Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 40
8 • LÍFIÐ 7. DESEMBER 2012 við nánast að ala upp þrjú einbirni og hvert tímabil hefur haft sinn sjarma. Situr í stjórn Nova Auk þess að sinna fjölskyldunni og Sinnum er ég líka í stjórn Nova og hef haft mjög gaman af því að fylgjast með því fyrirtæki vaxa ótrú- lega hratt á síðastliðnum fimm árum. Félagið er með yfir 100.000 viðskipta- vini og menningin sem Liv Bergþórs- dóttir framkvæmdastjóri hefur inn- leitt einkennist af mikilli jákvæðni, krafti og þjónustulund. Undanfarin ár hef ég líka verið í stjórn Ár vakurs þar sem reksturinn stefnir í rétta átt eftir mikinn samdrátt á dagblaða- markaði. Ég er með miklar taugar til Morgun blaðsins, sem var minn fyrsti vinnustaður eftir háskólanám, og hef gaman af því að fylgjast með fyrirtæk- inu finna ný sóknarfæri. Í raun hef ég gaman af uppbygg- ingu á nánast hvaða sviði sem er. Ég legg mig fram um að finna tæki- færið í hverri ógn og mér finnst það skemmtileg áskorun að hvetja sjálfa mig og aðra til að finna leiðir til að nýta áhugaverð tækifæri. Ég er því alltaf með nokkur járn í eldinum en vanda mig samt við að halda góðum fókus á því sem þarfnast mestrar at- hygli hverju sinni. Desember yndislegur tími Hvernig er desember hjá þér og fjölskyldu þinni? Eru ein hverjar jólahefðir ómissandi að ykkar mati? Mér finnst desember yndis- legur tími en legg mig þó fram um að gera ekkert of mikið úr hlutunum. Þegar ég er búin að baka sörur, skreyta piparkökuhús og kaupa jóla- gjafirnar er ég í raun „búin að gera allt“ fyrir jólin því það er það eina sem ég geri alltaf. Stundum sendi ég jóla- kort og stundum bý ég til aðventu- krans en það fer allt eftir því hvernig stuði ég er í það árið. Við höfum ekki komið því í verk síðastliðin ár að senda jólakort en eigum án vafa eftir að koma því aftur í verk. Mér finnst ágætt að hafa hefðirnar ekki of stífar en þó er tvennt alltaf nokkuð fast- mótað. Annars vegar kemur tengda- fjölskylda mín í jólahlaðborð til okkar Aðalsteins á afmælinu hans 18. des- ember. Ég elska að útbúa mat fyrir þessa veislu og föndra gjarnan við matinn. Iðulega tek ég mér einn frí- dag til að geta undirbúið þetta sem best og legg mig fram um að rétt- irnir séu ekki bara bragðgóðir heldur líka fyrir augað. Hápunkturinn í veisl- unni undan farin ár er rjúpur sem Aðal- steinn veiðir sjálfur og sem betur fer náði hann nokkrum þetta árið líka. Ég hef mjög gaman af því að elda og baka og ég nota afmæli Aðalsteins sem tækifæri til að gefa mér góðan tíma til þess. Annars baka ég oftast mjög seint á kvöldin þegar ró er komin á og ósjaldan skýst ég út í Hagkaup um miðjar nætur til að kaupa eitthvað sem vantar í baksturinn. Hin jólahefðin er sú að fjöl skyldan mín hefur komið í mat á aðfangadag og þá eru hlutverkaskipti hjá okkur Aðalsteini. Hann eldar þá megnið af matnum enda er aðalrétturinn leyni- uppskrift frá ömmu hans sem mamma hans hefur verið svo ótrúlega góð að útbúa fyrir okkur. Á meðan hann eldar matinn sé ég um að hafa ofan af fyrir krökkunum og við reynum að gera eitthvað skemmtilegt til að biðin eftir pökkunum verði ekki óbærileg. Lengi vel fór ég alltaf í sund á aðfangadag með strákana og nú þegar litla mín er orðin tveggja gæti verið upplagt að taka þá hefð upp aftur. En að allt öðru. Af hverju ákvaðst þú að hætta í stjórn málum? Ég var svo ung þegar ég varð virk í pólitík að þegar ég var 37 ára hugsaði ég með mér að ef ég ætlaði mér einhvern tím- ann að gera eitthvað annað yrði ég að byggja upp annars konar starfs- reynslu áður en ég yrði mikið eldri. Þó að ég hefði mjög gaman af því að vera í stjórnmálum var ég ekki reiðu- búin að taka þá ákvörðun að ég ætl- aði mér að verða stjórnmála maður það sem eftir var ævi minnar. Mér fannst erfitt að hætta í pólitík en mér fannst það samt auðveldara en að lifa með þeirri tilfinningu að ég myndi hugsanlega festast í hlutverki stjórn- málamannsins, hvort sem mér líkaði betur eða verr. Auk þess finnst mér of margir stjórnmálamenn einangr- aðir í sínum heimi og ekki átta sig á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna eða daglegu lífi venjulegra launþega. Ég gat ekki hugsað mér að verða einn af þeim stjórnmálamönnum sem hefðu takmarkaða reynslu utan stjórnsýsl- unnar og ákvað að öðlast starfs- reynslu og þroska á nýjum vettvangi. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun og mér hefur þótt mjög gefandi að byggja upp rekstur algjörlega frá grunni þar sem ég hef þurft að kunna flest af því sem þarf til að halda fyrir- tækinu gangandi. Fyrstu árin færði ég til dæmis bókhaldið sjálf á kvöldin til að vera algjörlega með puttann á púlsinum en nú er reksturinn orðinn svo umfangsmikill að það er komið í hendur annarra. Hefur lengi haft mikla trú á Hönnu Birnu Nú er Hanna Birna gríðarlega vin- sæl innan Sjálfstæðisflokksins – hvernig líst þér á það og hvernig er að fylgjast með framvindu mála sem áhorfandi en ekki beinn þátt- takandi? Þó að ég sé farin úr póli- tíkinni er pólitíkin ekki farin úr mér. Ég hef gaman af því að fylgjast með og hafa skoðanir en ég hef ekki verið þátttakandi í formlegu flokks- starfi í nokkuð mörg ár. Ég hef lengi haft mikla trú á Hönnu Birnu, en við byrjuðum að vinna saman í Sjálfstæð- isflokknum fyrir átján árum. Við höfum farið saman í gegnum alls konar verk- efni og í gegnum það samstarf höfum við upplifað bæði sigra og ósigra. Mamma mín sá snemma hversu náin vinátta okkar Hönnu var og þegar hún upplifði hvað Hanna studdi vel við bakið á mér þegar ég var kosin formaður SUS sagði mamma: „Ég vissi að margir eignast óvini í pólitík en ég vissi ekki að maður gæti eign- ast svona góða vini í pólitík.“ Stað- reyndin er hins vegar sú að margir af mínum bestu vinum í dag eru fólk sem ég kynntist í gegnum stjórnmálin og ég er mjög þakklát fyrir það. Mér finnst gaman að geta lagt af mörk- um þegar gott fólk er reiðubúið að helga sig stjórnmálum og mér finnst það mikill ávinn ingur, ekki bara fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur stjórnmálin í heild sinni, þegar fólk eins og Hanna Birna er reiðubúið að helga líf sitt því að búa til betra samfélag. Það er stór ákvörðun sem hefur ekki bara áhrif á líf stjórnmálamannanna heldur fjöl- skyldur þeirra. Ég er sannfærð um að Hanna Birna á eftir að skipta máli í ís- lenskum stjórnmálum og ég trúi því að hún eigi eftir að hafa góð áhrif. Í dag sjá stjórnvöld það sem einu lausnina að hækka skatta og ég held að um 100 skattahækkanir hafi átt sér stað á kjörtímabilinu. Það er galið! Nú þurfum við stjórnvöld sem gefa fólki og fyrirtækjum tækifæri til að nýta kraft- ana. Þjóð sem er svona rík af auðlind- um og menningu getur snúið blaðinu við og sótt fram. Sorglegast er að nú þegar er mikill skaði skeður og fjöldi fólks er þegar búinn að missa heim- ili sín og aleigu. Það finnst mér erf- iðast að upplifa eftir hrunið. Stjórnvöld hefðu númer 1, 2 og 3 átt að einblína á að koma í veg fyrir það að efnahags- hrunið bitnaði jafn illa á almenningi. En fókusinn hefur því miður verið út og suður, allt frá stjórnlagaráði til Evrópu- sambandsins. Þannig hefur verið alið á óeiningu og sundrungu þegar verk- efni ríkisstjórnarinnar hefði bara átt að vera það eitt að skapa þjóðarsátt um að bjarga heimilunum. Sátt og vill ekki skipta Þú varst svo sannarlega ein af vonar stjörnum Sjálfstæðisflokks- ins – langar þig ekki að taka virkan þátt á ný og hafa áhrif? Stutta svarið er að mig langar ekki að skipta um vettvang. Í gegnum starf mitt í Sinn- um finnst mér ég hafa áhrif á samfé- lagið. Nokkur hundruð manns njóta þjónustu Sinnum frá degi til dags og ég finn að sem leiðandi fyrirtæki í heimaþjónustu höfum við heilmik- il áhrif á þessu sviði. Þannig upplifi ég að við erum að láta gott af okkur leiða. Mér finnst líka ánægjulegt að í þessu fyrir tæki eru 65 manns í dag að fá laun mánaðarlega og mér finnst áhugaverðara að vera raunverulega að skapa störf en að tala um mikil- vægi þess að skapa störf. Ég er svo sátt í því sem ég er að gera í dag að ég myndi ekki vilja skipta. En að áhugamálum þínum – hver eru þau? Áhugamálin hafa aðallega verið að sinna áhugamálum barnanna og þá sérstaklega í tengslum við íþróttir. Núna erum við til dæmis farin að skipuleggja ferðalög og sumarfrí mikið í kringum golfiðkun Braga, sem er unglingurinn á heimilinu. Fyrir honum er golfið lífið sjálft og ást ríðan er svo mikil að við leggjum okkur fram um að styðja hann í því á meðan hann er á þessum miklu mótunarárum. En mitt prívat áhugamál er að styðja fólk í að ná fram jákvæðum breyt- ingum í lífinu og síðastliðin tólf ár hef ég verið með mín eigin leiðtoganám- skeið fyrir konur þar sem allt er unnið í sjálfboðastarfi. Ég hef mjög gaman af því að sjá fólk vaxa og það hafa allir hæfileika sem þeir geta virkjað betur. Um sjö þúsund konur hafa nú samtals komið á þessi námskeið og það er fátt sem gefur mér meira en þegar ég fæ skilaboð frá konunum Myndin af Ásdísi er tekin í gömlu kapellu nunnanna í Holtsbúð í Garðabæ, en nú er þar sameiginleg setustofa fyrir verðandi íbúa Heimilisins. Áhugasamir sækja um búsetu hjá Sinnum og nú er verið að taka á móti fyrstu umsóknunum. MYND/ANTON HEIMASÍÐA: Mbl.is til að sækja fréttir og Epicurious.com til að ná í matarupp- skriftir. TIMARIT: Ég er alæta á tímarit og uppáhalds fer bara eftir því í hvaða stuði ég er þann daginn. DEKUR: Föstudagskvöld með ís, slatta af nammi og góðri dvd bíómynd. HÖNNUÐUR: Ég hrífst meira af efnum en einstaka hönnuðum. Í fatnaði elska ég mjúk og vönduð efni sem helst þurfa að vera hlý og klæðileg. En í húsgögnum þá finnst mér fátt fallegra viður sem nýtur sín til fulls í vönduðu handverki. VEITINGASTAÐUR: Happ í Borgartúni og Kolabrautin í Hörpunni. Ég legg mig fram um að finna tækifærið í hverri ógn og mér finnst það skemmti- leg áskorun að hvetja sjálfa mig og aðra til að finna leiðir til að nýta áhugaverð tækifæri. Framhald af síðu 6 Framhald á síðu 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.