Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 2
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ÆSKULÝÐSMÁL „Foreldrar og lög- regla eru sammála um að enn á ný sé drykkjan á skólaböllum að aukast,“ segja foreldrar á Akra- nesi í bréfi til skólameistara Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Bréfið til Atla Harðarsonar skólameistara er frá félaginu Skagaforeldrar og Foreldrafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA). Kemur fram að þegar fyrir ári hafi stjórn Skaga- foreldra lýst óánægju með að hætt hafi verið reglulegri notkun áfeng- ismæla á vegum nemendafélags fjölbrautaskólans (NFFA). „Margir nýnemar töluðu um að með því að láta alla blása létti það á spennunni og tók af þeim þá pressu að „verða að drekka“ á skólaballi,“ segja foreldrarnir. Ástandið hafi á sínum tíma breyst mikið til hins betra þegar áfengis- mælunum var beitt. Nú sé drykkj- an aftur að aukast. „Einnig hafa foreldrar haft á orði að gæsla sé ekki jafn öflug og hún var og slakað hafi verið á því að hringt sé í foreldra til að sækja drukkin börn 18 ára og yngri á dansleiki. Það hlýtur að vera stefna skólans að útrýma áfengis drykkju á skóladansleikj- um,“ segja foreldrarnir. Fram kemur að Skagaforeldrar hafi kannað notkun áfengismæla í öðrum framhaldsskólum. Mæl- arnir séu notaðir í þrettán skólum eftir mismunandi reglum. „Það er algjör synd að að tapa niður þeim árangri sem náðst hefur,“ segja foreldrarnir. Þó að börn undir átján ára séu á ábyrgð foreldranna sé ábyrgð skólans mikil „með því að skapa nemendum tækifæri til að skemmta sér ofurölvi í skjóli þess að um að skóladansleik er að ræða“. Atli Harðarson skólameistari segir áfengismælingar ekki hafa verið lagðar af. Framkvæmdinni hafi hins vegar verið breytt. „Áður fékk yngri hluti nemenda ekki inngöngu á ball nema sanna að hann væri edrú. Umboðsmað- ur Alþingis sagði þessa fram- kvæmd ekki í samræmi við lög. Hins vegar væri okkur heimilt að gefa nemendum sem væru sérstak- lega grunaðir um að vera undir áhrifum kost á að sanna sakleysi sitt með því að nota áfengismæli eða vera vísað frá vegna ölvunar,“ segir Atli. Þetta verklag sé nú við lýði. Atli segir að nú blási í raun fleiri í áfengismælinn en áður því sett- ur hafi verið upp edrúpottur með happdrættisvinningum. Mælirinn sé því einnig notaður af eldri nem- endum. Að sögn Atla eru engin gögn til um að drykkjan hafi aukist eða minnkað. „En ég veit að erfiðum málum sem hafa komið inn á borð skólastjórnenda vegna drykkju hefur fækkað ári frá ári,“ segir skólameistarinn. gar@frettabladid.is Beiti áfengismælum stífar á skólakrakka Foreldrar á Akranesi segja Framhaldsskóla Vesturlands skapa nemendum tækifæri til að vera ofurölvi í skjóli skóladansleikja. Hefja verði reglulega notkun áfengis- mæla á ný því drykkjan vaxi. Skólastjórinn segir engin gögn um aukna drykkju. FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Foreldrar á Akranesi segja unglingadrykkju hafa aukist á ný eftir að framhaldsskólinn í bænum hætti að láta nemendur blása í áfengismæla á skólaböllum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Borgarholtsskóli. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ. Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Flensborgarskóli. Framhaldsskólinn Húsavík. Iðnskólinn í Hafnarfirði. Menntaskólinn á Akureyri. Menntaskólinn í Reykjavík. Tækniskólinn. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Verzlunarskóli Íslands HEIMILD: SKAGAFORELDRAR Framhaldsskólar með áfengismæla JAPAN Hinn 115 ára gamli Jiroemon Kimura var í vikunni formlega útnefndur elsti lifandi einstaklingur heims. Hann er auk þess síð- asti lifandi karlinn sem fæddist á nítjándu öld, að því er segir á vef Berlingske. Kimura, sem er japanskur, fæddist árið 1897 og starfaði hjá póst- þjónustunni. Hann tók við titlinum af hinni bandarísku Dinu Manfred- ini, sem var fimmtán dögum eldri og bar titilinn aðeins í tvær vikur áður en hún lést á mánudag. Endist Kimura ævin út þetta ár, verður hann eldri en vitað er um að nokkur annar karlmaður hafi áður orðið. - þj Elsti maður heims fagnaði 115 ára afmæli í vikunni: Síðasti karlinn frá 19. öldinni ALLRA MANNA ELSTUR Japaninn Jiroemon Kimura er elsti einstaklingur heims, 115 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ólöf, er jólakettinum þá ekki hætt við meltingartruflunum? „Jú, ef hann borðar yfir sig eða kemst í koníakslagaða humarsúpu eins og einn annar köttur lenti í.“ Ólöf Loftsdóttir dýralæknir varar gæludýra- eigendur við því að gefa dýrunum sínum af jólamatnum sem getur farið illa í þau. SJÁVARÚTVEGUR Afkoma í sjávar- útvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjáv- arútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald. Samsvarandi tölur ársins 2010 eru tæpir 64 milljarðar króna árið 2010 og 2,3 milljarðar í veiðigjald. EBITDA-framlegðin batnaði því um tæp 26% á milli ára. Í tilkynningu frá atvinnuveg- aráðuneytinu kemur fram að í forsendum fyrir álagningu veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 var gert ráð fyrir 72 milljarða króna EBITDA-fram- legð. Þar er því spáð að 2012 verði að líkindum einnig gott rekstrar- ár fyrir sjávarútveginn. Það er byggt á því að gengi krónunnar hefur haldist veikt, þorskkvót- inn var aukinn talsvert og veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski hafa gengið vel á árinu. Á móti hefur verð á erlendum mörkuðum lækk- að, ekki síst á botnfiskafurðum. Veiðigjald á árinu 2012/2013 er áætlað af stjórnvöldum um 12,5- 13,0 milljarðar. - shá Afkoma í íslenskum sjávarútvegi á árinu 2011 sú besta í manna minnum: Milljarða tugir í hagnað milljarðar króna er framlegð sjávarútvegs á árinu 2011 fyrir afskrift ir, fj ármagnsliði og skatta. ALSÍR, AP „Ég viðurkenni þær þjáningar sem nýlendukerfið olli íbúum í Alsír,“ sagði François Hollande Frakklandsforseti í Algeirsborg í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann baðst þó ekki afsökunar fyrir hönd Frakklands, eins og margir höfðu gert sér vonir um. Hann dró þó ekkert undan og nefndi sérstaklega fjöldamorð- in sem Frakkar frömdu í sjö ára stríði er lauk með endurheimtu sjálfstæði Alsírs árið 1962, eftir 132 ára hernám. „Söguna verður að segja, jafn- vel þótt hún sé sorgleg og jafn- vel þótt hún sé sársaukafull fyrir bæði löndin okkar,“ sagði Holl ande í ávarpi á þjóðþingi Alsírs, og sagði Alsíringa hafa mátt búa við „gífurlega ranglátt og grimmilegt nýlendukerfi“ þau 132 ár sem Frakkar réðu í land- inu. Hann sagði jafnframt að nú hæfist nýtt tímabil í samskipt- um ríkjanna. Meðal annars hefur verið ákveðið að frönsku bíla- verksmiðjurnar Renault hefji starfsemi í Alsír í samstarfi við alsírsk fyrirtæki. - gb Hollande Frakklandsforseti viðurkenndi að Frakkar hefðu verið grimmir í Alsír: Baðst samt ekki afsökunar TAKA Í HÖNDINA Á HOLLANDE Frakklandsforseti gaf sér tíma til að heilsa upp á almenning í Algeirsborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRUNDARJÖRÐUR Rúmlega fer- tugur maður lést í eldsvoða í Grundarfirði aðfaranótt fimmtu- dags. Ekki er ljóst hvað olli brun- anum sem varð við Grundargötu í Grundarfirði á þriðja tímanum. Nágranni varð eldsins var og hringdi á slökkviliðið, sem fann manninn. Maðurinn sem lést var eini íbúi hússins, en hann bjó á neðstu hæð þess. Þar til fyrir skemmstu bjó fólk á efri hæð. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maður- inn úrskurðaður látinn. Eldurinn var ekki mjög mik- ill að sögn slökkviliðsstjóra í Grundar firði og einangraðist við eitt herbergi í húsinu, sem var mjög mikið skemmt. - þeb Eldsupptök ókunn: Lést í eldsvoða LÖGREGLUMÁL Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla- Hrauni á mánudag, var enn ófundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Hans var leitað áfram í nágrenni Litla-Hrauns í gær. Björgunarsveitarmenn röktu fót- spor sem fundust á miðvikudag. Ýmsar ábendingar hafa borist lögreglu vegna hvarfs hans. Ekki er talið að Matthías hafi farið úr landi, að sögn Arnars Rúnars Marteinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu. Leitin að honum mið- ast því við að hann sé enn hér á landi. - þeb Ekki talinn farinn úr landi: Matthías Máni enn ófundinn MALÍ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi að sameinaður her frá ýmsum Afríkuríkjum beiti „öllum nauð- synlegum ráðum“ til þess að koma íslamistum frá völdum í norður- hluta Malí. Vestur-afrísk ríki segjast hafa 3.300 hermenn sem eru tilbúnir til að fara til Malí nú þegar. Ráðið samþykkti að gefa herliðinu ár til að koma íslamistum frá og hjálpa stjórnvöldum að ná norðurhluta landsins aftur á sitt vald. - þeb Öryggisráð SÞ: Innrás í N-Malí samþykkt í gær 80 SPURNING DAGSINS ur A MagnússonGuðlaug vörðustíg 10Skóla Reykjavík101 ww.gam.isw Jólaskeiðin 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.