Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 86

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 86
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SPORT | 62SPORT FÓTBOLTI Liverpool fær erfitt verk- efni í 32 liða úrslitum Evrópu- deildar UEFA en liðið mætir hinu moldríka rússneska liði Zenit St. Pétursborg. Það logar reyndar allt stafna á milli hjá Zenit þessa dagana í kjöl- far þess að stuðningsmenn liðsins hafa krafist þess að liðið losi sig við alla leikmenn sem ekki eru hvítir á hörund. Þeir hafa einnig tekið sérstaklega fram að þeir vilji ekki sjá neina samkynhneigða í lið- inu heldur, þó svo að ekki sé vitað til þess að neinn leikmanna liðsins sé hommi. Þar sem Evrópumeistarar Chelsea lentu aðeins í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni fara þeir í 32 liða úrslit Evrópu- deildarinnar. Chelsea fær þar slag gegn Sparta Prag og handan við hornið gæti Ajax beðið. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham fá erfitt verkefni, en þeir mæta franska liðinu Lyon og komist liðið áfram er líklegt að ítalska liðið Inter bíði. „Lyon er frábær andstæðingur. Þetta er ein af rimmum umferð- arinnar,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham. „Okkar rimma sem og rimma Liverpool og Zenit eru eins og Meistaradeildarrimmur. Það er mikilvægt fyrir þessa keppni að fá svona slag. Við erum lið sem vill komast í Meistaradeildina og þá þurfum við að venjast því að spila við lið eins og Lyon sem hefur mikla reynslu í Meistaradeildinni og er gríðarlega sterkt.“ Fyrri leikirnir í 32 liða úrslitun- um fara fram 14. febrúar og seinni leikirnir viku síðar. Sextán liða úrslitin verða aftur á móti spiluð 7. og 14. mars næstkomandi. - hbg Liverpool á leiðinni til Rússlands Athyglisverðir leikir á dagskránni í 32 og 16 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. ÁFRAM GAKK Liverpool ætlar sér stóra hluti í Evrópudeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY 32 liða úrslit: BATE - Fenerbahce Inter - CFR Cluj Levante - Olympiakos Zenit St. Pétursborg - Liverpool Dynamo Kiev - Bordeaux Bayer Leverkusen - Benfica Newcastle - Metalist Stuttgart - Genk Atletico Madrid - Rubin Kazan Ajax - Steaua Búkarest Basel - Dnipro Anzhi - Hannover Sparta Prag - Chelsea Borussia Mönchengladbach - Lazio Tottenham - Lyon Napoli - Victora Plzen 16-liða úrslit: Napoli - Victoria Plzen / Bate - Fenerbahce Leverkusen - Benfica / Dynamo Kiev - Bordeaux Anzhi - Hannover 96 / Newcastle - Metalist Stuttgart - Genk / Mönchengladbach - Lazio Tottenham - Lyon / Inter - CFR Cluj Levante - Olympiacos / A. Madrid - Rubin Kazan Basel - Dnipro / Zenit - Liverpool Ajax - Steaua Búkarest / Sparta Prag - Chelsea FÓTBOLTI Hinn 44 ára gamli þjálf- ari Barcelona, Tito Vilanova, gekkst í gær undir aðgerð vegna krabbameins. Félagið tilkynnti í gær að aðgerðin hefði gengið vel. Þetta er önnur krabbameins- aðgerð þjálfarans á rúmu ári en hann var einnig skorinn upp í nóvember á síðasta ári. „Aðgerðin gekk vel en það mun skýrast síðar hvenær hann snýr aftur. Sjúklingurinn hefur óskað þess að hann fái frið í veikindum sínum og að trúnaður sé um stöðu meðferðar,“ segir í yfirlýsingu frá Barcelona. Vilanova fer nú í lyfja- og geislameðferð sem áætlað er að muni taka sex vikur. Hvernig heilsan verður eftir þá meðferð mun koma í ljós síðar. Á meðan Vilanova er fjarver- andi mun aðstoðarmaður hans, Jordi Roura, stýra Barcelona-lið- inu. - hbg Aðgerðin gekk vel Í FRÍI Vilanova hverfur úr sviðsljósinu næstu vikurnar. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, bætti eigið Íslandsmet í 600 metra hlaupi innanhúss á Jólamóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Aníta kom í mark á tímanum 1:27,73 sekúndur og bætti árs- gamalt Íslandsmet sitt um tæpar fimm sekúndur. Þetta er annað Íslandsmet Anítu á fimm dögum því hún bætti 34 ára gamalt Íslandsmet í 1000 metra hlaupi innanhúss á sunnudaginn. Aníta bætti eigið met Einn af jólaglaðningum Heilsuhússins – Skemmtileg nýjung í jóla- og áramótaveislur Laugavegi • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla • Akureyri • Selfossi Fæst með rúsínum og sultuðum appelsínum, með súkkulaði og hrein - Pandoro. ÍÞRÓTTIR AP-fréttastofan er byrj- uð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþrótta- maður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem frækn- asti íþróttamaður í sögu Ólympíu- leikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síð- ustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stund- um,“ sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaður- inn LeBron James. Spretthlaupar- inn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþrótta- fólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér.“ Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gull- verðlaun en hann í sögu Ólympíu- leikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri.“ Phelps er gríðarlega hæfileika- ríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþrótt- inni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síð- ast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sund- kappanum. Eftir áralanga þjálf- un ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfir- sterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér. henry@frettabladid.is Phelps valinn sá besti í ár AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eft irsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. LIÐTÆKUR Phelps reynir nú fyrir sér í golfi. NORDICPHOTOS/GETTY ENGUM LÍKUR Michael Phelps skrifaði íþróttasöguna á árinu sem nú er að líða. Hans afrek verða seint leikin eftir enda einstök. NORDICPHOTOS/GETTY Íþróttafréttir ársins árið 2012 AP-fréttastofan hefur birt lista yfir stærstu íþróttafréttir ársins. 1. PENN STATE. Hinn goðsagnakenndi þjálfari Penn State-háskólans, Jerry Sandusky, reyndist vera barnaníðingur. Hinn 68 ára gamli Sandusky var dæmdur í 30-60 ára fangelsi fyrir brot sín. 2. LANCE ARMSTRONG. Hjólreiðakappinn reyndist vera svindlari og svindlið var skipulagt. Hann hefur misst alla Tour de France-titlana. 3. NFL OFBELDI. Sannað var að lið New Orleans Saints hefði greitt leik- mönnum aukalega fyrir að meiða lykilmenn andstæðinganna. 4. HEILAHRISTINGAR Í NFL. Þúsundir fyrrum leikmanna NFL-deildar- innar hafa lögsótt deildina fyrir að vernda sig ekki nógu vel. 5. ÓL Í LONDON. Þóttu einstaklega vel heppnaðir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.