Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 48

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 48
10 • LÍFIÐ 21. DESEMBER 2012 ERLENT Mikill óróleiki erlendis Í Evrópu er mikill óróleiki og mörg ríki illa stödd. Gæti trúað að Evrópusambandið mundi byrja að líða undir lok á árinu. Þar kraumar mikil valdabar- átta undir og forræðishyggja stjórnarmanna gerir ekki gott fyrir ríkin almennt. Við eigum eftir að sjá miklar breytingar á valdastrúktúrnum í álfunni sem mun byrja á árinu 2013. Hvort það verður til góðs læt ég ósagt látið en það verða breytingar. Mikill óróleiki verður í Asíu og Afríku. Ég er hrædd um að liggi nærri alvarlegum átökum, en sýnist að hægt verði að bera klæði á vopn- in á elleftu stundu. Ve r ð m æ t t e f n i finnst í jörð í Afríku og verður mikil leynd yfir því til að byrja með. Ég held að það sé vegna þess að innfætt menntafólk þar í landi hefur töglin og hagldirnar í málinu. Þetta er efni sem á eftir að breyta miklu í ýmsum léttum iðnaði, mér finnst eins og það komi mikið í staðinn fyrir plast. Stórir skjálftar Það verða stórir jarðskjálft- ar á árinu í Suður-Ameríku og Asíu. Í Suður-Ameríku verð- ur mikill skaði, ég sé næstum fjöllin hrynja yfir borg. Veðr- átta á suðurhveli jarðar verð- ur mun rysjóttari en verið hefur og meiri kuldi. Nýr páfi verður kosinn á árinu og upp koma háværar radd- ir innan kaþólsku kirkjunnar um breytingar og leiðrétting- ar í ýmsum kirkjunnar málum. FJÖLMIÐLAR OG FRÆGIR Miklar breytingar hjá fjölmiðlum Í heimi fjölmiðlanna á Íslandi verða miklar breytingar og hrókeringar. Árvakur heldur sínu og þar verður allt við það sama, Davíð Oddsson og fé- lagar í sínum stólum. Birting- ur stendur svo höllum fæti að þar þarf að fá einhvern stóra bróður til hjálpar. Eitthvert nýtt fyrirkomulag á sjónvarpsmarkaðnum mun breyta þar miklu. Þarna kemur til sögunnar ný tölvutækni sem ég get ekki sagt meira um því ég hef ekkert vit eða inngrip í þau mál en það verða miklar breytingar. En ýmsir fjölmiðlar eiga erfitt, ég er t.d. hrædd um að Pressan syngi sinn svanasöng á árinu. Logi fer í sjálfsskoðun L o g i B e rg m a n n E i ð s s o n k e m u r áfram við sögu í fjölmiðlum. Hann fer í mikla sjálfs- skoðun á árinu og hjá honum verða mik la r b rey t ing- ar. Í lok árs kemur út önnur bók eftir hann að hluta sem á eftir að rjúka út sem heitar lummur. Páll Magnússon sjónvarps- stjóri verður mjög umdeild- ur um mitt ár en heldur sínum stól. Þar á bæ eru miklar sviptingar bak við tjöldin og fáum við lítið að vita um það fyrr en í lok árs þegar miklar breytingar verða. Þær tengjast að hluta til nýrri ríkisstjórn. Völva Lífsins fram- hald á næstu opnu GEFÐU ÍSLENSKA GJÖF UM JÓLIN! Gjafabréf frá ATMO er frábær jólagjöf. atmo.is | s. 552-3600 | Laugavegur 91 Meira en 60 ÍSLENSKT VÖRUMERKI á einum stað Opið alla daga fram að jólum frá 11- 22 og á Þorláksmessu frá 11-23 Næg bílastæði í bílahúsinu beint á móti ATMO

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.