Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 10
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SEATTLE, AP Lög um lögleiðingu
kannabisefna tóku gildi í Wash-
ington-ríki í Bandaríkjunum í
gær og komu hundruð manna
saman af því tilefni undir Geim-
nálinni í Seattle og nýttu sér þetta
nýfengna frelsi. Íbúar ríkisins
samþykktu lögin í almennri
atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði,
en hið sama gerðu íbúar Color-
ado og eru þetta einu tvö ríkin
þar sem almenn neysla er leyfð.
Í Colorado taka lögin gildi eftir
áramót.
Nú fyrst um sinn er fólki yfir
21 árs heimilt að neyta kanna-
bisefna innandyra og hafa allt að
30 grömm undir höndum. Nánari
útfærsla verður sett í lög innan
tíðar, en þau munu fela í sér
reglugerðir fyrir framleiðslu,
vinnslu og sölu efnanna, og leggst
25 prósenta skattur á arð á hverju
stigi.
Er áætlað að tekjur ríkisins
gætu numið hundruðum milljóna
dala árlega.
Kannabisefni eru þó enn
bönnuð samkvæmt alríkislögum,
þannig að alríkislögreglan gæti
handtekið fólk fyrir að eiga eða
selja efnin.
Dómsmálaráðuneytið sagði ekk-
ert hafa breyst í þeim málum en
hefur þó ekki gefið nokkuð út um
hvort reynt verði að ógilda lögin.
Fleiri hópar gátu fagnað í Wash-
ington í gær, þar sem hjónabönd
einstaklinga af sama kyni voru
einnig leyfð. Mynduðust því
langar biðraðir við skrifstofur
sýslumanna. - þj
Hundruð fögnuðu því að kannabisefni eru lögleg:
Hampa lögleiðingu
hampsins í Washington
Í BLÁUM SKUGGA Áhugafólk um lögleiðingu kannabisefna fagnaði á viðeigandi
hátt í Seattle. Þar á meðal var þessi herramaður, sem kallaður er Prófessor Gizmo.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum
sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið
upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að
nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál.
Lokað í dag !
Föstudaginn 7. desember
er lokað hjá ríkisskattstjóra
HÖRÐ ÁTÖK Í EGYPTALANDI Egypski herinn stillti í gær skriðdrekum upp fyrir framan forsetahöllina í Kaíró og gaf bæði stuðn-
ingsmönnum og andstæðingum Mohammeds Morsi forseta frest til að yfirgefa svæðið. Átök hafa magnast milli þessara fylkinga
undanfarna daga og náðu hámarki í fyrrinótt þegar fimm manns létu lífið og um sex hundruð særðust. Stuðningsfylking for-
setans var þar aðgangshörðust. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Prófessor við Háskól-
ann í Ósló, Arne Torp, segir
norska gesti eiga að geta gert
sig skiljanlega á móðurmálinu á
norskum veitingastöðum. Þjón-
arnir verði að kunna norsku.
Norska ríkisútvarpið hefur það
eftir forstjóra í ferðaþjónustunni,
Hilde Charlotte Solheim, að það
verði æ algengara að ráðið sé til
starfa fólk í veitingabransanum
sem ekki talar norsku.
Hótelstjórinn Erlend Fardal
Lunde segir erlent vinnuafl
nauðsynlegt þar sem skortur sé
á faglærðu starfsfólki í Noregi.
Erlendir starfsmenn verði þó að
læra norsku. -ibs
Norskur prófessor vill halda í það ylhýra:
Þjónar verða að kunna norsku
Átök í Egyptalandi
ÞJÓNN Norski prófessorinn segir norska
gesti eiga að geta gert sig skiljanlega á
móðurmálinu á veitingastöðum.
NORDICPHOTOS/GETTY