Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 50

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 50
12 • LÍFIÐ 21. DESEMBER 2012 Bubbi Morthens fjölgar sér Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdótt- ir eru sæl með sig og sína. Það eru góðir tímar hjá þeim og nýtt barn, drengur, á árinu. Bubbi verður störfum hlaðinn við að semja og koma sinni tónlist á framfæri. Það er mikil og góð orka í kringum hann og þau bæði. Þóra Arnórsdóttir finnur ekki taktinn Þóra Arnórsdóttir er komin aftur til starfa hjá Ríkissjón- varpinu en finnur illa taktinn. Ég held að hún verði ekki nógu heilsugóð á árinu. Hún hættir hjá sjónvarpinu í október og mér sýnist að hún vinni sjálfstætt fyrir fjölmiðil eitthvað eftir það. Elín Hirst er farin úr fjölmiðlum yfir í pólitík og á eftir að gera þar nokkrar rispur og hún fær mikið fylgi. Mér finnst eins og hún fari í nýjan flokk sem kemur manni að á þingi. Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmunds- son koma með nýjan sjón- varpsþátt á árinu sem fær góða dóma hjá ungu fólki en þeir ná ekki að skemmta 40+. Auðunn Blöndal mun einnig verða á skjánum en líka leika í kvikmynd eða einhverjum þáttum sem lofa góðu fyrir hann. Fréttakonurnar á Stöð 2 þær Sigríð- ur Elva og Sigrún Ósk eignast báðar stúlkur á árinu. Það gengur allt vel en margir munu sakna þeirra af skjánum, en þær koma aftur. Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir hverfur af landi brott. Ég sé Ástralíu hjá henni, hún verður erlendis að gera garð- inn frægan næstum allt árið. Í einkalífinu má segja að hún setji í bið á meðan. Unnur Birna söðlar um Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir stofnar fyrirtæki út úr öðru fyrirtæki. Það gengur vel. Ég sé hönnuði vinna mikið fyrir hana, þetta verður einhvers konar umboðsfyrirtæki sýnist mér. Hún mun eignast dreng á árinu og blómstra sem aldrei fyrr. Völva Lífsins fram- hald á næstu opnu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.