Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 8
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Hagtak bauð lægst í stækkun hafnarsvæðisins 2 GRINDAVÍK Hafnar-svæðið í Grindavík verður stækkað um sjö þúsund fermetra á næstunni, en á dögunum var tilboð Hagtaks um landfyllingu og stækkun á svokölluðum Suður- garði samþykkt. Á vef Víkur frétta segir að fimm önnur fyrirtæki hafi boðið í verkið, en Hagtak hafi boðið lægst, rúmar sjö milljónir. Kostnaðaráætlun nam tíu milljónum króna. Með landfyllingunni telja bæjaryfirvöld að hægt verði að skapa framtíðarmöguleika, meðal annars til aukinna vöru- flutninga og löndunar stærri fiskiskipa. Vill byggja tuttugu smáhýsi í Tungudal 1ÍSAFJÖRÐUR Hugmyndir eru uppi um að byggja tuttugu smáhýsi í Tungudal í Ísafjarðarbæ. Bæjarins Besta á Ísafirði segir Guðmund Tryggva Ásbergsson hafa sótt um leyfi fyrir húsunum til bæjaryfirvalda, en Guðmundur vonast til þess að fá að reisa tuttugu smáhýsi sem hvert um sig er fimmtán til tuttugu fermetrar að stærð og með svefnrými fyrir þrjá til fjóra. Allt að 80 manns ættu því að geta gist í húsunum. MYND/LOFTMYNDIR 214 frásögnum haldið til haga 3SEYÐISFJÖRÐUR Frásagna-safnið á Seyðisfirði geymir nú 214 frásagnir sem safnað hefur verið meðal Siglfirðinga síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru teknar upp á myndband og eru meðal annars geymdar á bókasafni bæjarins. Þær eiga að gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Í frétt Austurgluggans er haft eftir aðstandendum verkefnisins að um einstaka samtímaheimild sé að ræða sem bregði einnig upp mynd af gangi tímans og samspili kynslóðanna. ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni g efur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: frjálst framlag á framlag.is gjafabréf á gjofsemgefur.is 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39 DANMÖRK Marianne Jelved tók í gær við embætti menningarráðherra í Danmörku eftir að Uffe Elbæk sagði af sér í kjölfar hneykslismáls. Elbæk er legið á hálsi fyrir að hafa haft óeðli- leg tengsl við fjöllistaskólann AFUK, þar sem hann var áður stjórnarmaður og eiginmaður hans starfaði. Bæði fékk skólinn sex milljónir danskra króna á fjárlögum í ár til að stofna nýjan skóla sirkuslista og eins greiddi Elbæk fulltrúum skól- ans þóknun fyrir að standa fyrir skemmtunum á vegum ráðuneytisins. Loks eru sett spurningarmerki við ráðningu á eiginmanni Elbæks til AFUK, en ekki var auglýst í stöðuna á sínum tíma. Ríkisendurskoðun mun gera úttekt á málinu. Elbæk, sem er þingmaður Einingarlistans, sagðist ekkert hafa gert rangt, og Helle Thorning- Schmidt forsætisráðherra segist ekki hafa þrýst á hann að segja af sér. Elbæk segir allt liggja uppi á borðum og hann hafi ákveðið að segja af sér til að verja hagsmuni ríkisstjórnarinnar og vernda einkalíf fjölskyldu sinnar. - þj Skipt um menningarráðherra í Danmörku eftir ásakanir um frændhygli: Sagði af sér eftir sirkushneyksli HASAR Í HÖLLINNI Uffe Elbæk sagði af sér ráðherraembætti eftir að hafa verið vændur um frændhygli vegna framlaga til listaskóla sem hann stofnaði og eiginmaður hans starfar hjá. DÓMSMÁL Vitnaleiðslum í Vafn- ingsmáli sérstaks saksóknara lauk um hádegisbil í gær. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn, auk sakborn- inga, á þeim þremur dögum sem réttarhöldin stóðu í vikunni. Í málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, ákærðir fyrir umboðs- svik með því að hafa ákveðið að lána Milestone tíu milljarða í febrúar 2008. Karl Wernersson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformað- ur Milestone, kom fyrstur fyrir dóminn í gærmorgun. Hann átti upphaflega að mæta á þriðjudaginn en lét ekki sjá sig sem varð til þess að dómari gaf út formlega vitna- kvaðningu á hendur honum. Við upphaf þinghaldsins í gær krafði Símon Sigvaldason héraðs- dómari Karl um skýringu á fjar- verunni á þriðjudag. Karl svaraði því til að hann hefði einfaldlega verið upptekinn þann dag. Símon minnti hann á að vitnaskylda gengi framar öðrum hversdagslegum skyldum. Í kjölfarið var Karl spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu en gat litlu sem engu bætt við það sem þegar hafði komið fram í málinu. Ýmist fólst vitnisburður hans í að staðfesta hin og þessi skjöl eða þá að bera við að hann myndi ekki eftir því sem spurt var um. Næst komu fyrir dóminn fjórir starfsmenn sérstaks saksóknara sem verjendur þráspurðu um rann- sókn málsins, augljóslega til að reyna að draga fram það sem þeir töldu vankanta á henni. Jafnframt voru þeir spurðir um athugun sem þeir gerðu á því hvort það hefði spillt rannsókninni að tveir aðalrannsakendur málsins hefðu samhliða starfað fyrir þrota- bú Milestone. Niðurstaða þeirra var að svo væri ekki. Einnig kom fyrir dóminn starfs- maður skilanefndar Glitnis, sem upplýsti að Vafningslánið stæði nú í um sextán milljörðum og ekki væri útlit fyrir að nema um einn millj- arður af því mundi innheimtast. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar þeirra sem kallaðir hafa verið aðalrann- sakendur málsins. Hann sætir nú rannsókn, ásamt Jóni Óttari Ólafs- syni, fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsingar sem aflað var við rannsókn saka- málsins. Guðmundur gerði reyndar mjög lítið úr sínum þætti í rannsókninni. Hann kvaðst aðallega hafa verið í öðrum málum, en „á hliðar línunni í Vafningsmálinu“, sem hefði fyrst og fremst verið á könnu Jóns Óttars. Sjá mátti Hólmstein Gauta Sigurðsson, saksóknara í málinu, flissa og hrista hausinn undir þess- um vitnisburði. Guðmundur Haukur vildi ekki, frekar en Jón Óttar á þriðjudag, tjá sig nokkuð um málið sem til rann- sóknar er á hendur þeim. Á mánudag munu saksóknari og verjendur flytja mál sitt. Gert er ráð fyrir að það taki um sex klukkustundir. stigur@frettabladid.is Þráspurt um hæfi rann- sakendanna Verjendur í Vafningsmálinu spurðu ítrekað um at- hugun sem gerð var á því hvort rannsókn málsins hefði spillst þegar rannsakendurnir fóru að vinna fyrir þrotabú Milestone. Vitnaleiðslum lauk í gær. MÆTTUR Karl Wernersson skrópaði á þriðjudag en mætti í gær. Hann hafði ekki frá miklu að segja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDIÐ 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.