Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.12.2012, Blaðsíða 44
12 • LÍFIÐ 7. DESEMBER 2012 Framhald af síðu 8 um að námskeiðin hafi haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Í gegnum þetta fæ ég líka útrás fyrir að tjá mig og miðla, en ég hef mikla þörf fyrir að móta texta, hvort sem er í ræðu eða riti. Meðvituð um hollt mataræði Hvernig heldur þú þér í formi – lík- amlega og andlega? Fyrir nokkrum árum gerði ég það upp við mig að ég yrði að lifa í samræmi við setn- inguna: „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun.“ Ég held mér aðallega í formi með því að fara í líkamsrækt í Heilsuborg í Skeifunni tvisvar í viku og þegar veðrið er þokkalegt fer ég reglulega í göngu- túra. Ég er líka orðin miklu með- vitaðri um næringuna og grænmeti og ávextir eru miklu stærri hluti af mataræðinu núna. Í staðinn fyrir að hætta að borða eitthvað hef ég bara bætt inn í meira af hollustu þannig að smám saman hefur orðið til minna pláss fyrir óhollustu – en hún fylgir þó alltaf með. Nýlega kom hins vegar í ljós að Bragi minn þolir illa MSG og veikist stundum nokkuð heiftarlega þegar hann borðar mat sem inni- heldur það. Því miður er þetta mjög lúmskt og MSG má finna í alls konar tilbúnum mat, sósum, kryddum og ekki síst skyndibita. Í framhaldi af því erum við farin að passa betur upp á að vinna matinn frá grunni heima og það hefur jákvæð áhrif á okkur öll. Mér finnst lestur góðra bóka gera mest fyrir andlegu heilsuna og ég sæki mest í uppbyggilegar og já- kvæðar bækur en forðast hrylling og spennusögur. Fyrr á þessu ári fór ég svo að taka skipulega þau vítamín og fæðubótar- efni sem líkaminn þarf til að eldast betur og sjálfsagt er það ein besta ákvörðunin sem ég hef tekið á þessu ári. Jónas minn, sem er á þriðja ári í læknisfræði, spyr reglulega hvort ég sé ekki örugglega enn að taka vít- amínin því að í gegnum námið læra þau hvað allt þetta forvarnarstarf og lífsstíllinn gerir mikið fyrir heilsuna til lengri tíma. Ég finn mikinn mun á orku og einbeitingu og ætla sam- viskusamlega að halda þessu áfram. Erfiður bróðurmissir Kraftur þinn, gáfur og áræðni er áberandi í fari þínu. Hverju þakkar þú eiginleika þína? Vá, hvað þetta er fallega sagt! Eins og margt ungt fólk hélt ég lengi vel að ég hefði skapað mig sjálf en vandinn er sá að flestir sjálfskapaðir einstakl ingar eiga það til að dýrka skapara sinn full- mikið. Smám saman áttaði ég mig á að auðvitað er maður einhvers konar sambland af genetískum grunni, að- stæðum og lífsreynslu. Ég hef verið svo lánsöm að fá að fara í gegnum frábært nám og öðlast góða starfs- reynslu. Það hefur verið mjög þrosk- andi og áhugavert. En eflaust mótar nærumhverfið mann þó mest. Sumir atburðir móta mann jafnvel svo djúpt að þeir hafa áhrif það sem eftir er ævi manns. Sjálfsagt hefur ekkert haft jafn sterk áhrif á mig og þegar ég missti bróður minn sem tók of stóran skammt af fíkniefnum. Hann var búinn að berjast lengi gegn fíkn- inni og þessi hræðilegi heimur fíkni- efnanna hafði mikil áhrif á allt fjöl- skyldulífið. Alltaf héldum við þó í vonina um að hann myndi ná bata en því miður gerðist það sem ég ótt- aðist mest. Svona lífsreynsla mótar allt og ekki síst forgangsröðunina í lífinu. Erfið persónuleg áföll hafa líka þau áhrif að maður fer að taka ýmsu af meira æðruleysi. Lætur smáatriði síður slá sig út af laginu og heldur sínu striki. Ég hef í gegnum þetta líka lært að flækja hlutina ekkert of mikið. Í því sambandi kemur upp í hugann lítil minning frá því að ég var að vinna í menntamálaráðuneytinu. Á mánu- dagsmorgni birtist í gættinni á skrif- stofunni afar elsku legur maður sem kynnti sig sem leigubílstjóra. Hann sagðist hafa orðið að kíkja við hjá mér því hann hefði verið að hlusta á mig í útvarpinu daginn áður. Leigu- bílstjórinn sagðist oft hafa hlustað á mig og alltaf væri hann jafn hrif- inn. „Það sem ég hrífst af í fari þínu er hvað þú ert einföld,“ sagði hann og kvaddi svo. Eftir sat ég og vissi ekki alveg hvort ég ætti að taka þessu sem hrósi en eftir smá um- hugsun komst ég að þeirri niður- stöðu að fallegra gæti hrósið varla verið. Það er svo gott að vera dá- lítið einfaldur því að hinar svo- kölluðu gáfur eiga það til að geta þvælst aðeins of mikið fyrir fólki. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Ég hugsa að einstaklingurinn sem ég vitna hvað oftast í sé Sigríður Klin- genberg lífsspekingur. Ég hef svo gaman af hennar nálgun í lífinu og ég leyfi mér að hafa ýmislegt eftir henni en uppáhalds tilvitnunin í hana er: „Orð eru álög.“ Mér finnst hún yndis leg manneskja og hún er klár- lega ein af mínum fyrirmyndum en þær eru margar. Mamma mín notaði ein faldar uppeldisaðferðir þegar ég var stelpa og við mig sagði hún að það væru þrjár reglur sem ég ætti að fara eftir. Ég mætti ekki reykja og drekka, ekki ljúga og ekki stela. Ég hlýddi og hún hafði ekki áhyggjur af öðru. Ég er mömmu mjög þakklát fyrir þetta. Pabbi er sjálfsagt ósér- hlífnasti og hjálpsamasti einstak- lingur sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Frá því að ég man eftir mér hefur hann alltaf verið til staðar. Alltaf reiðubúinn að leggja hönd á plóg og er heimsins besti afi. Ef við værum kaþólsk væri örugglega búið að taka pabba minn í tölu dýr- linga sem verndara barnabarna og allra annarra sem þurfa ein- hvers konar stuðning eða aðstoð. Ég vona að einhvern tímann verði ég amma og þá vil ég vera nákvæm- lega þannig amma. Ég er líka mikill aðdáandi tengdafjölskyldu minnar en hún er svo einstaklega heilsteypt og heiðarleg. Tengdafólkið mitt er hvert öðru yndislegra og mér finnst ég mjög lánsöm að fá að tilheyra þeirri fjölskyldu. Ásdís er afskaplega gefandi kona með sterka nærveru. MYND/ANTON BRINK Ásdísar 07.00  Ég vakna upp úr 7 og byrja daginn á því að taka litlu Liljuna mína til fyrir leikskólann. 08.00  Eftir að krakkarnir eru farnir í skólann þá gef ég mér alltaf góðan tíma í að lesa blöðin, borða morgunmat sem er yfirleitt full skál af ferskum ávöxtum, mikið af berjum, ab-mjólk og múslí. Svo tek ég vítamínin og fæ heimsins besta kaffi hjá mann- inum mínum sem er orðinn algjör latte snillingur. 09.00  Ég byrja vinnudag-inn yfirleitt heima og vinn við borðstofuborðið í nokkra klukkutíma í ró og næði til að koma frá mér því sem er brýnast áður daglega áreitið byrjar. 11.00  Svo fer á skrifstofu Sinnum og hitti ynd- islega samstarfsfólkið sem þar er. 12.00  Tvo daga í viku fer ég í ræktina í há- deginu. 14.00  Eftir hádegi er ég nánast alltaf á skrif- stofu Sinnum þar til ég annað hvort sæki Lilju litlu eða fer á fundi eða á námskeið. 19.00  Fjölskyldan borðar nánast alltaf kvöld- mat saman og um átta fer sú litla að sofa. 21.00  Það er því miður alltof algengt að ég haldi áfram að vinna eftir kvöldmat en það er eitt af því sem ég þarf að draga aðeins úr á nýju ári. Hitt sem ég þarf að breyta er að ég þarf að fara fyrr að sofa en mér finnst svo erfitt að sleppa deginum að ég vaki yfirleitt alltof lengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.