Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 78
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 58 HELGIN Keyrðu mig heim nefnist ný- stofnað fyrirtæki sem sér hæfir sig í bílstjóraþjónustu fyrir ölvaða. Félagarnir Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon eru með bílstjóra á sínum snærum sem sækja sam- kvæmisljón í bæinn og skutla þeim heim á þeirra eigin bíl. „Þetta er hugsað sem forvörn gegn ölvunarakstri,“ segir Ómar og segir að nú geti fólk haft sam- band við Keyrðu mig heim eftir jólahlaðborðið í stað þess að fara sér að voða með því að keyra eftir einn eða tvo. „Það eru hátt í tíu manns teknir fyrir ölvunarakstur um hverja einustu helgi og ef þeir sem komast upp með aksturinn eru teknir með eru þetta eflaust miklu fleiri.“ Eftir vel heppnaða prufuhelgi opnaði tvíeykið vefsíðuna Keyrdumigheim.is og þar má Skutla bílunum heim fyrir ölvaða fólkið Bílstjóraþjónustan Keyrðu mig heim með valkost að loknum jólahlaðborðunum. Á Facebook-síðu fyrirtækisins veltir fólk vöngum yfir lög- mæti þjónustunnar en Ómar segist litlar áhyggjur hafa af því að þeir séu að brjóta lög. „Allir bílstjórarnir okkar eru með meirapróf. Það nægir til að mega keyra fólk á þeirra eigin bílum. Ef við værum að hleypa fólki í okkar bifreiðar þyrftu þeir að vera með leigubílaleyfi.“ Ómar bætir því við að Vegagerðin hafi verið höfð með í ráðum frá upphafi og hún hafi ekkert haft við þjónustuna að athuga. Er þetta löglegt? SKUTLA HEIM Ómar Þröstur Hjaltason og Kristinn Sævar Magnússon reka bílstjóraþjónustuna Keyrðu mig heim. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR sjá verðskrá, en ódýrasta heim- keyrslan kostar 3.990 krónur. Verðið er breytilegt eftir svæðum og dýrast er að láta skutla sér í Mosfellsbæ, en sá rúntur kostar 6.990 krónur. Ómar bendir þó á að þjónustan sé mun ódýrari en lægsta sekt fyrir ölvunarakstur, en hún er um 70 þúsund krónur. Ómar og Kristinn eru báðir af Suðurnesjunum en til að byrja með nær starfsemin aðeins yfir höfuðborgarsvæðið. Nokkrar fyrir spurnir hafa borist um hvort fyrirtækið taki að sér heimkeyrslu bíla fólks á leið í flug frá Kefla- vík. „Það er alveg möguleiki ef eftirspurn leyfir,“ segir Ómar og segir fyrirtækið geta fjölgað bíl- stjórum mjög fljótt ef þörf krefur. „Við erum fjögur eins og er, þar af tveir bílstjórar, en svo sjáum við bara til með framhaldið.“ - hva „Það verður hefðbundinn föstu- dagur en á laugardaginn ætla ég að borða svínarif með Míu, hundinum mínum. Á sunnudaginn ætlum við að fara í fjallgöngu, alveg sama hvernig veðrið verður.“ Ingólfur Þór Árnason, tónlistarmaður. „Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á ger- semum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skipti markaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskipta- vinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kola- portið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jóla- tiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“ - áp Gefa gömlu kjólunum framhaldslíf Jólakjólamarkaður þar sem viðskiptavinir geta skipt notuðu kjólunum út í 9 Lífum um helgina. KOMDU GAMLA KJÓLNUM Í VERÐ Hildur Rósa og starfsfólk 9 lífa á Lauga- veginum efna til kjólaskiptimarkaðar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það má segja að þetta séu ástarljóð frá pabba til mömmu,“ segir Júlíus Guðmundsson, sem sendi frá sér plötuna Gálan á miðvikudag. Flest lög plötunnar eru við texta föður hans, tónlistarmannsins Rúnars Júlíussonar. Júlíus fann textana á tölvu Rúnars, sem lést árið 2008, og ákvað að búa til plötu. Sumir textarnir voru tilbúnir en aðrir voru bara ein setning sem Júlíus gerði að lagatexta. Textarnir eru flestir ortir til móður Júlíusar, Maríu Baldursdóttur, og samdir af Rúnari árið sem hann lést. „Þá var hann greinilega kominn í ákveðinn gír og líklega farinn að finna á sér hvað væri í vændum. Pabbi var ekki mikið fyrir að vera persónulegur í textagerð sinni en margir textanna eru um hvernig mamma eigi að pluma sig þegar hann er farinn,“ segir Júlíus og bætir við að þeir feðgarnir hafi alltaf ætlað að gera plötu saman áður en Rúnar féll frá. Sjálfur er Júlíus allt í öllu á plöt- unni Gálan. Hann stjórnar útsetn- ingum, tekur myndina á plötu- umslaginu og spilar á næstum öll hljóðfærin. „Það er hægt að kalla þetta sjálfsþurftarbúskap. Ég ját- aði mig samt sigraðan þegar kom að fiðlunni, þar fékk ég Roland Hart- well til að aðstoða mig.“ Ekki er hægt annað en að spyrja Júlíus út í nafn plötunnar, Gálan. „Það er nú ekki flókin saga. Þetta nafn hefur fylgt mér lengi en ég er í tríóinu Gálan, götuleikarinn og guð. Þar er ég gálan.“ - áp Syngur texta pabba til mömmu Júlíus Guðmundsson fann texta föður síns, Rúnars Júlíussonar, á tölvunni hans. GÁLAN Júlíus Guðmundsson sendir frá sér plötuna Gálan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.