Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 18 É g var með manga-fígúru eftir japanska listakonu innan á hand-leggnum, sem var alls ekki nógu vel gerð. Eins var ég ekki viss um að ég yrði ánægð með manga-fígúru þegar ég yrði áttræð og vildi fá eitthvað annað yfir,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðar-dóttir vöruhönnuður þegar hún er spurð út í nýlega húðflúraðan upphand-legginn. „Mig langaði í einhvers konar útfærslu á japanskri þjóðsagnafræði. Thomas Asher húðflúrari er sérfræðing-ur í japönskum stíl og ég sagði honum bara að ég vildi blóm og trönu og hann útfærði þetta á handlegginn á mér.“Þrátt fyrir að nýja húðflúrið sé tals-vert stærra og litskrúðugra hefur Ragnheiður litlar áhyggjur af því að það valdi henni hugarangri þegar hún kemst á áttrætt, það eigi vel við hennar karakter. „Ég elska Japan og hef alltaf gert. Sumir eru auðvitað ekki hrifnir af húð-flúri og nokkrum í fjölskyldunni leist ekkert á þetta. Amma spurði mig einmitt hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði gömul! En húðflúr er svo mikið í tísku í dag að þegar ég fer á elliheimilið verður þetta bara „normið“.“Alls tók sjö klukkutíma að fullgera flúrið, sem Ragnheiður segir hafa tekið á. Hún er með fjögur önnur húðflú álíkaman EFTIRSÓTTAR HANDTÖSKURBrasilíski hönnuðurinn Serpui Marie hannar eftirsóttar handtöskur sem frægar konur á borð við Madonnu og Jennifer Aniston ganga með. Hönnuðurinn sækir inn- blástur í sveitina í heimalandinu og blandar saman skemmtilegum efnum. Fjallað hefur verið um Marie í helstu tískublöðum heims. Sjá serpuimarier.com. ÖMMU LEIST EKKI ÁHÚÐFLÚR Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður beit á jaxlinn í sjö klukkustundir meðan hún fékk húðflúr á handlegginn. Nú langar hana í fleiri. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 NÝ SENDING - NÝR LITUR teg 42027 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur við kr. 1.995,- Ný kynslóð Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 56 9 3100 g.is eirber Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fæturNÝIR BÍLARFIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2013 KynningarblaðTækninýjungar, rafmagnsbílar, fjölskyldubílar, sendibílar, framtíðarbílar og bílasmíði Bílabúð Benna frumsýndi nýleg Chevrolet Volt, sem er langdrægur rafmagnsbíll með bensínrafal. Það leysir þau vandamál sem fylgja bílum sem eingöngu eru knúnir rafmagni og hafa stutt ökudrægi. „Volt er í stuttu máli þann- ig gerður að han er knúinn raf- magni, en þegar rafmagns hleðslan nær lágmarki tekur bensín rafall við og framleiðir rafmagn inn á rafhleðsluna,“ segir Benedikt Eyjólfs son hjá Bílabúð Benna. „Þetta er lykilatriðið, fólk lend- ir því aldrei í þeim leiðindum sem fylgja því að verða stopp einhvers staðar vegna rafmagnsleysis, hvort sem það er innan- eða utan- bæjar. Rafmagnið getur klárast í að draga þá í burtu – slíkt gerist aldrei í Volt,“ segir Benedikt. Chevrolet Volt er fyrsti lang- drægi rafbíll sögunnar og kemst um 500 km á einni rafhleðslu og fullum bensíntanki. „Á rafhleðsl- unni einni saman kemst hann um 60 km. En 60 km drægi dugir í flestum tilvikum fyrir allan dag- legan akstur og menn geta því jafnvel sagt bless við bensínið fyrir fullt og allt. Chevrolet Volt er því mjög raunhæfur möguleiki hér og ú áh Volt er langd ægur rafm gn bíll 2 SÉRBLÖÐ Nýir bílar | Fólk Sími: 512 5000 17. janúar 2013 14. tölublað 13. árgangur Hjálparlína verði opnuð Fagaðilar leggja til að hjálparlína vegna kynferðisafbrota verði sett á laggirnar fyrir fórnarlömb, aðstand- endur og gerendur. 6 Draumurinn úti Júlli neitar að yfir- gefa verslunina Drauminn sem hann hefur misst til lánardrottna. 2 Vilja óbreytt mengunarákvæði Þrjú orkufyrirtæki hafa óskað eftir því að gildistöku mengunarákvæðis vegna brennisteinsvetnis verði frestað um sex ár. 4 Efast um verðmat Ásvalla Bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði segist enn hafa efasemdir um verðmat á Ásvöllum. 8 og flott útsala Fjörug Opið til 21 í kvö ld MIKIÐ ÚRVAL – YFIR 50 GERÐIR FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ SKOÐUN Friðrik Rafnsson segir standklukkur í mannsmynd pínlega tímaskekkju. 18 MENNING XL, ný kvikmynd Marteins Þórssonar, verður frumsýnd á morgun. 46 Bolungarvík 1° A 5 Akureyri 0° SA 3 Egilsstaðir 1° S 2 Kirkjubæjarkl. 5° SA 5 Reykjavík 3° A 7 HVESSIR SÍÐDEGIS Gengur í stífa suðaustan síðdegis með úrkomu um sunnan og vestanvert landið. Hiti 0-7 stig. 4 UMHVERFISMÁL Verði veruleg ólykt af síldinni í fjörum Kolgrafafjarð- ar ætti að vera mögulegt að plægja hana niður eða grafa í skurði. Þetta er mat Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Vesturlands. Að öðru leyti fari best á því að láta náttúru- legt niðurbrot hafa sinn gang. Stofnanirnar telja þó nauðsyn- legt að fylgjast vel með og endur- meta stöðuna ef athuganir bendi til að fuglum stafi hætta af grút. Umhverfisstofnun og Vega- gerðin munu fara yfir upplýsingar um dýpi, vatnsskipti og strauma við brúna yfir Kolgrafafjörð. Umhverfis stofnun segir í tilkynn- ingu að vatnsskipti í firðinum séu óbreytt frá því sem var áður en brúin var byggð. Í Fréttablaðinu í dag kemur hins vegar fram að nokkuð skorti á vökt- un lífríkis eftir að firðir séu þver- aðir með brúm. - kóp, shá / sjá síðu 16 Stofnanir telja best að láta náttúruna um niðurbrot síldar í Kolgrafafirði: Hægt að plægja síldina niður ÚR KOLGRAFAFIRÐI Um þrjátíu þúsund tonn af dauðri síld eru í firðinum. MYND/BJARNI SIGURBJÖRNSSON VIÐSKIPTI Miklir vaxtarmöguleikar eru á íslenskum hlutabréfamarkaði að mati greiningardeildar Íslands- banka. Í skýrslu, sem rækilega er merkt þannig að hún sé ekki ætluð almenningi, er því spáð að gengi hlutabréfavísitölunnar muni hækka um 14 prósent á árinu 2013 og fjög- ur ný félög verði skráð á markað. Skýrslan var kynnt á morgun- verðarfundi með fjárfestum 10. janúar. Fjölmargir fjárfestar sátu fundinn, bæði fulltrúar verðbréfa- og lífeyrissjóða og einstaklingar. Greiningardeildin segir að fjár- magnshöft skekki verðmyndun og beini fjárfestum sem eigi krónur að innlendum fjárfestingarkostum. Það ýti verði þeirra upp. Þá haldi höftin vöxtum niðri, sem hækki eignaverð. Þetta geti valdið bólu á innlendum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir varnaðarorðin voru viðskipti gríðarlega mikil í kjölfar fundarins. Sama dag og hann var haldinn var velta með hlutabréf í Kauphöllinni 2,4 milljarðar og 2,6 milljarðar daginn eftir. Hlutabréfa- vísitalan hækkaði um 1,7 prósent og hefur hækkað áfram. - þsj, mþl / sjá síðu 12 Segja hættu á bólu á markaði vegna hafta Íslandsbanki telur góða möguleika á vexti hlutabréfamarkaðar. Höftin geti þó skapað bólu á markaði. Skýrsla, ekki ætluð almenningi, var kynnt fjárfestum í síðustu viku. Hlutabréfaviðskipti tóku kipp og verð hækkaði eftir fundinn. 128 milljarðar er áætluð hrein fj árfestingar þörf lífeyris- sjóðanna á árinu 2013. BANDARÍKIN Hugbúnaðarsér- fræðingur í bandarísku fyrir- tæki útvistaði allri vinnu sinni til Kína og eyddi dögum sínum í vinnunni á netinu. Upp komst um manninn þegar fyrirtækið lét kanna öryggismál sín. Þá fundust tengsl við Kína og í ljós kom að maðurinn hafði gefið fyrirtæki í Shenyang aðgang að vinnutölvu sinni í marga mánuði. Við nánari skoðun fundust mörg skjöl með reikningum til manns- ins frá kínverska fyrirtækinu. Þá eru vísbendingar um að maðurinn hafi gert slíkt hið sama í vinnu hjá fleiri fyrirtækjum. Hann hafi verið með um 250 þús- und dollara í árslaun, eða rúmar 32 milljónir króna, en þurfti bara að borga Kínverjunum fimmtung launanna. - þeb Hékk sjálfur á netinu: Útvistaði vinnu sinni til Kína HANDBOLTI Ísland steinlá fyrir geysisterkum Dönum, 36-28, á HM í handbolta í gær. Strákarn- ir okkar héldu nokkurn veginn í við Danina í fyrri hálfleik en áttu aldrei möguleika í þeim síðari. Úrslitin þýða að Danir eru öruggir með fyrsta sætið í riðl- inum en Ísland er í fjórða sæti fyrir lokaumferð riðla keppninnar á föstudaginn. Ísland mætir þá Katar í úrslitaleik um fjórða sætið en strákarnir geta skotist upp í þriðja sætið ef Danir vinna Makedóníu á sama tíma. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, lofaði því eftir leik að hans menn myndu gera sitt besta gegn Makedóníu. Hann getur þó leyft sér að gefa öllum sínum bestu leikmönnum frí í þeim leik. Liðið sem endar í fjórða sæti B-riðils mætir líklega Frökkum, einu besta liði heims, í 16 liða úrslitum. Það vilja strákarnir okkar forðast í lengstu lög. - esá / sjá síðu 40 Stórt tap gegn Dönum: Strákarnir stóla á Danmörku SPORT Milan Stefán Jankovic var ráð- inn aðalþjálfari Grindavíkur í þriðja sinn. 42 VONBRIGÐI Ísland steinlá fyrir Danmörku á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Katar á föstudaginn og þurfa nauðsyn lega sigur í þeim leik til að komast í 16 liða úrslitin. Þeir voru heldur daufir í dálkinn eftir leikinn í gær eins og sjá má á svip Björgvins Páls Gústavssonar. MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.