Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 80
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 56 TÓNLIST ★★★ ★★ Þórir Georg I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright KIMI RECORDS Margir muna eflaust eftir Þóri Georg undir nafninu My Summer as a Salvation Soldier. Hann hefur einnig verið meðlimur í hljómsveit- unum Gavin Portland og Death Metal Supersquad og því átt nokk- uð langan og fjölbreyttan feril þrátt fyrir ungan aldur. I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright er önnur breiðskífa Þóris undir hans eigin nafni, en hann sér sjálf- ur um allt sem plötunni viðkemur – allt frá lagasmíðum og hljóðfæra- leik til hönnunar umbúða. Listamenn á borð við Will Old- ham og Bill Callahan eru augljós- ir áhrifavaldar Þóris, sem virðist sækja í lágstemmdan hljóm indí- rokktónlistar frá miðvesturríkj- um Bandaríkjanna. Eins og titill- inn á plötunni gefur til kynna er hún nokkuð melankólísk, eða bit- ursæt svo slett sé á íslensku, sem er í takt við fyrri verk Þóris. Þetta eru róleg kassagítarlög í grunninn, með sterkum melódíum rafmagns- gítara og orgels, sem heppnast oft og tíðum ágætlega. Platan er ekki meðal þeirra aðgengilegustu en vinnur á við hverja hlustun. Bestu lög plötunnar eru „You Know“ auk titillagsins, bæði mjög frambæri- leg. Lagið „Afmæli“ er ástaróð- ur Þóris til eiginkonu sinnar, með kímnum texta sem hægt er að brosa yfir. Lögin „Crawl“ og „Rautt“ hafa ákveðinn Kurt Weill, eða jafnvel Tom Waits-fíling og venjast þau furðuvel. Það sama á við um lagið „Changes,“ þar sem er orgelið leik- ur lykilhlutverk í góðum stíganda. Björn Teitsson NIÐURSTAÐA: Melankólískt en jafnframt fallegt verk frá áhugaverðum listamanni. Vinnur á við hverja hlustun ÞÓRIR GEORG „Eins og titillinn á plötunni gefur til kynna er hún nokkuð melankólísk, eða bitursæt svo slett sé á íslensku, sem er í takt við fyrri verk Þóris.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Zero Dark Thirty í leikstjórn Kathryn Bigelow er besta kvik- mynd ársins 2012 samkvæmt vef- síðunni Metacritic.com. Þar eru teknir saman topp tíu listar virt- ustu gagnrýnenda Bandaríkjanna og Bretlands yfir bestu mynd- ir ársins, þar á meðal frá The Guardian, The New York Times, Time, Entertainment Weekly og Rolling Stone. Zero Dark Thirty fjallar um leitina að Osama bin Laden og var nýlega tilnefnd til fernra Golden Globe-verðlauna. Myndin er með 95 í einkunn af 100 mögulegum hjá Metacritic. Síðasta mynd Bige- low, The Hurt Locker, hlaut sex Óskars verðlaun og búast margir við því að Zero Dark Thirty feti í fótspor hennar á næstu Óskars- verðlaunahátíð í Hollywood. Í öðru sæti á listanum er franska myndin Amour sem vann Gull pálmann í Cannes fyrr á árinu. Hún fjallar um fyrrum tón- listarkennara og hjón sem eru á níræðis aldri. Númer þrjú á listanum er Lin- coln í leikstjórn Stevens Spiel- berg, sem fjallar um Bandaríkja- forsetann Abraham Lincoln. Hún var tilnefnd til sjö Golden Globe- verðlauna á dögunum, þar á meðal aðalleikarinn Daniel Day-Lewis. Moonrise Kingdom, nýjasta mynd Wes Anderson, er í fjórða sæti, og í því fimmta er The Master í leikstjórn Pauls Thomas Anderson (Magnolia, Boogie Nights). Hún er með Joaquin Phoenix og Philip Seymour Hoff- man í aðalhlutverkunum og fjallar um náunga sem snýr aftur heim eftir að hafa verið í sjóhernum. ZERO DARK THIRTY BEST Kvikmynd um leitina að Osama bin Laden er á toppnum hjá síðunni Metacritic. BEST Zero Dark Thirty í leikstjórn Kathryn Bigelow er besta mynd ársins 2012. AMOUR Franska myndin vann Gullpálmann í Cannes. LINCOLN Daniel Day-Lewis leikur fyr- rum Bandaríkjaforsetann Lincoln. MOONRISE KINGDOM Bruce Willis og Edward Norton leika í nýjustu mynd Wes Anderson. Næsta plata Queens Of The Stone Age kemur út í mars á næsta ári. Þá verða liðin sex ár síðan Era Vulgaris kom út. Eins og komið hefur fram trommar Dave Grohl úr Foo Fig- hters á plötunni eins og hann gerði á Songs For The Deaf sem kom út 2002. Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, sagði nýlega að lögin sem búið væri að taka upp með Grohl hljómuðu eins og að hlaupa í draumi. Trent Reznor og Nick Oliv eri, fyrrum bassaleikari sveitarinnar, spiluðu einnig á plötunni. Queens með plötu í mars NÝ PLATA Queens of the Stone Age gefur út nýja plötu í mars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.