Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 72
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 52 HANDBOLTI Mömmurnar í íslenska landsliðinu segjast ekki vera nein klíka innan liðsins og upplifa sig ekkert öðruvísi nema kannski þegar þær sameinast í leit sinni að góðri dótabúð. Það vefst þó ekki fyrir neinum að mömm- urnar fórna oft dýrmætum tíma með fjölskyldunni í að elta bolta og þær eiga mikið hrós skilið að snúa aftur í boltann þrátt fyrir talsvert flóknara líf eftir að börnin eru komin í heiminn. Fréttablaðið hitti í gær þá fjóra leikmenn landsliðsins sem eiga það sameiginlegt að hafa átt barn en snúið aftur og komist á ný í landsliðsklassa. Þetta eru skytturnar Hrafn- hildur Skúladóttir og Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir, hornamað- urinn Dagný Skúladóttir og markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Samtals eiga þær sjö börn en Valskonurnar þrjár, Jenný, Hrafnhildur og Dagný, eru allar tveggja barna mæður. En var ekki erfitt að koma aftur til baka í handboltann? Hrafnhildur: Já og nei. Það var svolítið erfitt að venjast því að líkaminn var seinni og hugurinn var svolítið langt á undan manni. Fyrst fór ég aðeins of geyst af stað og byrjaði á því að hlaupa á vegg í Kennó þegar ég var í leikfimi í íþróttum. Við vorum í einhverjum eltingarleik og það vildi ekki betur til en ég endaði á vegg. Hugurinn fór það langt á undan löppunum. Þetta er auð- vitað erfitt en maður var frekar fljótur að ná sér eftir þetta. Dagný: Mér fannst ekkert svo erfitt að koma aftur til baka eftir fyrsta barn en það var mun erfiðara að koma til baka eftir annað barn. Þá kom líka inn álagið heima að vera með tvö börn og æfa með því. Það var samt ekkert svakalega erfitt að koma sér aftur í form. Viðbrigði að byrja aftur Jenný: Ég fór í rosalega langa pásu. Átti bæði börnin og kom ekki til baka fyrr en eftir tæp fjögur ár. Það voru svolítið mikil viðbrigði þegar ég byrjaði aftur. Það var dálítið spes að standa í rammanum og ætla sér að verja einhverja bolta en svo var maður varla byrjaður að hreyfa sig þegar boltinn var kominn í netið. Þetta er bara vinna og ef maður ætlar sér að gera þetta þá getur maður það með allan stuðninginn í kringum sig. Þetta er alveg hægt en þetta er mikil vinna. Jóna: Ég fór út í þetta á svolítið öðruvísi forsendum. Ég bý á Sel- fossi, þarf því að keyra yfir heiðina og æfi bara þrisvar í viku. Ég var rosa lengi að koma mér aftur í form og er tiltölulega nýkomin í form aftur þrátt fyrir að það séu fjögur ár síðan að ég átti barnið. Þetta hefst allt með herkjum. Það er ekki nóg með að þær hafi snúið aftur í handboltann heldur tókst þeim öllum að kom- ast aftur í landsliðsklassa. Var það ekki frábært að komast aftur í landsliðið? Jóna: Þetta er alveg geðveikt. Ég horfði á stelpurnar í Brasilíu í fyrra og ég hugsaði bara að nú skal ég koma mér í form. Ég er bara búin að vera að vinna í því síðan. Dagný: Það var bara draumur að rætast að komast aftur í lands- liðið. Ég var hætt eftir annað barn en svo þegar maður sá þennan Brasilíudraum þá gaf maður allt í þetta. Allt þetta verkefni í kringum landsliðið er orðið svo spennandi að það drífur mann áfram í þessu. Hrafnhildur: Það eru ótrúleg forréttindi að fá að vera með í þessu og fá að vera til núna þegar Ísland er að komast á stórmót þrjú ár í röð. Ein helsta ástæðan fyrir því af hverju maður er enn þá í þessu er hvað þetta er gaman og hvað gengur vel. Róuðust við að eignast börn En ætli stelpurnar séu öðruvísi handboltamenn nú þegar börnin bíða heima og þær hafa fórnað miklu til að komast á æfingarnar. Breyttust þið sem handbolta- menn við það að eignast barn? Hrafnhildur: Ég róaðist mjög mikið sem persónuleiki. Ég gat verið snælduvitlaus og villt en skapið breyttist og ég varð allt önnur. Jenný: Ég róaðist rosalega mikið við að eignast börnin og mér finnst ég hafa temp- rast mikið í skapinu þótt að ég eigi alveg helling af skapi eftir. Þetta hefur líka breyst þannig að maður nýtir tímann á æfingunni rosalega vel. Maður gerði það ekki áður þegar maður var einn því þá var maður bara að fara á æfingu. Nú er maður svo glaður að geta komist á æfingu því það er ekkert svo sjálfsagt að komast þangað þegar maður er kominn með heimili og tvö börn. Það er bæði erfitt af því að maður er að missa af tíma með krökkunum en manni finnst maður líka vera heppinn að geta gert þetta. Jóna: Tíminn er orðinn svo svakalega dýrmætur. Maður kemur á æfingu og ætlar að nýta hverja mínútu en þegar maður var ekki með börn og heimili þá hafði maður ekki áhyggjur. Nú þegar það er æfing þá þarf maður að redda pössun og það er ekki bara minn tími sem er svo dýrmætur heldur tíminn hjá öllum sem eru að aðstoða mann. Þetta er líka gæðatími fyrir okkur að fara í áhugamálið og hitta allar stelpurnar og fá að vera með í félagsskapnum. Dagný: Ég er sammála stelp- unum um það að þetta rosalega dýrmætur tími því maður er að fórna svo miklu þegar maður er að fara á æfingu. Það þarf heilmikið að plana fyrir eina æfingu með pössun og öllu öðru. Maður reynir því að nýta æfinguna sem best og mun betur en áður. Valur býður upp á pössun Stelpurnar hafa allar tækifæri til að taka börnin með á æfingarnar og sjá alveg fyrir sér að börnin fari í handbolta í framtíðinni. Jóna: Við erum mjög heppnar því oft eru félögin að redda barnapössun einu sinni í viku og við getum þá tekið þau með. Minn er alltaf þannig að þegar hann fer á æfingu þá vill hann vera í Stjörnutreyjunni og með allt klárt. Ég vona að þetta skili sér til framtíðar og hann vilji vera í boltanum. Dagný: Hjá Val erum við með pössun þrisvar í viku og ég tek börnin mín með alla vega tvisvar í viku. Jenný: Ég var á tímabili oftar með þau með mér á æfingu en núna er vinnutíminn hjá manninum mínum þannig að hann er meira með börnin þegar ég er á æfingu. Það var líka orðið þannig á tímabili að ég náði krökkunum ekki heim því þau vildu bara vera uppi í Valsheimili því allir hinir krakkarnir komu líka. Þau ætluðu að fá hlaupa áfram og hafa gaman. Hrafnhildur: Ég er komin í aðeins öðruvísi aðstöðu því mín er orðin tólf ára og farin að passa þá yngri. Nú er þetta orðið mjög auðvelt. Ég get þannig séð, ef maðurinn er að vinna lengur, látið stóru stelpuna passa þá yngri. Svo vill þessi yngri oft fara með á æfingu og þá fær hún bara að gera það. Ætla að vera áfram í Serbíu Eldri stelpan hennar Hrafnhildar er að verða tólf ára og því lang- elst af landsliðsbörnunum. Þær skella allar fjórar upp úr þegar undirritaður spyr Hrafnhildi hvort að hún sjái fyrir sér að spila einhvern tímann með eldri stelpunni. „Ég held að það gerist ekki,“ svarar Hrafnhildur skellihlæj- andi. Þær stelpur voru allar á leið- inni í verslunarleiðangur niður í bæ. „Það er búið að panta ýmis- legt,“ sagði Jenný í léttum tón og hinar þrjár voru á sama máli. Stelpurnar nýttu örugglega þennan frjálsan tíma vel og fundu eitthvað á krakkana sína sem geta ekki beðið eftir því að fá mömmu sína heim. Mömmurnar hafa sett stefnuna á að lengja dvölina í Serbíu og koma ekki alveg strax heima. Þær geta gert það með því að tryggja sér sæti í milliriðlinum með sigri á sterku liði Rússa í dag. Mömmurnar í íslenska landsliðinu Fjórir leikmenn íslenska landsliðsins sameina móðurhlutverkið og handboltann og hafa allar unnið sér aft ur sæti í landsliðinu eft ir barnsburð. Hrafnhildur Skúladóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Dagný Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir eiga saman sjö börn. Hrafnhildur Skúladóttir Vinstri skytta úr Val og fyrirliði. Viktoría, 12 ára Alexandra, 5 ára Dagný Skúladóttir Vinstri hornamaður úr Val. Viktor Berg, 7 ára Þórdís, 3 ára Guðný Jenný Ásmundsdóttir Markvörður úr Val. Henry Sebastian, 6 ára Ronja Victoria, 3 ára Jóna Margrét Ragnarsdóttir Hægri skytta úr Stjörnunni. Ragnar Snær, 4 ára Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is Stefán Karlsson stefank@365.is Frá EM í Serbíu SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.