Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 28
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lág- tekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatrygg- ingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mán- uði fást engin svör. Þá eru ónefnd- ir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðis- kostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almanna- tryggingar, eins og Öryrkja- bandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyris- greiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarks- tekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjara- samninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyr- isgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekju- trygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerð- ingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækk- uðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberupp- bót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrú- ar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkan- irnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu pró- sentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkan- ir kjarasamninga. Hvað er hlið- stætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkun- ar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvem- ber) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlaga- frumvarpsins og til að fjárhæð- irnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verð- lag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygg- inga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu held- ur því engan veginn í við verð- lagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatrygg- ingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævi- langa örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frí- tekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjuteng- ingar draga úr sjálfsbjargarvið- leitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktar- gildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efna- hagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar. Að dæma fólk í örbirgð Það er hár - rétt sem fram kom í grein hér í blaðinu í gær að Orku- veita Reykja- víkur á margt ógert til að end- urvinna traust. Við starfsfólk- ið gerum okkur fulla grein fyrir því og að mörgu leyti höfum við leitað til uppruna veiturekstursins til að finna fjölina okkar. Vatnsveitan er dýpsta rót veitu- reksturs Reykjavíkurborgar; hún varð 103 ára í sumar. Aðgangur að hreinu neysluvatni er réttur íbúa. Til að tryggja þann rétt hafa sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu – hvert og eitt og öll í sameiningu – skilgreint vatnsverndarsvæði kringum vatnsbólin í Heiðmörk- inni, sem hátt í 200 þúsund Íslend- ingar nýta. Samkvæmt skipulags- reglugerð, reglugerð um neysluvatn og reglugerð um varnir gegn meng- un vatns þykir ekki réttlætanlegt að leyfa frístundabyggð eða fasta búsetu á þeim svæðum sem næst vatnsbólum eru. Þar rekast auð- vitað á hagsmunir; leigjenda sum- arhúsalóða og almennings. Ef við lítum nú á Heiðmörkina frá sjón- arhóli viðskiptavina vatnsveitunn- ar og spyrjum okkur: Hvað myndu menn segja ef vatnsveitan sjálf, Orkuveita Reykjavíkur, endurnýj- aði samninga um byggðina þrátt fyrir skýr fyrirmæli sveitarstjór- nanna og gildandi reglugerða? Skyti það ekkert skökku við? Væri það til þess fallið að endurvekja traust? Hvað segðu menn þá? OR Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar ÖRYRKJAR Guðmundur Magnússon formaður ÖBÍ Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ÖBÍ ➜ Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annað- hvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is ... úr fyrir harðgerða Íslendinga Michelsen Arctic Explorer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.