Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 32

Fréttablaðið - 07.12.2012, Page 32
FÓLK|HELGIN Við erum á Facebook Jólakjólar 9.990 Áður 16.990 nú 9.990 Stærðir 36-46 Stærðir 36-46 LAGERSALA Lagersala Ármúla 22 2. Hæð Fullt af frábærum jólagjöfum á frábæru verði Opið alla daga frá 10-17 nema miðvikudaga 10-19 Öll börn eiga rétt á Gleðilegum Jólum www.hvitjol.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Jólin eru Svavari Knúti einstaklega kær og vill hann leggja sitt af mörk-um með jólatónleikum í þeirri von að fólk njóti aðventunnar. „Fyrir mér eru jólin sá tími sem maður endurnýjar heit sín við fjölskylduna. Þau minna mann á það sem skiptir máli, að halda það góða í heiðri. Í minni fjölskyldu eru það samverustundirnar og notalegheit- in sem skipta mestu máli,“ segir Svavar Knútur. Í samstarfi við annað tónlistar- fólk ætlar Svavar Knútur því að halda nokkra jólatónleika á aðventunni. Allir eiga þeir það sammerkt að vera látlausir með tónlistarflutninginn í for- grunni. „Það verður ekkert yfirdrifið eða ofhlaðið heldur fær hið mannlega að ráða ríkjum, vonandi nær músíkin og samveran að minna fólk á hvað er mikilvægt í lífinu. Tilgangurinn er að eiga fallega og notalega stund saman.“ Fyrstu tónleikarnir verða á Café Rosen berg hinn 14. desember klukkan átta. Þar munum við Kristjana Skúla- dóttir taka höndum saman í jóla- gleðinni og nokkrir leynigestir kíkja í heimsókn.“ Daginn eftir er Svavar með tvenna tónleika, þá fyrri í Háteigskirkju klukkan fimm. „Ég, Anna frænka og Sophie Schoonjans hörpuleikari í Tríói Mirabilis spilum hefðbundin, falleg jólalög og allt verður einstaklega hátíð- legt. Fullkomið fyrir fjölskylduna og þá sem vilja minna sprell og meiri hátíð.“ Seinni tónleikarnir eru klukkan tíu á Café Rosenberg. „Þar verður aðeins meira sprell og gleði þar sem ég verð í gestgjafahlutverki með nokkrum vel völdum jólagestum. Síðustu tónleik- arnir eru á sunnudeginum. Það eru hinir árlegu tónleikar Sælustund í skamm- deginu í Fríkirkjunni. Meðal listamanna sem fram koma eru kórinn Vox Populi, hljómsveitin Ylja, Sing for Me Sandra og fleiri. Það verður ekkert ljósasjó, gervisnjór eða stjörnufans, bara fólkið á gólfinu.“ ■vidir@365.is TÍMI ENDURNÝJUNAR JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segir jólin minna sig á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Undanfarið hefur hann verið að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Ölduslóð, en í desember blæs hann til jólaveislu. GÓÐAR STUNDIR „Tilgangurinn er að eiga fallega og notalega stund saman,“ segir Svavar Knútur um væntanlega jólatónleika í desember. JÓLATÓNLEIKAR Í DESEMBER 14. Café Rosenberg 15. Háteigskirkja 15. Café Rosenberg 16. Fríkirkjan í Reykjavík KENNIR Á ÚKÚLELE Svavar Knútur kennir nokkrum nemendum í Ísaksskóla á úkúlele. Hér er hann að undir- búa hópinn sinn fyrir tónleika. LAUFABRAUÐ Í VIÐEY Jólin eru komin í Viðey Laufabrauðsútskurður tíðk- ast á mörgum heimilum á aðventunni. Aðrir hafa aldrei kynnst þessari hefð en nú gefst tækifæri til þess úti í Viðey. Á sunnudaginn verður boðið upp á kynningu á þess- ari skemmtilegu íslensku hefð þar sem fólk getur prófað að skera út og lært aðferðina. Viðeyjarstofa verður með kósí stemningu, kertaljós og jólatónlist.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.