Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 54
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 BAKÞANKAR Stígs Helgasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. unaður, 6. hvort, 8. breið, 9. hlaup, 11. ónefndur, 12. kvk nafn, 14. van- sæmd, 16. karlkyn, 17. fugl, 18. stansa, 20. tveir eins, 21. þekkja leið. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. átt, 4. rafall, 5. starf, 7. ávöxtur, 10. svipuð, 13. grús, 15. brak, 16. náinn, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. yndi, 6. ef, 8. víð, 9. gel, 11. nn, 12. gríma, 14. skömm, 16. kk, 17. lóa, 18. æja, 20. rr, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. nv, 4. dínamór, 5. iðn, 7. ferskja, 10. lík, 13. möl, 15. marr, 16. kær, 19. at Ég er með andlit sem bara mamma elskar! Nú bíddu nú rólegur, Ronny! Nei.. ég verð að vera hreinskilin og seg ja að hann er eins ljótur og amma Grýlu! Þarna varstu nú aðeins of bjartsýnn, já! Haltu áfram... Þegar þú segir mér að láta þig í friði, þýðir það að þú viljir ræða málin? Það stendur: „Klulaki kon- ungur leggur bölvun á hvern þann sem stígur fæti inn í þetta grafhýsi. Ef Klulaki hefur nú þegar lagt bölvun á þig þá skaltu virða þessa tilkynningu að vettugi... Hannes, í hvaða skóm ertu? Stígvélunum hans pabba. Það er kaldhæðinn skódagur í dag. Áhugavert. Og ákvaðstu að vera í stígvélum því það er þurrt og hlýtt úti? Nei... Ég valdi þau því ég veit ekki hvað kaldhæðni þýðir. Gætu foreldrar mínir verið vitlausari? ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Mörkin Verslunar- og lagerhúsnæði til sölu eða leigu Til sölu- eða leigu 158,8 fm. verslunar- og lagerhúsnæði við Mörkina. Húsnæðið er vel staðsett við fjölfarna umferðaræð og skiptist í opið verslunarrými, afstúkaðan lager, snyrtingu og ræstiaðstöðu og lítið skrifstofueldhús. Húsnæðið er í góðu ásigkomulagi sem og sameign. Lóð frágengin með fjölda bílastæða. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Save the Children á Íslandi Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og með- vitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Í dag er hátíðisdagur: Dagur rauða nefsins, til bjargar börnum heimsins. Mér er annt um börn og setti þess vegna upp nef í morgun, undir tvílitu kynja gleraugun sem ég skil ekki af hverju eru ekki löngu orðinn staðalbúnaður allra eindrægra hipstera. Nefið tónaði ágætlega við gisnu og óhrjálegu mottuna sem ég er byrjaður að safna fyrir marsmánuð. Fyrir suma er ekki ráð nema í tíma sé tekið. ÞAÐ er kalt þessa dagana, þannig að undir kaskeitið batt ég Reykjavíkurmaraþons- buffið sem ég fékk þegar ég safnaði áheitum og hljóp fyrir Hjartavernd í fyrra. Úr kveikjulásnum héngu þrír Neyðarkallar og SÁÁ- álfurinn brosti til mín af mælaborðinu þegar ég ræsti bílinn. Og ég á móti. ÉG var í NEI-bol í gær þannig að í dag varð þessi með myndinni af fóstrinu frá styrktarfélaginu Lífi fyrir valinu. Þetta eru uppáhaldsbolirnir mínir – ég á þrjá af hvorum. Í jakkanum var rauð Kvennaathvarfstala sem kallaðist á við bleiku krabbameinsslaufuna hinum megin. Appelsínugulu olnboga bæturnar sem ég lét sauma á hann til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi voru í stíl við ADHD-endur skinsmerkið sem ég nældi undir ermina á sínum tíma (þótt svona glitrandi dinglumdangl geti reyndar verið mjög truflandi fyrir athyglisbrostna menn eins og mig). UPP úr brjóstvasanum stóð rauða spjaldið mitt gegn ofbeldi – ekki ósvipað hámóðins vasaklút. Ég setti á mig langveikra glossið frá Á allra vörum – það er prýðilegur varasalvi í frostinu – og hagræddi baksýnisspeglinum á rauðu ljósi til hnýta á mig hvítfjólubláa blöðru- hálsbindið. Ég sá að ég leit út eins og hálf- viti. En það var að minnsta kosti í þágu góðs málstaðar. Í rassvasanum fann ég fyrir smokkunum sem ég keypti í tilefninu af átakinu gegn kynsjúkdómum fyrir tveimur árum. Furðulegt að svona göfugur maður hafi ekki fengið tækifæri til að nota þá. Árvakur átakasinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.