Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 16
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | „Það er ótrúlegt að það hafi verið hægt að fara í svona viðamiklar efnahagsaðgerðir til að aðlaga fjárhag eins lands að nýjum veru- leika líkt og gert var á Íslandi án þess að það yrði stórkostlegt upp- þot á meðal almennings,“ segir Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank. Hann kynnti nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi síðastliðinn miðvikudag. Hagvaxtaspá Danske Bank gefur til kynna að vöxtur á Íslandi verði hærri en víðast hvar í heim- inum á næsta ári. Þegar Lars er spurður hvort bati Íslands sé tilkominn vegna þess að okkur hafi tekist svo vel að taka til í ríkisfjármálum okkar og aðlaga skuldir eða hvort við séum svona ofarlega á hagvaxtarlistanum vegna þess að ástandið sé svo slæmt hjá öðrum löndum segir hann svara að leita í báðu. „Á Norðurlöndunum eru vandamál hjá Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku, þótt Noregur sé auðvitað í vexti áfram. Það þýðir að Ísland verður það ríki á Norðurlöndum, fyrir utan Noreg, sem mun vaxa mest á næsta ári. Það eru hins vegar ekki endilega góðar fréttir fyrir ykkur að nágrönnum ykkar gangi illa og það mun hafa áhrif á vöxt á Íslandi þegar fram í sækir. En þær efnahagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til á Íslandi í ríkisfjármálum og skuldaendur- skipulagningu hafa tekist mjög vel. Samhliða hefur peningamála- stefnan linað sársaukann með gengisfalli krónunnar. Slíkt sam- spil efnahagslegra aðgerða og gengisfellingar væri til dæmis mjög hentug lausn fyrir mörg ríki í Evrópu sem eru í vandræðum, en er ekki í boði út af myntsam- starfinu.“ Lars leggur þó áherslu á að það sé ekki hægt að staðhæfa í dag, fjórum árum eftir að kreppan hófst, hvaða lönd hafi valið réttu leiðina og hver ekki. „Það getur allt breyst svo snögglega. Í dag er mikið talað um að leiðir Íslands og Eistlands séu leiðir sem ætti að vera fyrirmyndir.“ Eigum að horfa til Singapúr Að mati Lars er upptaka annars gjaldmiðils, til dæmis evru eða Kanadadollars, engin töfralausn fyrir Ísland. „Það er enginn vafi á því að peningamálastefna á Íslandi frá stofnun lýðveldis- ins hefur brugðist algjörlega. En lausnin þarf ekki endilega að liggja í því að skipta um gjald- miðil. Ég hef líka miklar efa- semdir um evrusamstarfið. Kreppan sem þar ríkir hefur sýnt hversu erfitt það er að skeyta jafn ólíkum efnahag og raun ber vitni saman í myntbandalag. Ísland yrði reyndar líkast til í betri aðstöðu til að laga sig að breyttum efnahagslegum forsendum hverju sinni en mörg lönd sem þegar eru aðilar að sambandinu, en efna- hagslíf Íslands er samt sem áður mjög ólíkt þeim sem mynda evru- samstarfið.“ Lars mælir frekar með því að Ísland horfi til Singapúr í leit að hentugri peningamálastefnu, en stefna landsins felur í sér fljót- andi gjaldmiðil með takmörk- unum. Gjaldmiðillinn, Singapúr- dollarinn, er síðan tengdur við gengiskörfu mynta helstu við- skiptalanda Singapúr. Lars segir margt líkt með ríkjunum tveim. Íbúar þeirra beggja hafi háar tekjur, þau sé fámenn og séu háð ytri aðstæðum. „Þetta myndi hjálpa til við að jafna sveiflur í útflutningi og mynda stöðug- leika. Ef Ísland myndi tengja sig við körfu þá ætti heimsmarkaðs- verð á áli líka að vera í körfunni, enda álútflutningur gríðarlega stór hluti af útflutningi landsins. Álverðið ætti samt að vera lít- ill hluti af körfunni, kannski tvö til fimm prósent, en þetta myndi leiða til þess að gjaldmiðillinn styrktist við hækkun á álverði.“ Höft afskræma markaðinn Lars er eindreginn andstæðingur gjaldeyrishafta og segir að það sé ekki bara gerlegt að afnema þau hér sem fyrst heldur mjög æskilegt. Að mati Lars valda höft því að markaðshagkerfið af- skræmist. Slík afskræming auk- ist síðan með hverju árinu sem þau eru við lýði og skapi alls kyns nei kvæðar hliðar verkanir. Á endanum muni það hafa neikvæð áhrif á hagvöxt. „Gjaldeyrishöft draga úr vilja stjórnmálamanna við að leysa þann vanda sem er til staðar. Þegar við bætist að það er fínn hagvöxtur á Íslandi, miðað við það sem er að gerast á alþjóða- vísu, þá virðist ekki vera mikill hvati til að afnema þau. En höft hafa neikvæð áhrif. Fjár festar treysta því ekki að þau verði aukin eða þeim breytt og tilfinn- ing skapast á meðal þeirra að til- vera haftanna muni dragast veru- lega á langinn.“ Skilja þarf á milli Spurður hvort hann telji hægt að afnema höftin án þess að einhvers konar samningar við eigendur aflandskróna, sem eiga hundruð milljarða króna innan hafta, liggi fyrir svarar Lars því neitandi. „Það þarf hins vegar að skilja á milli peningamála og efna- hagsmála. Afnám hafta er til að mynda talið munu hafa þau áhrif að krónan veikist. Það myndi hafa mikil áhrif á mjög skuld- settar einingar. En það á ekki að vera viðfangsefni peningamála að taka á gjaldfærnisvandamálum heimila, fyrirtækja eða opinberra aðila. Það á að vera viðfangsefni efnahagsmála. Það þarf að taka ákvörðun um hvort viðkomandi aðili sé lífvænlegur og hvort það eigi að leggja honum til meira fé. Það á ekki að halda honum lif- andi með peningamálastefnu. Þá yrði uppi svipað ástand og var í Japan í um áratug þar sem upp- vakningsbönkum var haldið á lífi í stað þess að tekið væri á undir- liggjandi vandamálum þeirra. Ef heimilum, fyrirtækjum og opin- berum aðilum er haldið lifandi með gjaldeyrishöftum þá er verið að fela vandann í stað þess að taka á honum. Það græðir enginn á því.“ Lars ítrekar þó að Ísland hafi staðið sig mjög vel í að taka á þessum málum, sérstaklega hvað varðar skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja. Líklega hafi ekkert ríki unnið jafn vel í því máli og náð jafn miklum árangri. „Ísland er líkan sem vert er að fylgja í þessum málum. Það þarf að taka á þeim og það hefur verið gert á Íslandi. Sjáið til dæmis það sem er verið að gera með Grikkland. Þar er verið að henda peningum inn í ríki sem er í raun gjaldþrota til að halda því á floti. Það er hörmulegt.“ Ótrúlegt að ekki hafi orðið óeirðir Lars Christensen, forstöðumaður greiningadeildar Danske Bank, telur Íslendingum hafa tekist vel upp í tiltekt sinni í ríkisfjármálum. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni að lausnin á vandamálum þjóðarinnar lægi ekki í nýjum gjaldmiðli og að afnema ætti gjaldeyrishöft sem fyrst. AFSKRÆMING Lars Christensen er eindreginn andstæðingur gjaldeyrishafta og segir að það sé ekki bara gerlegt að afnema þau hér sem fyrst heldur mjög æskilegt. Að hans mati valda höft því að markaðshagkerfið afskræmist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Greiningardeild Danske Bank lagði fram greiningu á íslensku efnahagslífi í apríl í fyrra. Þar spáði hún meðal annars því að atvinnuleysi yrði níu til tíu prósent á árin 2011 til 2013. Raunin varð allt önnur og atvinnuleysi í októ- ber síðastliðnum var 5,2 prósent. Lars gengst við því að atvinnuleysisspáin hafi verið röng. Það hafi þó komið honum á óvart þar sem spá þeirra um hagvöxt hafi verið nær lagi. „Atvinnuleysið hefur lækkað mun meira en hagvöxtur gefur tilefni til. Ég tel að við höfum vanmetið þann fjölda sem telst ekki lengur til virks vinnuafls og hversu hreyfanlegt íslenskt vinnuafl er. Þegar atvinnutækifærin voru ekki til staðar þá flutti fólk einfaldlega til annarra landa.“ Danske Bank gerði líka ráð fyrir því að verðbólga á Íslandi myndi fara niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans á þessu ári, en þau eru 2,5 prósent. Skemmst er frá því að segja að verðbólgan hefur verið fjarri því að fara niður fyrir þau mörk. Lars segir útskýringuna á þessu vera þá að verðbólguspáin hafi byggt á því mati Danske Bank að íslenska krónan væri vanmetin um 25 prósent gagnvart evru og að sú leiðrétting myndi raun- gerast á spátímabilinu. Það hafi hins vegar ekki gerst og raunar er staða krónunnar gagnvart evru nánast sú sama í dag og hún var í apríl í fyrra. Lars segist samt enn vera á þeirri skoðun að krónan sé vanmetin, þótt sú forsenda sé ekki inni í greiningunni sem kynnt var á miðvikudag. Vanmátu hreyfanleika íslensks vinnuafls 2,2 prósenta hagvöxtur á næsta ári. 2,2-2,9 prósent er verg landsframleiðsla á næstu þremur árum. 3 prósent minnkandi einkaneysla á næstu árum. 5 prósent atvinnuleysi árið 2014. 2,5 prósenta verðbólgumarkmið mun ekki nást á næstu árum. Greining Danske Bank fyrir íslenskt efnahagslíf: Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Það er enginn vafi á því að peningamálastefna á Íslandi frá stofnun lýðveldisins hefur brugðist algjörlega Lars Christensen forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank ASKÝRING | 16 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.