Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 4
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SVÍÞJÓÐ Feður ungra barna í Sví- þjóð hafa minnkað við sig vinnu á undanförnum árum, á meðan mæður vinna meira en áður. Þetta sýnir ný rannsókn hag- stofu Svíþjóðar þar sem vinnu- stundir fólks á árunum 1987 til 2011 voru skoðaðar. Fyrir tuttugu árum síðan unnu karlar sem áttu börn tveimur dögum meira en konur í hverri viku, en munurinn er nú tíu klukkustundir. „Munurinn er enn mikill en karlar og konur eru að nálgast þegar kemur að vinnutíma,“ segir í skýrslunni. Fólk sem á ung börn eyðir að meðaltali þremur tímum minna í vinnu í hverri viku en fólk sem á ekki börn. - þeb Ný rannsókn í Svíþjóð: Minni munur á vinnu kynja ASMI Um fimmtán prósent fimm ára breskra barna eru með asma samkvæmt nýrri rannsókn. VÍSINDI Börn sem getin eru með aðstoð tækninnar eru mun lík- legri en önnur börn til að finna fyrir asma. Þetta eru niður stöður úr breskri rannsókn á rúm- lega þrettán þúsund fimm ára börnum. Um fimmtán prósent fimm ára barna reyndust vera með asma, en hlutfallið reyndist vera 24 pró- sent hjá þeim börnum sem höfðu verið getin eftir tæknifrjóvgun, samkvæmt frétt BBC. Niðurstöðurnar sýna ekki fram á beint orsakasamhengi, og segja rannsakendurnir að gera þurfi frekari rannsóknir til að kanna orsökina fyrir þessum tengslum asma og tæknifrjóvgunar. - bj Rannsaka asma í börnum: Tæknifrjóvgun eykur líkurnar SVEITARSTJÓRNIR Strandabyggð hefur auglýst eftir gistingu fyrir Norðmenn sem eru á leið á Hólmavíkur um næstu helgi. „Þá koma þrír Norðmenn frá vinabæjarsveitarfélaginu Hole í Noregi færandi hendi með fallegt jólatré sem verður sett upp á Hólmavík. Norðmennirnir verða á ferðinni dagana 9. til 11. desember. Hér með er óskað eftir sjálf- boðaliðum sem eru til í að taka þátt í móttökunni, til dæmis með því að bjóða gistingu, bjóða í mat, skoðunarferðir eða aðra afþreyingu. Fólkið mun gista tvær nætur og vill helst gista saman á heimili,“ segir í tilkynningu á Strandir.is. - gar Vinabæjartré til Hólmavíkur: Norðmenn vantar gistingu BRETLAND Starbucks lofar skatti Alþjóðlega kaffihúsakeðjan Starbucks lætur nú undan þrýstingi og lofar að borga meiri skatt í Bretlandi. Breskir þingmenn hafa gagnrýnt fyrirtækið harkalega fyrir að nota sér smugur í lögum til að koma sér hjá skatt- greiðslum. Starbucks er með um 700 útibú í Bretlandi en hefur sáralítinn skatt greitt þar í landi árum saman. VINNUMARKAÐUR Reynt verður að koma til móts við kröfur hjúkrunar- fræðinga um úrbætur á stofnana- samningi við Landspítalann, án við- bótarfjárveitingar frá ríkinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa starfsmenn fjár- málaráðuneytisins verið stjórn- endum Landspítalans innan handar við að greina hvernig nýta á svig- rúm, sem myndast hefur í ár við að dregið hafi verið úr aðhalds kröfum á spítalann, til þess að endurskoða stofnanasamning við hjúkrunar- fræðinga. Sú endurskoðun eigi svo einnig að ná til annarra stétta háskólamenntaðra starfsmanna sem telja sig í svipaðri stöðu og hjúkrunarfræðingar. Í þeim hópi munu vera bæði lífeindafræðingar og geislafræðingar. Leiðrétting sem ná mætti fram með þessum hætti yrði hins vegar bara tímabundin aðgerð fram að næstu kjarasamningum, en þeir eru í gildi út næsta ár hjá hjúkrunar- fræðingum. Skiptar skoðanir eru um það meðal hjúkrunarfræðinga hvort láta eigi af sérstökum stofn- anasamningum, en þá myndu kjör þeirra einvörðungu ráðast af kjara- samningi. Við endurskoðun á stofnana- samningi við hjúkrunarfræðinga yrði horft til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur fram á spítalanum með breytingum á dagdeildaþjón- ustu og fleiri þáttum. Reyna á að beina inn í þá vinnu öllu því svig- rúmi sem hægt sé á spítalanum, með endurskoðun og frestun á öðrum framkvæmdum. Samkvæmt heimildum blaðsins er horft til þess að bæta megi Landspítalanum upp hluta þeirra tilfæringa með auknum fjárframlögum síðar. Hjúkrunarfræðingar á Land- spítalanum óskuðu í janúar á þessu ári eftir endurskoðun á stofnana- samningi við spítalann, en fengu þau svör að ekki væri fjármagn til breytinga. Samkvæmt heimildum blaðsins standa vonir til þess að eftir yfir- legu á áætlunum spítalans geti viðræður stjórnenda spítalans við fulltrúa hjúkrunarfræðinga um breytingar á stofnanasamningnum gengið tiltölulega hratt fyrir sig. Spítalinn muni nú reyna að teygja sig og nýta fyrirliggjandi fjárheim- ildir til að bæta starfsfólki upp álag, en það sé gert í framhaldi af vinnu sem hafi verið farið í eftir að óskað var eftir endurskoðun stofnana- samningsins í byrjun ársins. olikr@frettabladid.is Leysa á launadeilu innanhúss hjá LSH Ekki stendur til að láta Landspítalanum í té aukið fjármagn til að mæta kröfum hjúkrunarfræðinga. Í gangi er endurskoðun áætlana með það fyrir augum að taka upp stofnanasamning. Óskað var endurskoðunar á honum í byrjun þessa árs. SPÍTALAGANGUR LSH Gangi í gegn uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við Land- spítalann blasir við að starfsemi spítalans lamist að hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Icelandair mun bæta tólf flugvélum frá Boeing við flug- flota sinn árið 2018, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var nýlega. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair Group er listaverð vélanna 1,2 milljarðar Bandaríkja- dala, sem nemur 150 milljörðum íslenskra króna, en kaupverðið er ekki gefið upp. Samkomulagið felur einnig í sér kauprétt á tylft véla til viðbótar. Um er að ræða nýjar gerðir flug- véla frá Boeing, átta 737 MAX8 vélar sem taka 153 farþega og fjórar 737 MAX9 vélar sem taka 172 far- þega. Í samanburði taka Boeing 757- 200 vélar Icelandair 183 farþega. Hinar fyrstu af nýju vélum Boeing verða teknar í notkun árið 2017, en Icelandair fær sínar fyrstu vélar á fyrri hluta 2018. Í tilkynningunni segir að vélarnar séu uppfærsla af núver- andi 737-vélum. Þær verða lang- drægari og sparneytnari, sem nemur um þrettán prósentum á hvert sæti frá því sem er nú. Kaupin verða fjármögnuð með sjóðsstreymi frá rekstri og „hefð- bundinni flugvélafjármögnun“. - þj Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um flugvélakaup: Milljarðafjárfesting í flugvélum UM LOFTIN BLÁ Icelandair hefur tryggt sér tylft nýrra véla hjá Boeing, sem eiga að vera langdrægari og sparneytnari. GVATEMALA, AP Bandaríski tölvu- spekingurinn John McAfee hefur verið handtekinn í Gvatemala fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið. Hann flúði þangað í síðustu viku frá Belís, þar sem hann er grun- aður um morð á nágranna sínum. Líklegt þykir að hann verði fram- seldur til Belís. McAfee er þekktur fyrir veiru- varnarforrit, sem ber nafn hans. Hann seldi þó fyrirtæki sitt fyrir mörgum árum og hefur lifað í vel- lystingum síðan. - gb McAfee flúði frá Belís: Handtekinn í Gvatemala GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 06.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 224,6853 124,79 125,39 201,06 202,04 163,08 164,00 21,862 21,990 22,194 22,324 18,904 19,014 1,5138 1,5226 191,91 193,05 Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Allhvasst með SA-ströndinni en annars mun hægari vindur. LÆGÐ gengur norðaustur yfir landið í dag með slyddu, rigningu og síðar snjóéljum. Á morgun kólnar, dregur úr úrkomu og léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Á sunnudag verður nokkuð bjart víða um land að minnsta kosti fram eftir degi. 1° 11 m/s 3° 18 m/s 3° 11 m/s 5° 18 m/s Á morgun Hvasst með suður- og austur- ströndinni en annars hægari. Gildistími korta er um hádegi -1° -1° -2° -2° -2° Alicante Basel Berlín 16° 4° -2° Billund Frankfurt Friedrichshafen 2° 0° -1° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 1° 1° 21° London Mallorca New York 5° 17° 10° Orlando Ósló París 26° -8° 5° San Francisco Stokkhólmur 15° -1° 1° 6 m/s 1° 5 m/s -1° 6 m/s 0° 7 m/s 1° 8 m/s 2° 15 m/s -3° 10 m/s 1° 0° -2° -1° -1°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.