Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 4
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SVÍÞJÓÐ Feður ungra barna í Sví-
þjóð hafa minnkað við sig vinnu
á undanförnum árum, á meðan
mæður vinna meira en áður.
Þetta sýnir ný rannsókn hag-
stofu Svíþjóðar þar sem vinnu-
stundir fólks á árunum 1987 til
2011 voru skoðaðar.
Fyrir tuttugu árum síðan
unnu karlar sem áttu börn
tveimur dögum meira en konur
í hverri viku, en munurinn er nú
tíu klukkustundir.
„Munurinn er enn mikill en
karlar og konur eru að nálgast
þegar kemur að vinnutíma,“
segir í skýrslunni.
Fólk sem á ung börn eyðir að
meðaltali þremur tímum minna
í vinnu í hverri viku en fólk sem
á ekki börn. - þeb
Ný rannsókn í Svíþjóð:
Minni munur
á vinnu kynja
ASMI Um fimmtán prósent fimm ára
breskra barna eru með asma samkvæmt
nýrri rannsókn.
VÍSINDI Börn sem getin eru með
aðstoð tækninnar eru mun lík-
legri en önnur börn til að finna
fyrir asma. Þetta eru niður stöður
úr breskri rannsókn á rúm-
lega þrettán þúsund fimm ára
börnum.
Um fimmtán prósent fimm ára
barna reyndust vera með asma,
en hlutfallið reyndist vera 24 pró-
sent hjá þeim börnum sem höfðu
verið getin eftir tæknifrjóvgun,
samkvæmt frétt BBC.
Niðurstöðurnar sýna ekki fram
á beint orsakasamhengi, og segja
rannsakendurnir að gera þurfi
frekari rannsóknir til að kanna
orsökina fyrir þessum tengslum
asma og tæknifrjóvgunar. - bj
Rannsaka asma í börnum:
Tæknifrjóvgun
eykur líkurnar
SVEITARSTJÓRNIR Strandabyggð
hefur auglýst eftir gistingu
fyrir Norðmenn sem eru á leið á
Hólmavíkur um næstu helgi.
„Þá koma þrír Norðmenn frá
vinabæjarsveitarfélaginu Hole
í Noregi færandi hendi með
fallegt jólatré sem verður sett
upp á Hólmavík. Norðmennirnir
verða á ferðinni dagana 9. til 11.
desember.
Hér með er óskað eftir sjálf-
boðaliðum sem eru til í að taka
þátt í móttökunni, til dæmis
með því að bjóða gistingu, bjóða
í mat, skoðunarferðir eða aðra
afþreyingu.
Fólkið mun gista tvær nætur
og vill helst gista saman á
heimili,“ segir í tilkynningu á
Strandir.is. - gar
Vinabæjartré til Hólmavíkur:
Norðmenn
vantar gistingu
BRETLAND
Starbucks lofar skatti
Alþjóðlega kaffihúsakeðjan Starbucks
lætur nú undan þrýstingi og lofar að
borga meiri skatt í Bretlandi. Breskir
þingmenn hafa gagnrýnt fyrirtækið
harkalega fyrir að nota sér smugur
í lögum til að koma sér hjá skatt-
greiðslum. Starbucks er með um 700
útibú í Bretlandi en hefur sáralítinn
skatt greitt þar í landi árum saman.
VINNUMARKAÐUR Reynt verður að
koma til móts við kröfur hjúkrunar-
fræðinga um úrbætur á stofnana-
samningi við Landspítalann, án við-
bótarfjárveitingar frá ríkinu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa starfsmenn fjár-
málaráðuneytisins verið stjórn-
endum Landspítalans innan handar
við að greina hvernig nýta á svig-
rúm, sem myndast hefur í ár við að
dregið hafi verið úr aðhalds kröfum
á spítalann, til þess að endurskoða
stofnanasamning við hjúkrunar-
fræðinga. Sú endurskoðun eigi
svo einnig að ná til annarra stétta
háskólamenntaðra starfsmanna
sem telja sig í svipaðri stöðu og
hjúkrunarfræðingar. Í þeim hópi
munu vera bæði lífeindafræðingar
og geislafræðingar.
Leiðrétting sem ná mætti fram
með þessum hætti yrði hins vegar
bara tímabundin aðgerð fram að
næstu kjarasamningum, en þeir eru
í gildi út næsta ár hjá hjúkrunar-
fræðingum. Skiptar skoðanir eru
um það meðal hjúkrunarfræðinga
hvort láta eigi af sérstökum stofn-
anasamningum, en þá myndu kjör
þeirra einvörðungu ráðast af kjara-
samningi.
Við endurskoðun á stofnana-
samningi við hjúkrunarfræðinga
yrði horft til þeirrar hagræðingar
sem náðst hefur fram á spítalanum
með breytingum á dagdeildaþjón-
ustu og fleiri þáttum. Reyna á að
beina inn í þá vinnu öllu því svig-
rúmi sem hægt sé á spítalanum,
með endurskoðun og frestun á
öðrum framkvæmdum. Samkvæmt
heimildum blaðsins er horft til
þess að bæta megi Landspítalanum
upp hluta þeirra tilfæringa með
auknum fjárframlögum síðar.
Hjúkrunarfræðingar á Land-
spítalanum óskuðu í janúar á þessu
ári eftir endurskoðun á stofnana-
samningi við spítalann, en fengu
þau svör að ekki væri fjármagn til
breytinga.
Samkvæmt heimildum blaðsins
standa vonir til þess að eftir yfir-
legu á áætlunum spítalans geti
viðræður stjórnenda spítalans við
fulltrúa hjúkrunarfræðinga um
breytingar á stofnanasamningnum
gengið tiltölulega hratt fyrir sig.
Spítalinn muni nú reyna að teygja
sig og nýta fyrirliggjandi fjárheim-
ildir til að bæta starfsfólki upp álag,
en það sé gert í framhaldi af vinnu
sem hafi verið farið í eftir að óskað
var eftir endurskoðun stofnana-
samningsins í byrjun ársins.
olikr@frettabladid.is
Leysa á launadeilu
innanhúss hjá LSH
Ekki stendur til að láta Landspítalanum í té aukið fjármagn til að mæta kröfum
hjúkrunarfræðinga. Í gangi er endurskoðun áætlana með það fyrir augum að taka
upp stofnanasamning. Óskað var endurskoðunar á honum í byrjun þessa árs.
SPÍTALAGANGUR LSH Gangi í gegn uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við Land-
spítalann blasir við að starfsemi spítalans lamist að hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMGÖNGUR Icelandair mun bæta
tólf flugvélum frá Boeing við flug-
flota sinn árið 2018, samkvæmt
viljayfirlýsingu sem undirrituð var
nýlega. Samkvæmt tilkynningu
frá Icelandair Group er listaverð
vélanna 1,2 milljarðar Bandaríkja-
dala, sem nemur 150 milljörðum
íslenskra króna, en kaupverðið er
ekki gefið upp. Samkomulagið felur
einnig í sér kauprétt á tylft véla til
viðbótar.
Um er að ræða nýjar gerðir flug-
véla frá Boeing, átta 737 MAX8
vélar sem taka 153 farþega og fjórar
737 MAX9 vélar sem taka 172 far-
þega. Í samanburði taka Boeing 757-
200 vélar Icelandair 183 farþega.
Hinar fyrstu af nýju vélum Boeing
verða teknar í notkun árið 2017, en
Icelandair fær sínar fyrstu vélar á
fyrri hluta 2018.
Í tilkynningunni segir að
vélarnar séu uppfærsla af núver-
andi 737-vélum. Þær verða lang-
drægari og sparneytnari, sem
nemur um þrettán prósentum á
hvert sæti frá því sem er nú.
Kaupin verða fjármögnuð með
sjóðsstreymi frá rekstri og „hefð-
bundinni flugvélafjármögnun“. - þj
Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um flugvélakaup:
Milljarðafjárfesting í flugvélum
UM LOFTIN BLÁ Icelandair hefur tryggt
sér tylft nýrra véla hjá Boeing, sem eiga
að vera langdrægari og sparneytnari.
GVATEMALA, AP Bandaríski tölvu-
spekingurinn John McAfee hefur
verið handtekinn í Gvatemala fyrir
að hafa komið ólöglega inn í landið.
Hann flúði þangað í síðustu viku
frá Belís, þar sem hann er grun-
aður um morð á nágranna sínum.
Líklegt þykir að hann verði fram-
seldur til Belís.
McAfee er þekktur fyrir veiru-
varnarforrit, sem ber nafn hans.
Hann seldi þó fyrirtæki sitt fyrir
mörgum árum og hefur lifað í vel-
lystingum síðan. - gb
McAfee flúði frá Belís:
Handtekinn
í Gvatemala
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
06.12.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
224,6853
124,79 125,39
201,06 202,04
163,08 164,00
21,862 21,990
22,194 22,324
18,904 19,014
1,5138 1,5226
191,91 193,05
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
Allhvasst með SA-ströndinni en
annars mun hægari vindur.
LÆGÐ gengur norðaustur yfir landið í dag með slyddu, rigningu og síðar snjóéljum.
Á morgun kólnar, dregur úr úrkomu og léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á
daginn. Á sunnudag verður nokkuð bjart víða um land að minnsta kosti fram eftir degi.
1°
11
m/s
3°
18
m/s
3°
11
m/s
5°
18
m/s
Á morgun
Hvasst með suður- og austur-
ströndinni en annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
-1°
-1°
-2°
-2°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
16°
4°
-2°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
2°
0°
-1°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
1°
1°
21°
London
Mallorca
New York
5°
17°
10°
Orlando
Ósló
París
26°
-8°
5°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
-1°
1°
6
m/s
1°
5
m/s
-1°
6
m/s
0°
7
m/s
1°
8
m/s
2°
15
m/s
-3°
10
m/s
1°
0°
-2°
-1°
-1°