Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 10

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 10
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 RÚSSLAND, AP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meiri- hluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkja- menn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verð- ur sent til Vladimírs Pútíns for- seta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þing- mennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Banda- ríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rúss- landi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkj- anna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörg- um Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna rétt- lætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ætt- leiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússnesk- um dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkr- ar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lög- fræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttinda- samtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. gudsteinn@frettabladid.is 388 af 450 greiddu atkvæði með frum- varpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni g efur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: frjálst framlag á framlag.is gjafabréf á gjofsemgefur.is 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39 Rússar svara með ættleið- ingarbanni Meirihluti er á rússneska þinginu fyrir því að banna bandarískum foreldrum að ættleiða rússnesk börn. Viðbrögð við nýrri löggjöf í Bandaríkjunum um refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota í Rússlandi. RÚSSNESKA ÞINGIÐ Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Komu áhorfendum á óvart 1KÍNA Kínverskir sjónvarpsáhorf-endur ráku upp stór augu þegar kvikmyndin „V for Vendetta“ var sýnd þar nýverið. Í myndinni er fylgst með uppreisn stjórnleysingja gegn alræðisstjórn og fólk hvatt til að óttast ekki stjórnvöld. Margir höfðu talið að þessi mynd væri á bannlista í Kína, enda var hún aldrei sýnd þar í kvikmyndahúsum. „Við bjuggumst ekki við svona miklum viðbrögðum,“ sagði talskona ríkissjónvarpsins, hálf- undrandi. Talabani í Þýskalandi 2ÞÝSKA-LAND Jalal Talabani, forseti Íraks, er kominn á sjúkrahús í Þýskalandi þar sem færustu sér- fræðingar sinna honum. Hann fékk heilablóðfall í vikunni og óvíst er um batahorfur. Hann er þó sagður aðeins vera að hressast: „Hann er að byrja að ná áttum. Hann finnur til sársauka, og það er batamerki,“ segir Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra Íraks. Kauphöllin seld 3NEW YORK Kauphöllin í New York, sem starfað hefur í meira en tvær aldir, verður seld til kauphall- arinnar Intercontinental Exchange Inc., eða ICE, fyrir átta milljarða dala. Höfuðstöðvar nýju kauphallarinnar verða bæði í New York og í Atlanta. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt kaupin, en bandaríska fjármálaeftirlitið á enn eftir að leggja blessun sína yfir þau. UPPLÝSINGATÆKNI Ný öryggisvið- bót Google fyrir nýjustu útgáfu Android-stýrikerfisins (JellyBean 4.2) sem vinsa á óværu úr þeim fjölda smáforrita (appa) sem í boði eru reynist hafa takmarkaða virkni. Viðbótin, App Verification Ser- vice, greinir aðeins 15 prósent þekktrar óværu, eins og fram hefur komið í prófunum. Smáfor- rit frá vírus varnafyrirtækjum sem í boði eru fyrir snjall- síma og tölvur með Andro- id-stýrikerfi grípa aftur á móti frá 51% til allrar óværu. Óværa í gervi smá- forrita getur verið margvísleg, allt frá því að breyta tækinu í dreifistöð fyrir rusl- póst í að stela notenda- upplýsingum og til þess að njósna um notanda tækisins. Sé fólk með kveikt á öryggisvið- bótinni þá eru send boð í netský Google áður en smáforrit eru sett upp og síðan kemur viðvörun á skjá símans eða tölvunnar ef forritið er vafasamt eða uppsetning er stöðv- uð ef um þekkta óværu er að ræða. Samanburður öryggisviðbótar- innar, sem unninn var við tölvun- arfræðideild ríkisháskóla Norð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum, við fjölda vírusvarnaforrita leiðir hins vegar í ljós að notendum nægir ekki virknin ein til að tryggja öryggi tækja sinna. Í úttektinni er bent á að öryggisviðbótin styðj- ist ekki við gögn frá Total Virus, vírusv- arnafyrirtæki í eigu Google, sem standi sig mun betur en viðbótin ein. - óká Nýtt öryggisforrit Google stenst ekki kröfur: Grípur bara 15 prósent vágesta VINNUMÁL Lausn er ekki í sjón- máli í kjaradeilu hjúkrunarfræð- inga við Landspítalann. Sam- starfsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspít- alans fundaði síðast á miðviku- dag. Ekki liggur fyrir tímasetn- ing næsta fundar. „Viðræðurnar eru vingjarn- legar og við skiljum hver afstöðu annarra,“ segir Erna Einarsdótt- ir, framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs Landspítalans og formaður kjara- og launanefndar spítalans. „En forsenda lausnar er pening- ar og ekki komin nein niðurstaða enn þá.“ Hún segir hugmynd hafa verið reifaða á fundinum á miðvikudag og ákveðið að hittast aftur þegar búið væri að skoða hana. „En við fastsettum það ekki hvenær við myndum hittast.“ - óká Deila hjúkrunarfræðinga: Niðurstaða ekki í sjónmáli HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.