Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 85

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 85
FÖSTUDAGUR 21. desember 2012 | MENNING | 61 Hugh Jackman lýsir eiginkonu sinni, Deborra-Lee Furness, sem stórkostlegustu leikkonu sem hann hafi á ævinni kynnst. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðning hennar og vill að hún snúi brátt aftur á vinnumarkaðinn sjálf. „Hjá okkur hefur fjölskyld- an ávallt forgang, en ég er mjög meðvitaður um að Deb hefur fært fleiri fórnir en ég. Ég veit að hún mun snúa aftur í leiklistina og ég segi oft við hana: Þú verður að byrja að vinna aftur því þú ert of hæfileikarík til að gera það ekki,“ sagði Jackman í sjónvarpsviðtali við Katie Couric. Þegar hann var spurður hvort leiklistin geti haft slæm áhrif á sambandið sagðist Jackman kynna eiginkonu sína fyrir öllum mótleikkonum sínum áður en tökur hefjast. „Margir spyrja mig: „Hvað finnst Deb um þetta?“ Það sem ég geri er að ég býð öllum út að borða áður en tökur hefj- ast. Flestar mótleikkonur mínar verða hrifnari af Deb en mér,“ sagði hjartaknúsarinn. Þakklátur eiginkonunni ÞAKKLÁTUR Hugh Jackman er þakk- látur eiginkonu sinni og segir hana hafa fært fleiri fórnir en hann. NORDICPHOTOS/GETTY Gallalaus húð leikkonunnar Umu Thurman hefur komist á síður blaða vestanhafs en hún þver- tekur fyrir að hafa nokkru sinni lagst undir hnífinn. Aðspurð hvað hún geri til að halda sér svona vel þakkar hún íslenska EGF-dag- kreminu fyrir og segist algjörlega elska það. Samkvæmt Dailymail í Brelandi drekkur hún þar að auki mikið vatn og er líka dugleg að skvetta því framan í sig. Leikkonan ber aldurinn afar vel en hún er 42 ára gömul. Hún eign- aðist sitt þriðja barn í júlí síðast- liðnum, dótturina Rosalindu Thur- man-Busson, sem hún á með Arpad Busson en þau hafa verið saman með hléum frá árinu 2007. Elskar íslenskt krem UMA Leikkonan þykir með eindæmum ungleg og skýrir hún það með notkun á íslensku kremi og vatnsdrykkju. Það er full vinna að fylgjast með sambandi Selenu Gomez og Just- ins Bieber þessa dagana. Eftir að staðfest var í byrjun nóvember að þau væru hætt saman sáust þau þó ítrekað saman, það frétt- ist af þeim að borða kvöldmat og eins sáust þau kyssast. Nú á Selena þó að hafa fengið alveg nóg eftir að Justin tók upp á því að vingast við fyrrverandi kærasta hennar, Nick Jonas, í borðtennisleik. Hún á í kjölfarið að hafa sagt sambandi þeirra endanlega lokið. Saman eða í sundur? Selena Gomez og Justin Bieber hafa sést saman síðan sambandinu lauk. ENDANLEGA LOKIÐ Selena Gomez á nú að hafa fengið sig fullsadda á Justin í eitt skipti fyrir öll. NORDICPHOTOS/AFP Leikkonan Lindsay Lohan hefur ekki efni á sálfræðingi en hana langar að komast að hjá einum slíkum vegna nýs fangelsis- dóms sem hún á nú yfir höfði sér. Frá þessu greinir vefsíðan Radar Online. „Lohan er í öngum sínum yfir að þurfa hugs- anlega að fara aftur í fangelsi og vill leita sér hjálpar en hún hefur ekki efni á að fara til sálfræðings.“ Lohan skuldar háar fjárhæð- ir, meðal annars er skatturinn á eftir henni, en á dögunum fékk hún peningagjöf frá Charlie Sheen sem kenndi í brjóst um vandræða- gemlinginn. Lohan á yfir höfði sér nýjan fangelsisdóm vegna brota á skilorði, en undanfarin misseri hefur hún ítrekað verið tekin fyrir ölvun undir stýri, stuld og líkams- árásir. Ekki efni á sál- fræðingi LINDSAY LOHAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.