Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 6
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu mörg býli selja vörur beint til neytenda? 2. Hversu lengi töluðu þingmenn í annarri umræðu um fjárlögin? 3. Hvað heitir nýjasta lag tónlistar- mannsins Daníels Ólívers? SVÖR 1. Alls 97. 2. Um 48 klukkustundir. 3. DJ blow my speakers. VÍSINDI Fornleifafræðingafélag Íslands (FFÍ) óttast að fornleifa- rannsóknir gætu lagst af á næstu árum verði lög um menningar- minjar samþykkt um áramót. Ekki er gert ráð fyrir neinum fram- lögum til fornleifarannsókna í fjár- lögum næsta árs og hafa styrkir til greinarinnar dregist saman um 60 prósent frá árinu 2008. Hin nýju lög kveða á um að Forn- minjasjóður skuli taka að sér mun víðara hlutverk en áður, eins og báta- og skipaviðgerðir, og verður vinna að stefnumótun í minjavörslu greidd úr honum að hluta. Þrátt fyrir það eru framlög minnkuð um 30 prósent á sama tíma. Ármann Guðmundsson, for- maður félagsins, segir framtíð greinarinnar hér á landi einkenn- ast af mikilli óvissu vegna þessa. „Sjóðurinn var eyrnamerktur þessari vísindagrein og tengdum rannsóknum, en nú getur stjórn sjóðsins ákveðið að dæla fjár- magni í verkefni sem tengjast fornleifafræði í raun og veru ekki neitt,“ segir hann. „Óvissan er líka óþolandi. Það er ekkert komið til móts við okkur í þessari gríðar- legu útvíkkun á hlutverkasviði sjóðsins og það er ekki hægt að sætta sig við það.“ Ármann bendir á að frá árinu 2008 hafi mikið af jákvæðum áhrifum fornleifarannsókna á menningu og atvinnulífi komið í ljós, meðal annars með útgáfum og uppbyggingu nýrra ferðamanna- staða. „Menningartúrismi er í vexti hér á landi og fornleifarann sóknir eru partur af þeirri velgengni,“ segir hann. „Það skýtur skökku Óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árum Forsendur til fornleifarannsókna eru brostnar taki lög um menningarminjar gildi um áramót, að mati forn- leifafræðinga. Fjárframlög skorin niður um 60% síðan 2008. Mikið atvinnuleysi hjá stéttinni síðustu fimm ár. UPPGRÖFTUR Á STEINSSTÖÐUM 2008 Merkar fornminjar fundust í uppgreftri á Steinsstöðum í Tungusveit sumarið 2008, sem leiddu í ljós grafreit þar sem kristnir menn höfðu verið lagðir til hinstu hvílu. Engar ritaðar heimildir eru um kirkju þarna. Ár Þjóðhátíðarsj. Fornleifasj. Fjárlög Alls Breyting 2007 6,5 25 78 109,5 2008 5,2 25 92 122,2 12% 2009 2,6 22 63 87,6 -28% 2010 2,75 19,1 27,6 49,45 -44% 2011 4,8 17,9 31,9 49,1 -1% 2012 0 32,9 13 45,9 -7% 2013 0 32,2 0 32,2 -30% Tölur eru í milljónum króna. Framlög 90 milljónum lægri en 2008 Í HÆTTU Samkvæmt tölum frá WWF eru aðeins um 3.200 villt tígrisdýr í heiminum. NORDICPHOTOS/GETTY UMHVERFISVERND Brugðist verður við auknum veiði þjófnaði á dýrum í útrýmingarhættu í Afríku og Asíu með ómönnuðum loftförum sem stýrt verður með spjaldtölvum. Um tilraunaverkefni er að ræða sem tölvurisinn Google hefur ákveðið að fjármagna, en Alþjóð- legi náttúruverndar sjóðurinn (WWF) stendur að verkefninu samkvæmt frétt BBC. Markmiðið er að láta lítil loft- för fylgjast með dýrum sem eru í hættu, bera kennsl á veiðiþjófa og mynda þá við iðju sína. Fest verða senditæki á nashyrninga, tígrisdýr og önnur dýr í hættu til að auðvelda eftirlitið. - bj Ómönnuð loftför á vaktinni: Veiða veiðiþjófa með spjaldtölvu SVEITARSTJÓRNIR Gunnar Örn Mar- teinsson, oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps, var settur af á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag. Þá samþykktu allir fundarmenn nema Gunnar vantrauststillögu á hann sem oddvita. Miklar deilur hafa verið í sveitar- stjórninni vegna upp byggingar á minkabúi á einum bænum í hreppnum. Gunnar hefur verið ein- angraður í þeim ágreiningi. Meðal annars réðu hinir fjórir sveitar- stjórnarmennirnir nýjan lögmann til að gæta hagsmuna sveitarfélags- ins í málinu að Gunnari forspurðum og gegn vilja hans. Í bókun eftir atkvæða greiðsluna kvaðst Gunnar draga í efa að full- trúar K-lista í meiri- h lutasa msta rfi í sveitar stjórninni hefðu þá sem studdu þann lista í síðustu kosningum á bak við sig. Sagðist Gunnar ekki í þau rúmu tíu ár sem hann hefði setið í sveitar- stjórninni hafa fundið viðlíka stuðn- ing við störf sín eins og að undan- förnu. Án efa ætti hann sinn þátt í því hvernig mál hefðu þróast hjá fulltrúum K-listans. Kvaðst hann leyfa öðrum fulltrúum listans að njóta vafans í þeim efnum „enda nóg komið af tilgangs- lausu pexi í þeim her- búðum“. - gar Oddviti hrökklast frá eftir vantrauststillögu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Efast um bakland andstæðinga STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur staðfest sameiningu Álftaness og Garða- bæjar. Sameiningin tekur form- lega gildi 1. janúar. Nafn hins sameinaða sveitar- félags verður Garðabær. Þá tekur bæjarstjórn Garðabæjar yfir stjórn hins nýja sveitarfélags til loka núverandi kjörtímabils sem lýkur í júní 2014. Bæjarstjórn Álftaness mun starfa sem hverfastjórn þangað til. - mþl Garðabær og Álftanes: Sameiningin loks staðfest við að það eigi alltaf að dæla fólki inn í landið án þess að bjóða því upp á eitthvað. Ég var að vinna á Alþingis reitnum í sumar og það var gott dæmi um hversu mikill áhugi ferðamanna er á fornleifum. Leiðsagnarleiðangrar þar voru fullir á hverjum degi.“ Í ályktun FFÍ segir að fornleifa- fræðingar séu uggandi yfir stöð- unni þar sem sjóðurinn sé eini beini styrktarsjóður fornleifa- rannsókna hér á landi. Áframhald- andi niðurskurður muni takmarka atvinnumöguleika stéttarinnar enn frekar og með þessari breyt- ingu séu forsendur til fornleifa- rannsókna á Íslandi brostnar. sunna@frettabladid.is Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki Um 70% íslenskra fornleifafræðinga hafa verið atvinnu- laus í einhvern tíma síðustu fimm ár. MIKIÐ ATVINNU- LEYSI 70% Sam- kvæmt nýrri skoðana- könnun sem gerð var meðal stéttarinnar nýverið. Alls svöruðu 85 félagar könnuninni. FÆREYJAR Fjórtán ára fangelsi Milan Kolovrat, 33 ára gamall Króati, var í gær dæmdur til fjórtán ára fang- elsis í Færeyjum fyrir morðið á Dánjal Petur Hansen, sem jafnan var nefndur Piddi. Kolovrat var einnig dæmdur til að greiða eiginkonu og dætrum Pidda og manni sem hann stal greiðslukorti af samtals 800 þúsund danskar krónur, jafnvirði 17 milljóna íslenskra króna. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.