Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 70
7. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 50
★★ ★★★
Dans á rósum
Dans á rósum
EIGIN ÚTGÁFA
Dans á rósum er ballhljómsveit
sem hefur verið starfrækt í Vest-
mannaeyjum síðan 1993. Manna-
skipanin hefur tekið nokkrum
breytingum, en strákarnir hafa
verið duglegir að spila öll þessi ár,
á sveitaböllum, árshátíðum, barna-
skemmtunum og unglingaböllum.
Þeir hafa líka tekið upp lög af og til
og þeim hefur verið safnað saman á
fyrstu plötu sveitarinnar.
Á plötu Dans á rósum, sem er
samnefnd sveitinni, eru fjórtán
lög tekin upp á árunum 2000–2012.
Þetta eru mest gamlir slagarar,
lög sem voru vinsæl á árum áður.
Þarna eru til dæmis Jamaica sem
Villi Vill söng, Dansað á dekki sem
hljómsveitin Fjörefni flutti, Grá-
sleppu-Gvendur Steina spil og Nú
er gaman og María draumadís sem
Deildarbungubræður gerðu vin-
sæl á áttunda áratugnum. Dans á
rósum kemst ágætlega frá flutn-
ingnum, en bætir ekki miklu við
fyrri útgáfur þessara laga.
Þetta er plata sem reikna má
með að fastagestir á dansleikjum
með sveitinni taki fagnandi. Hljóm-
sveitin nýtur sín líka án efa best á
balli. Platan hefur minna gildi fyrir
okkur hin… Trausti Júlíusson
NIÐURSTAÐA: Ballhljómsveit rifjar
upp gamla slagara.
Fín fyrir fastagestina
Kvikmyndin Jobs, sem byggð er á ævi Steve Jobs,
stofnanda Apple, verður frumsýnd á Sundance-
hátíðinni í janúar. Það er leikarinn Ashton Kutcher
sem fer með hlutverk Jobs en nú hafa nokkrar
myndir af leikaranum í hlutverkinu birst á netinu
og þykir hann sláandi líkur Jobs.
Í apríl á þessu ári kom í ljós að Kutcher færi
með hlutverk Jobs en hann kveðst alltaf hafa verið
mikill aðdáandi Apple-stofnandans sem lést eftir
langa baráttu við krabbamein í fyrra. Í myndinni
er farið yfir lífshlaup Jobs sem fór frá því að vera
hippi í Kaliforníu yfir í stofnanda eins þekktasta
tölvufyrirtækis í heiminum.
Margir settu spurningarmerki við ráðningu Kutc-
hers í hlutverkið en leikarinn hefur verið frekar
þekktur fyrir gamanleik. Það eru því margir sem
bíða spenntir eftir að sjá Kutcher pluma sig í hlut-
verki Jobs. Ævi Jobs hefur áður verið fest á filmu í
sjónvarpsmyndinni Silicon Valley frá árinu 1999. Þá
fór Noah Wyle með aðalhlutverkið.
Kutcher nauðalíkur Jobs
Mynd um ævi Steve Jobs frumsýnd á Sundance
LÍKIR Ashton Kutcher þurfti enga hárkollu til að passa inn í
hlutverk Steves Jobs. NORDICPHOTOS/GETTY
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
FÖSTUDAGUR: WADJDA (L) 18:00, 20:00, 22:00 ARFUR NÓ-
BELS (16) 18:00, 20:00, 22:00 SAFETY NOT GUARANTEED
(L) 18:00, 20:00, 22:00 SEARCHING FOR SUGAR MAN (L)
18:00, 22:00 DJÚPIÐ (L) (ENG. SUBS.) 20:00
VÍDEÓVERK FRÁ KL. 14-18. FRÍTT INN.
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
NÁNAR Á MIÐI.IS
-S.G.S., MBL
-H.V.A., FBL
JACKPOT KL. 6 - 8 - 10 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 10
SO UNDERCOVER KL. 8 - 10 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16
HERE COMES THE BOOM KL. 6 7
SO UNDERCOVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
SO UNDERCOVER LÚXUS 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 L
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 10.20 16
HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 7
NIKO 2 KL. 3.40 L
SKYFALL KL. 9 12
SO UNDERCOVER 4, 6, 8, 10
RISE OF THE GUARDIANS 3D 4, 6
RISE OF THE GUARDIANS 2D 4
KILLING THEM SOFTLY 10
SKYFALL 6, 9
PITCH PERFECT 8
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
ÍSL TAL
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Mary-Kate og Ashley Olsen hafa
tekið höndum saman við lista-
manninn Damien Hirst og munu
hanna nokkuð einstaka bakpoka í
takmörkuðu upplagi.
Olsen-systurnar eiga saman
tískumerkið The Row og verða
töskurnar seldar undir því nafni.
Samkvæmt frétt Gossipcop.com
verða aðeins tólf bakpokar fram-
leiddir og kostar hvert stykki
6.883.800 krónur.
Ekki er um venjulega bakpoka
að ræða því þeir verða þaktir lyf-
seðils skyldum lyfjum. Hluti ágóð-
ans mun þó renna til UNICEF.
Hanna sérstaka lyfj apoka
UNDARLEG HÖNNUN Olsen-systur
framleiða nokkuð sérstaka bakpoka.
NORDICPHOTOS/GETTY