Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 18
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Sú ákvörðun Svíþjóðar og Finn- lands sem tilkynnt var fyrir rúmum mánuði, að taka þátt í loftrýmiseftirliti NATO á Íslandi í ársbyrjun 2014, vakti athygli og þótti marka tímamót. Fyrirkomu- lag af þessu tagi hefði þótt óhugs- andi fyrir fáeinum árum. En hvað liggur að baki? Hugmyndin um sameiginlegt norrænt loftrýmiseftirlit á Íslandi var fyrst sett fram 2009 í skýrslu Thorvalds Stoltenberg um aukið norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Össur sendi formleg bréf Málið komst á hreyfingu í maí síðastliðnum, en þá sendi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sænskum og finnskum starfs- bræðrum sínum bréf þar sem hann fór formlega fram á þátttöku ríkjanna í loftrýmiseftirlitinu. Formleg, jákvæð svör bárust á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í lok október, þar sem utanríkisráð- herrarnir héldu fund. Þar var því lýst yfir að Svíþjóð og Finnland myndu taka þátt í loftrýmiseftir- liti í ársbyrjun 2014, ásamt Noregi sem á samkvæmt áætlun NATO að sjá um eftirlit með íslenzka loft- varnasvæðinu á þeim tíma. Það var ögn kaldhæðnislegt að fundinn í Helsinki sat fyrir hönd Össurar Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og NATO- andstæðingur, sem svaraði spurn- ingum blaðamanna hálfvandræða- legur og sagðist nú telja þetta loftrýmiseftirlit óþarfa. Sam- kvæmt heimildum Frétta blaðsins hjálpaði það þó Steingrími og öðrum ráðherrum Vinstri grænna að kyngja þessari varnarmála- pillu að hægt var að setja norrænan hatt á NATO-verkefnið. Æfingar, ekki landvarnir Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, segist aðspurður gera ráð fyrir að NATO afgreiði málið formlega á næst- unni. Hann fagnar vilja Finna og Svía til að taka þátt í loftrýmis- eftirlitinu. Málið er samt ekki alveg laust við að vera viðkvæmt í höfuðstöðvum NATO. Hátt settur embættismaður bandalagsins útskýrir að tækni- lega sé þátttaka sænska og finnska flughersins í verkefninu ekkert mál, enda séu þeir þaul- vanir samvinnu við heri NATO, til dæmis í Afganistan og Líbíu. Pólitískt og lagalega sé málið hins vegar snúnara. Mörg aðildarríkin telji ekki koma til greina að búa til það fordæmi að samstarfsríki eins og Svíþjóð og Finnland sjái um landvarnir NATO-ríkis. Af hálfu NATO er það þess vegna orðað þannig að sænsku og finnsku flug- vélarnar taki þátt í æfingum, en Noregur sjái um hina eiginlegu loftrýmisgæzlu. Það þýðir líka að Finnar og Svíar munu aldrei sjá um loftrýmiseftirlitið einir og sér, heldur með Norðmönnum. Rasmussen undirstrikar að þetta sé „æfingaverkefni í sam- starfi við NATO-ríkið Noreg“ sem fari fram „á friðartímum“ og gefur þannig í skyn að ef raun- veruleg ógn steðjaði að Íslandi yrði ekki hóað í Svía og Finna. Eðli verkefnisins hefur líka verið til umræðu heima fyrir í Sví- þjóð og Finnlandi. Sænskir ráða- menn hafa undirstrikað að Svíar taki bara þátt í loftrýmis eftir liti (e. air surveillance) en ekki eiginlegri loftrýmisgæzlu (e. air policing). Munurinn liggur í því að orrustu- flugvélar Svía og Finna myndu til dæmis ekki bera kennsl á eða fljúga í veg fyrir ókunnar flug- vélar sem kynnu að koma inn á íslenzka loftvarnasvæðið. „Norðmenn munu sjá um að bera kennsl á ókunn loftför, ef svo ólíklega vill til að eitthvað slíkt sé á ferð. Ef NATO vill ekki að við tökum þátt í slíku er það ekkert vandamál,“ segir Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands. „Í NATO eru menn ánægðir með að draga okkur inn, en með ákveðnum takmörkunum,“ segir Frank Belfrage, aðstoðarutan- ríkis ráðherra Svíþjóðar. „Þeir vilja ekki að við tökum yfir verk- efni bandalagsins og það var heldur aldrei ætlunin.“ Pólitísk samstaða Tiltölulega breið pólitísk sam- staða um málið er bæði í Svíþjóð og Finnlandi, þótt flokkar yzt á vinstri vængnum hafi lýst and- stöðu við það. Í Svíþjóð eru borg- araflokkarnir í ríkisstjórn og stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, jafnaðarmenn, hefur lýst yfir stuðningi við málið. Í báðum ríkjum verður málið borið undir þingið til að tryggja sem víðtækastan stuðning. „Í upp- hafi spurðu þingmenn margra spurninga og höfðu jafnvel efa- semdir en nú þegar spurningunum hefur verið svarað tel ég að málið verði samþykkt með umtalsverðum meirihluta,“ segir Tuomioja. Utanríkisráðherrann segir að það viðkvæma í málinu í Finn- landi sé tengingin við NATO en þar vegi upp á móti að verkefnið sé undir hatti norræns samstarfs. „Skoðanakannanir hafa í tuttugu ár sýnt að tveir þriðjuhlutar Finna eru andsnúnir NATO-aðild en tuttugu prósent eru hlynnt. En um leið er yfir 90 prósenta stuðn- ingur við norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála.“ Gagnkvæmir hagsmunir Loftrýmiseftirlitið þjónar þeim hagsmunum Íslands að landið sé ekki varnarlaust og að NATO- ríkin – og framvegis væntanlega Svíþjóð og Finnland – „sýni flaggið“ og gefi til kynna að þau vilji og geti komið Íslandi til aðstoðar ef ógn steðjar að. En hvað græða Svíþjóð og Finnland? Tuomioja og Belfrage nefna sömu hlutina. Í fyrsta lagi sé samstarfið eðli- legt framhald af samvinnu Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands um eftirlit og æfingar heima fyrir. Í öðru lagi nái flugherir ríkjanna sér í nýja reynslu á nýjum slóðum og haldi sér í samhæfingu með flugherjum NATO. Það nýtist í alþjóðlegum aðgerðum sem ríkin taka þátt í með banda laginu. Í þriðja lagi sé aukið samstarf í varnarmálum forsenda sparnaðar á tímum efnahagsþrenginga og niðurskurðar. Tuomioja sér fyrir sér enn nánara samstarf og verka- skiptingu og sameiginleg útboð á hergögnum. Allt smellpassar þetta svo inn í áherzlu NATO á svokall- aðar snjallvarnir; að aðildarríkin skipti með sér verkum en haldi ekki öll úti öllum tegundum her- afla. Langtímaverkefni Enn sem komið er hefur ekki annað verið ákveðið en að Svíþjóð og Finnland sendi orrustuþotur til Íslands í eitt skipti í árs byrjun 2014. Áætlun NATO um hvaða ríki sinna verkefninu nær ekki lengra en út það ár. Tillaga Stolt- enbergs var að Norðurlandaríkin tækju sameiginlega ábyrgð á loft- rýmiseftirlitinu í eitt skipti á ári af þeim þremur til fjórum sem NATO sendir þotur til Íslands. Það er líka sameiginlegur skiln- ingur jafnt íslenzkra stjórnvalda sem ráðamanna í Svíþjóð og Finnlandi að þannig verði það. Bæði Tuomioja og Belfrage segja að gengið sé út frá því að verkefnið verði reglulegt til lengri tíma. Auðvitað þurfi að fara yfir reynsluna af fyrsta skiptinu og meta hana ásamt NATO. „Ég á ekki von á að neitt neikvætt komi út úr því,“ segir Tuomioja. Þetta er mikilvægt samstarf í sjálfu sér en er líka áþreifan- legt dæmi um hvernig má þróa svæðisbundið nor- rænt varnarsamstarf áfram.“ Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóri NATO VÆNTANLEGIR Sænskir orrustuflugmenn í JAS Gripen-þotum munu sinna eftirliti við Ísland frá og með fyrsta ársfjórðungi 2014, í samstarfi við Finna og Norðmenn. Febrúar Thorvald Stolten- berg, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Noregs, leggur til að Norðurlöndin sjái í sameiningu um loft- rýmiseftirlit við Ísland. Tillögunni er almennt vel tekið hjá norrænum ríkisstjórnum. ASKÝRING | 18 SVÍÞJÓÐ OG FINNLAND TAKA ÞÁTT Í LOFTRÝMISEFTIRLITI NATO | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 LOFTVARNIR ÍSLANDS September Varnarlið Banda- ríkjamanna yfir- gefur Keflavíkur- stöðina. Ísland er án loftvarna. Maí Franskar orrustuflugvélar sinna loftrýmis- eftirliti við Ísland í fyrsta sinn. Aðildarríki NATO hafa síðan skipzt á að vakta loft- rýmið á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Desember Össur Skarphéðins- son utanríkis- ráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að verði reglubundið eftirlit með íslenzka loftrýminu gert að einu af varanlegum, sameiginlegum verkefnum NATO „yrði það af hálfu Norðurlandanna, í samræmi við tillöguna góðu í Stolten- berg-skýrslunni“. Maí Ísland óskar eftir þátttöku Sví- þjóðar og Finnlands í loftrýmis- eftirliti. Össur sendir koll- egum sínum formleg bréf þess efnis. Október Utanríkis- ráðherrar Finnlands og Svíþjóðar tilkynna á Norðurlanda- ráðsþingi að löndin séu reiðubúin að taka þátt í loftrýmis- eftirlitinu. Nóvember Ísland óskar eftir form- legu sam- þykki NATO við fyrir- komulaginu. NATO-ráðið ræðir málið, vísar því til hermála- nefndar. Desember Hermála- nefndin skilar jákvæðu áliti. Gert er ráð fyrir samþykki NATO- ráðsins eftir nokkra daga. Ársbyrjun Þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar þurfa að taka afstöðu til málsins. Janúar-apríl Svíþjóð og Finn- land taka þátt í loftrýmiseftirliti við Ísland. Júlí NATO-ráðið samþykkir reglulegt eftirlit með íslenzka loftvarnasvæðinu. Norræni NATO-hatturinn Norræn umgjörð þátttöku Svíþjóðar og Finnlands í loftrýmiseftirliti við Ísland virðist draga úr pólitískri viðkvæmni málsins í löndunum – og sömuleiðis innan ríkisstjórnar Íslands. Í höfuðstöðvum NATO er málið líka viðkvæmt og ekki sama hvað hlutirnir eru kallaðir. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is „Okkar útgangs- punktur er Norðurlanda- samstarfið,“ segir Frank Belfrage, aðstoðarutan- ríkisráðherra Svíþjóðar. „Stuðningurinn við það er mikill og eftir að áformin um þetta samstarf urðu opinber hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð.“ Hann segist ekki líta svo á að með þátttöku í loftrýmiseftirlit- inu sé Svíþjóð að færa sig skrefi nær NATO. „Við gerum svo mikið með NATO nú þegar. Við vinnum með bandalaginu í Afganistan og Kósóvó, tökum þátt í alls konar æfingum– þetta er bara einn samstarfsvettvangur í viðbót, enginn eðlismunur. Aðalatriðið hér er norræna samstarfið. Þetta er eðlilegt framhald af samstöðu- yfirlýsingu Norðurlandaríkjanna.“ ➜ Norræna samstarfið útgangspunktur „Pólitísku skila- boðin í allar áttir eru fyrst og fremst þau að norrænu ríkin geta og vilja sjá að mestu leyti sjálf um gæzlu eigin öryggis á norðurslóðum,“ segir Erkki Tuomioja, utanríkis- ráðherra Finnlands. „Þegar Ísland fór fram á það við Svíþjóð og Finnland í vor að við íhuguðum að taka þátt í loft- rýmiseftirlitinu mátum við það svo að Norðurlandasamstarfinu hefði miðað fram á við á öllum sviðum, líka í varnarmálum, og þetta væri eðlilegt framhald á því sem við gerum nú þegar í sam- starfi við Svía og Norðmenn.“ ➜ Norrænu ríkin vilja og geta sjálf Tvær tillögur í skýrslu Thorvalds Stoltenberg árið 2009 voru róttækastar. Annars vegar var tillagan um norrænt loftrýmis- eftirlit á Íslandi. Hins vegar lagði Stoltenberg til að Norður- landaríkin gæfu út svokallaða samstöðuyfirlýsingu um að þau kæmu hvert öðru til aðstoðar ef á þau yrði ráðizt. Um slíkt náðist þó ekki samstaða, ekki sízt vegna mismunandi tengingar norrænu ríkjanna við NATO. Lendingin varð að undanskilja beina hernaðarógn. Utanríkis- ráðherrar Norðurlandaríkjanna gáfu út yfirlýsingu í apríl í fyrra um að stæði norrænt ríki frami fyrir ógnum, náttúrulegum og af mannavöldum, netógnum eða hryðjuverkum, myndu hin ríkin, að fenginni ósk þess sem um ræðir, koma til aðstoðar. ➜ Samstöðuyfirlýs- ingu fylgt eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.