Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 6
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Jólatilboð 1. Hver er skrifstofustjóri Alþingis? 2. Hvað heitir Benni, eigandi Bíla- búðar Benna? 3. Hver skrifaði barnabókina Víti í Vestmannaeyjum? SVÖR 1. Helgi Bernódusson. 2. Benedikt Eyjólfs- son. 3. Gunnar Helgason. EFNAHAGSMÁL Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyris- hafta hefur áhyggjur af fyrirhug- uðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samn- ingsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórn- málaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum. Nefndin kemur einnig fram áhyggjum sínum af því að Glitn- ir og Kaupþing stefni að frágangi nauðasamninga og skipulegri útgreiðslu í kjölfar þeirra. Í bréf- inu segir að það sé skoðun nefnd- armanna „að við þessar aðstæð- ur sé rétt að bíða átekta og meta stöðuna ítarlega áður en slíkum nauðasamningum er veitt brautar- gengi. Einnig er mikilvægt að mati nefndarmanna að ákvörðun- arrammi stjórnvalda í tengslum við jafn mikilvægt mál og hér um ræðir sé styrktur frá því sem nú er og kæmi í því sambandi til álita að breyta núgildandi lagaákvæð- um. Í því felst meðal annars að létta þrýstingi af Seðlabankan- um um að setja reglur sem varða undanþágur gömlu bankanna til gjaldeyrisviðskipta“. Nefndin undirstrikar að lokum þörf fyrir heildstæða áætlun um losun hafta og telur óráðlegt að gera róttækar breytingar á núverandi starfsumhverfi gömlu bankanna fyrr en slík liggur fyrir. - þsj Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta: Vill bíða með nauðasamninga UMSÓKN Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að slitastjórn Glitnis hefði sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum vegna nauðasamnings bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ORKUMÁL „Þetta er mikil viður- kenning fyrir okkur en sýnir ekki síður traust á íslensku hugviti í orkumálum,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistof- unnar Mannvits, um styrk upp á 40 milljónir evra, jafngildi hátt í sjö milljarða króna, úr NER300-áætl- un framkvæmdastjórnar ESB til að þróa jarðvarmaverkefni í Ung- verjalandi. Verkefnið var eitt af 23 grænum orkuverkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni. Heildarkostnaðurinn við verk- efnið, sem hefur verið í undir- búningi í tæp tvö ár, er um 100 milljónir evra. Hinn hluti fjár- mögnunarinnar kemur frá ung- verska fjárfestingafyrirtækinu EU-Fire, en verkefnið er einnig unnið í samstarfi við stjórnvöld þar í landi. Í því felst að hanna kerfi þar sem borað er niður í heitt berg þar sem eru boraðir út vatnsgang- ar. Vatni er svo dælt þar niður í gegnum það upp aftur í hringrás í lokuðu kerfi. Varmann á svo að nota til raforkuframleiðslu og hit- unar húsa. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkur og við miðum að því að hefja boranir á næsta ári. Það er von- andi að það takist,“ segir Eyjólfur. Hann segir gert ráð fyrir að tíu til fimmtán megavött fáist úr hverri holu. „Það er ef til vill ekki mikið fyrir okkur Íslendinga en þegar miðað er við aðstæður hér í Ung- verjalandi, þar sem notað er gas, munar það nokkru. - þj Risaverkefni verkfræðistofunnar Mannvits fær 40 milljónir evra í styrk frá framkvæmdastjórn ESB: Þróar nýtt jarðvarmakerfi fyrir Ungverja FRÁ BÚDAPEST Mannvit fékk veglegan styrk frá framkvæmdastjórn ESB til að þróa jarðvarmaverkefni í Ungverjalandi, sem gæti meðal annars nýst til raforku- framleiðslu. NORDICPHOTOS/GETTY Save the Children á Íslandi NEYTENDUR Hámarksverð á inn- fluttum tollfrjálsum varningi verður hækkað úr 65 þúsund krón- um í 88 þúsund krónur og hámark á verðmæti einstaks hlutar verður afnumið. Svo hljóða breytingartillögur meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar sem voru lagðar fram í gær við frumvarp til laga um breytingar á vörugjöldum og tollalögum er varða hámarksverð- mæti á tollfrjálsum varningi sem ferðamenn koma með til landsins. Íslendingar sem ferðast út fyrir landsteinana mega í dag taka toll- frjálsan varning inn í landið að hámarksverðmæti 65 þúsund krón- ur og verðmæti einstaks hlutar má ekki vera meira en 32.500 krónur. Þá eru sérstakar takmarkanir á því hve mikið af matvöru, áfengi og tóbaki má taka með inn í land- ið. Hámarkið er hvergi eins lágt í nágrannalöndunum og hér á landi. Innan ríkja Evrópusambandsins (ESB) er sambærilegt hámark 430 evrur, jafngildi ríflega 71.500 króna, en taka skal fram að milli tveggja ESB-ríkja eru allar vörur tollfrjálsar ef frá er skilið áfengi og tóbak. Fram kemur í nefndaráliti meirihlutans að fjárhagsviðmiðið hafi haldist óbreytt síðan í lok árs 2008 en gengi íslensku krónunn- ar hafi hríðlækkað. Því segi það sig sjálft að ferðamenn geti ekki komið með eins mikið af verð- mætum inn í landið og áður. Síðan síðustu breytingar voru gerðar hefur vísitala neysluverðs hækk- að um tæplega þriðjung og gengi Dýrari vörur munu brátt komast í gegn Hámarksverðmæti tollfrjálsra vara verður hækkað og hámark á stökum hlutum verður afnumið í tollinum, nái tillögur meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar fram að ganga. Ísland er með mun lægra viðmið í tollalögum en önnur lönd. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að tollur á reiðhjólum verði afnuminn. Sú aðgerð muni þó kosta ríkið um 30 milljónir króna. Í nefndarálitinu segir að það sé gert með það að markmiði að „efla vistvænar samgöngur og til samræmis við tillögur í skýrslu nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins frá september 2011, sem og ný- legar niðurfellingar, endurgreiðslur og lækkanir á opinberum gjöldum á vistvænar bifreiðar“. Tollur af reiðhjólum verði afnuminn HLUTIR MEGA KOSTA MEIRA Lög um hámarksverðmæti tollfrjálsra vara hafa verið eins frá árinu 2008, þrátt fyrir gengishrun íslensku krónunnar. krónunnar veikst um ríflega þriðj- ung. Þannig væri 65 þúsund króna hámarkið ríflega 100 þúsund krón- ur hefði það haldið í við gengis- þróun krónunnar á móti Banda- ríkjadal. Efnahags- og viðskiptanefnd fékk fjölda hagsmunaaðila og annarra sem málin varða á fund til sín, meðal annars forsvarsmenn frá embætti tollstjóra, ráðuneyt- inu, Samtökum verslunar og þjón- ustu, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og embætti Landlæknis. Þá barst nefndinni einnig fjöldi umsagna um málið. magnus@frettabladid.is sunna@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.