. Einstakt. „Það mikilvægasta er ósýnilegt berum augum“ HEILBRIGÐIS- MÁL Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli. Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæð- ist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barna- laga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallar réttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leið- rétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum. Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótví ræður að það skýtur skökku við að lög- gjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafn- vel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hróp- leg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum. Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæsta- rétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evr- ópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjöl- farið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæsta- réttar fyrir um 12 árum síðan. Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki fram- gangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mán- uður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Ert þú barnið mitt? BARNALÖG Helga Vala Helgadótttir lögfræðingur ➜ Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi til að útiloka hinn rétta föður frá barninu. ➜ Fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldakerfi á bílum munu þýða að bílafl otinn hér á landi heldur áfram að eldast með slæmum afl eiðingum fyrir umhverfi ð og enn verri afl eiðingum fyrir umferðaröryggi. ➜ Fjölskylda mín var ekki látin vita af skyndilega versnandi ástandi mínu og þar með hafði ég engan sem talaði mínu máli eða gætti minna hagsmuna um framhaldið, enginn umboðs- maður heldur. Ófriður skekur Rökkurhæðir. Tekst Ingibjörgu og Matthíasi að komast að rótum vandans áður en það er of seint? Kristófer finnur fullkomna gjöf handa litlu systur í könnunarleiðangri um Rústirnar, gjöf sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. „Frekar krípi, gat samt ekki hætt að lesa Daníel 15 ára fyrir ára 12-16 „Hryllilega spennandi bækur, mæli með þeim“ Eyrún Ósk 10 ára Vinsælasti íslenski unglinga- bókaflokkurinn Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar 3. sæti yfir mest seldu barna- og unglingabækur* * M et sö lu lis ti E ym un ds so n vi ku na 1 4 .-2 1 . nó v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.