Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 22
7. desember 2012 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Hvað segir maður við barn sem vinnur allan daginn niðri í þrjátíu metra djúpri holu í svartamyrkri og kæfandi hita? Þar sem súrefni er það lítið að erfitt er að anda? Holan er þröng og eina leiðin út er að klifra upp eftir reipi sem virðist við það að slitna í sundur. Allt í kring eru eins holur með fleiri vinnandi börnum í. Þetta er gullnáma. Börnin eru ódýrt vinnuafl. Fyrir mánaðarvinnu í holunum fá börnin 5.000 krónur. Hverju svarar maður þegar eitt þeirra hvíslar að mér að það vilji ekki vera hér? Barnið er einmana og kvíðið og hefur aldrei farið í skóla. Hvað gerir maður síðan þegar maður kynnist átta ára gamalli stúlku sem þrælar sér út fyrir lúsarlaun í skelfi- legri grjótnámu eða hittir börn sem eru svo vannærð að þau halda ekki höfði? Fyrstu viðbrögð eru að verða sorg- mæddur og reiður yfir að búa í heimi þar sem svona óréttlæti viðgengst. Á sama tíma fyllist ég von því ég hitti líka fólk sem vinnur sleitulaust að því að hjálpa þessum börnum og gera heiminn að betri stað. Ég fyllist enn meiri von þegar ég átta mig á því að á sama andartaki og ég er hér að bráðna úr hita í Búrkína Fasó í Afríku er UNICEF ekki einungis að berjast fyrir réttindum þessara barna – heldur barna í 190 öðrum löndum. Mánaðarlegt framlag mitt sem heims- foreldri UNICEF er kannski ekki hátt. En droparnir mynda á endanum hafið. Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF, langstærstu barnahjálpar- samtaka heims. Þótt ótrúlegt megi virðast eru samtökin rekin einungis með frjálsum framlögum. Í dag er Dagur rauða nefsins. Hann gengur út á að gleðja landsmenn og hvetja þá til að gerast heimsforeldrar UNICEF – öll heimsins börn eru okkar börn. Hátíðin nær hámarki í söfnunar- og skemmtiþættinum í kvöld. Allir geta látið sig málið varða því þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu á Vísi. Ég hvet þig til að horfa. Börn heimsins eru gullið okkar og við verðum að gæta þess vel. ➜ Fyrir mánaðarvinnu í holunum fá börnin 5.000 krónur. Hverju svarar maður þegar eitt þeirra hvíslar að mér að það vilji ekki vera hér? Gull DAGUR RAUÐA NEFSINS Gunnar Hansson leikari og heimsforeldri HRAFNISTA Reykjavík | Hafnarfjörður | Kópavogur F réttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Mark- aðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinn- flytjenda. Niðurstaðan þarf ekki að koma á óvart. Verð á áfengi hefur hækkað um fimmtíu til tæplega níutíu prósent síðan árið 2007, ef horft er á mismunandi við- miðunartegundir Hagstofunnar. Áfengi er miklu dýrara miðað við kaupmátt almennings en í flestum nágrannalöndum okkar. Þannig var það líka fyrir hrun, en svo hefur hrun krónunnar gert sitt og stjórnvöld bætt um betur með því að hækka opinber gjöld á áfengi hvað eftir annað. Sérstaklega þeir tekjulágu leita þá ódýrari leiða en að kaupa áfengi í ríkiseinokunarbúðinni. Enda sýna niðurstöður könnun- arinnar að ungt fólk og tekjulágt hefur fremur orðið vart við smygl og heimabrugg en þeir eldri og tekjuhærri. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, sagði í Frétta- blaðinu á mánudag að hækkun áfengisgjalda væri stundum rétt- lætt sem lýðheilsumarkmið (til að fæla fólk frá áfengisneyzlu) en ef neyzlan færðist út fyrir opinberan markað næðist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala (sala á sterku víni hefur snarminnkað í Ríkinu) gæti líka gert að verkum að tekjumark- mið gjaldahækkana næðust ekki. Almar talar auðvitað út frá hagsmunum sinna félagsmanna, en þetta eru samt tvær röksemdir sem mark er á takandi. Stjórn- málamenn virðast stundum halda að þeir komist upp með að hækka opinberar álögur á áfengi endalaust, af því að það sé svo ljótt og óhollt að drekka það. En, eins og Almar bendir á, græða menn lítið ef viðskiptin færast bara yfir á svarta markaðinn. Lýðheilsumarkmiðið er þannig í raun bara ómerkilegt yfir- varp. Hækkanir áfengisgjaldanna eru hreinræktuð tekjuöflunar- viðleitni ríkisstjórnarinnar. Ekki stendur til að nota peningana í forvarnir eða meðferð áfengissjúklinga, eins og SÁÁ hefur lagt til, heldur fara þeir bara í að loka fjárlagagatinu. Og óvíst að allar tekjurnar skili sér sem lagt er upp með. Þá er ótalin þriðja röksemdin gegn þessum gegndarlausu álögum á áfenga drykki. Það er nefnilega til eitthvert ástand á milli bindindis og þess að verða áfengisbölinu að bráð. Það er kallað vínmenning og þessar yfirgengilegu álögur gera ekkert til að bæta hana. Verðhækkanir, sem knýja ungt fólk og tekju- lágt til að kaupa landa, spíra og smygl, stuðla ekki að heilbrigðri umgengni fólks við löglega vöru sem hefur fylgt mannkyninu um árþúsundir. Fyrir flesta neytendur áfengra drykkja er neyzla þeirra partur af daglegu lífi og ekki vandamál. Ofurskattastefna stjórnvalda er þess vegna fyrst og fremst fjandsamleg neyt- endum, ekki sízt af því að hún stuðlar hvorki að því að draga úr áfengisbölinu né bæta vínmenningu. Almar Guðmundsson segir að Félag atvinnurekenda hafi kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu stjórnvalda. Það virðist engin vanþörf á slíkri stefnumótun. Núverandi stefna er að minnsta kosti ekki að skila neinum árangri. Ofurskattar á áfengi færa sölu þess undir yfirborðið: Vínmenningarslys Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Orsök vanda Íbúðalánasjóðs Þingmenn ræddu vanda Íbúðalána- sjóðs í gær. Ástæða hans er að gerðar voru breytingar á húsnæðis- kerfinu árið 2004 og húsbréfa- kerfinu varpað fyrir róða í kjölfarið. Lántakendur greiddu upp lánin sín og leituðu annað en sjóðurinn gat ekki fjármagnað sig á betri kjörum. Seðlabankinn og stjórnarandstaðan vöruðu við þessu, en ekkert var hlustað heldur ætt áfram án þess að sjást fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu. Núverandi ríkisstjórn hefur gert hvað hún getur við erfiðar aðstæður og verður alls ekki kennt um hvernig fyrir sjóðnum er komið. Þetta er sannleik- urinn, ef þú, lesandi góður, styður stjórnarflokkana. Orsök vanda Íbúðalánasjóðs Ástæða vandans er sú að mistök voru gerð við stofnun nýju bankanna. Tækifæri til að flytja íbúðalán til með verulegum afslætti voru ekki nýtt en það hefði styrkt stöðu sjóðsins verulega. Ákvarðanir um breytingar á sjóðnum, meðal annars 90% lán, voru ekki þensluhvetjandi, en bank- arnir unnu skaða með árás á sjóðinn. Þetta er sannleikurinn, ef þú, lesandi góður, styður Framsóknar- flokkinn. Orsök vanda Íbúðalánasjóðs Ástæða vandans er vanmat á stöð- unni árið 2010 og fjárþörf Íbúðalána- sjóðs. Samfylkingin hefur vélað um málefni sjóðsins síðan 2007 og óskiljanlegt er að lántakendum hafi ekki verið gert að greiða uppgreiðslu- gjald. Núverandi ríkisstjórn vildi ganga mun lengra í 90% leiðinni en þáverandi stjórn getur ekki gagnrýnt forvera sína. Ríkisábyrgð á sjóðnum er tifandi tíma- sprengja og stjórnvöld verða að svara því til hvernig þau ætla að bregðast við vandanum. Þetta er sannleikurinn, ef þú, lesandi góður, styður Sjálfstæðisflokkinn. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.