Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|HELGIN Við erum á Facebook Jólakjólar 9.990 Áður 16.990 nú 9.990 Stærðir 36-46 Stærðir 36-46 LAGERSALA Lagersala Ármúla 22 2. Hæð Fullt af frábærum jólagjöfum á frábæru verði Opið alla daga frá 10-17 nema miðvikudaga 10-19 Öll börn eiga rétt á Gleðilegum Jólum www.hvitjol.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Jólin eru Svavari Knúti einstaklega kær og vill hann leggja sitt af mörk-um með jólatónleikum í þeirri von að fólk njóti aðventunnar. „Fyrir mér eru jólin sá tími sem maður endurnýjar heit sín við fjölskylduna. Þau minna mann á það sem skiptir máli, að halda það góða í heiðri. Í minni fjölskyldu eru það samverustundirnar og notalegheit- in sem skipta mestu máli,“ segir Svavar Knútur. Í samstarfi við annað tónlistar- fólk ætlar Svavar Knútur því að halda nokkra jólatónleika á aðventunni. Allir eiga þeir það sammerkt að vera látlausir með tónlistarflutninginn í for- grunni. „Það verður ekkert yfirdrifið eða ofhlaðið heldur fær hið mannlega að ráða ríkjum, vonandi nær músíkin og samveran að minna fólk á hvað er mikilvægt í lífinu. Tilgangurinn er að eiga fallega og notalega stund saman.“ Fyrstu tónleikarnir verða á Café Rosen berg hinn 14. desember klukkan átta. Þar munum við Kristjana Skúla- dóttir taka höndum saman í jóla- gleðinni og nokkrir leynigestir kíkja í heimsókn.“ Daginn eftir er Svavar með tvenna tónleika, þá fyrri í Háteigskirkju klukkan fimm. „Ég, Anna frænka og Sophie Schoonjans hörpuleikari í Tríói Mirabilis spilum hefðbundin, falleg jólalög og allt verður einstaklega hátíð- legt. Fullkomið fyrir fjölskylduna og þá sem vilja minna sprell og meiri hátíð.“ Seinni tónleikarnir eru klukkan tíu á Café Rosenberg. „Þar verður aðeins meira sprell og gleði þar sem ég verð í gestgjafahlutverki með nokkrum vel völdum jólagestum. Síðustu tónleik- arnir eru á sunnudeginum. Það eru hinir árlegu tónleikar Sælustund í skamm- deginu í Fríkirkjunni. Meðal listamanna sem fram koma eru kórinn Vox Populi, hljómsveitin Ylja, Sing for Me Sandra og fleiri. Það verður ekkert ljósasjó, gervisnjór eða stjörnufans, bara fólkið á gólfinu.“ ■vidir@365.is TÍMI ENDURNÝJUNAR JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segir jólin minna sig á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Undanfarið hefur hann verið að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Ölduslóð, en í desember blæs hann til jólaveislu. GÓÐAR STUNDIR „Tilgangurinn er að eiga fallega og notalega stund saman,“ segir Svavar Knútur um væntanlega jólatónleika í desember. JÓLATÓNLEIKAR Í DESEMBER 14. Café Rosenberg 15. Háteigskirkja 15. Café Rosenberg 16. Fríkirkjan í Reykjavík KENNIR Á ÚKÚLELE Svavar Knútur kennir nokkrum nemendum í Ísaksskóla á úkúlele. Hér er hann að undir- búa hópinn sinn fyrir tónleika. LAUFABRAUÐ Í VIÐEY Jólin eru komin í Viðey Laufabrauðsútskurður tíðk- ast á mörgum heimilum á aðventunni. Aðrir hafa aldrei kynnst þessari hefð en nú gefst tækifæri til þess úti í Viðey. Á sunnudaginn verður boðið upp á kynningu á þess- ari skemmtilegu íslensku hefð þar sem fólk getur prófað að skera út og lært aðferðina. Viðeyjarstofa verður með kósí stemningu, kertaljós og jólatónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.