Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 44
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 „Við höfum haldið nýárstónleika í Salnum árlega frá 2004 en nú færum við okkur í Kaldalóns- sal Hörpu og efnum til dansleiks eftir hlé,“ segir Sigurður Ingvi Snorrason, klarínettuleikari og stjórnandi hljómsveitarinnar Salon Islandus. „Við gerðum þennan sama hlut í Miðgarði í Skagafirði í fyrra með karlakórnum Heimi. Helga Rós Indriðadóttir stjórnaði kórn- um og söng ásamt Óskari Péturs- syni. Það var svo vel heppnað að við ákváðum að líkja eftir því og fara í Hörpu til að hafa nóg pláss,“ upplýsir Sigurður Ingvi. „Diddú er með okkur og líka Karlakór Reykjavíkur. Þar eru miklir vinir okkar hjónanna, Anna Guðný, kona mín, hefur verið meðleikari í kórnum í yfir 20 ár og á ferðalögum og í öðrum selskap hef ég verið eins og ein af eiginkonunum!“ Hljómsveitina skipa, ásamt Sig- urði Ingva, þau Sigrún Eðvalds- dóttir og Zbigniew Dubik á fiðl- ur, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Martial Nareau á flautu, Anna Guðný Guðmunds- dóttir á píanó og Pétur Grétars- son á slagverk. „Við ætlum að vera með um klukkutíma tón- leika þar sem karlakórinn syngur með okkur, meðal annars frum- útgáfuna af Dónárvalsinum sem Jóhann Strauss skrifaði upphaf- lega fyrir karlakór en breyttist síðan í þá mynd sem við heyrum oftast í dag,“ lýsir Sigurður Ingvi. „Svo spilar Sigrún Eðvaldsdóttir alltaf einleik í einu verki á nýárs- tónleikum og bregður ekki útaf því nú.“ Í hléinu verður gólfið rutt. „Fólk fær sér hressingu meðan það gengur yfir,“ stingur Sig- urður Ingvi upp á. „Síðan verður stutt danssýning tveggja para, annað þeirra er Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Svo verður bara slegið upp balli og þá getur almenningur svifið í vals, polka og tangó undir okkar tónum.“ Spurður hvort karlakórinn verði með hljómsveitinni líka eftir hlé svarar Sigurður: „Kór- inn verður auðvitað ekki langt undan. Konur kórmanna verða í salnum svo þeir skella sér örugg- lega í dansinn. En hver veit nema þeir gefi eitt númer undir lokin.“ Sigurður Ingvi segir ekki hafa verið settar fram kröfur um sér- stakan klæðnað á ballinu en kveðst reikna með að fólk verði prúðbúið. En hafa farið fram ein- hverjar dansæfingar? „Nei, en ef svona dansleikur verður að hefð gæti það leitt af sér áhuga á slíku. Það má ekki gleyma því að á þess- um árstíma eru svona böll úti í Evrópu, að minnsta kosti í Vínar- borg þar sem ég þekki til, og eru búin að vera í að minnsta kosti í hundrað ár. Þeirra frægast er auðvitað stóra ballið í ríkisóper- unni í Vín þar sem austurríska Fílharmónían spilar fyrir dansi.“ Sigurður Ingvi kveðst vona að þessi nýbreytni heppnist vel og tekur fram að Davíð Ólafs- son söngvari ætli að stjórna sam- komunni og leiða bæði tónlistar- fólk og gesti í gegnum dagskrána. gun@frettabladid.is Á þessum árstíma eru svona böll úti í Evrópu, að minnsta kosti í Vínarborg þar sem ég þekki til, og eru búin að vera í að minnsta kosti í hundrað ár. Sigurður Ingvi Snorrason, stjórnadi MENNING Svifi ð um gólfi ð undir svellandi tónlist Vínardansleikur verður í Hörpu nú á laugardaginn, 19. janúar, að undangengnum árlegum nýárstónleikum hljómsveitarinnar Salon Islandus. Þetta er nýjung í reykvísku skemmtanalífi og það er Sigurður Ingvi Snorrason tónlistarmaður sem stendur fyrir henni. ÞAU SJÁ UM TÓNLISTINA Salon Islandus, Karlakór Reykjavíkur og Diddú leika og syngja sívinsæla Vínartónlist fyrir hlé. INNKÖLLUN Á VATNSVÉLUM Kæru viðskiptavinir. BYKO hefur innkallað tvær gerðir af vatnsvélum. Er þetta gert af öryggis ástæðum, en komið hefur í ljós að við ákveðnar aðstæður geta vélarnar ofhitnað og skapað hættu. BYKO biður þá sem hafa keypt slíkar vatnsvélar hjá okkur að skila þeim í næstu verslun BYKO gegn endurgreiðslu. ÍTREKUN Vnr. 65105790 Borðvatnsvél. Vnr. 65105795 Vatnsvél. MYNNDLIST ★★★ ★★ Aðdráttarafl – hringlaga hreyfing Björk Viggósdóttir HAFNARBORG Það var líf í tuskunum á opnun sýningar Bjarkar Viggósdóttur í Hafnarborg um síðustu helgi. Sýningin ber heitið Aðdráttar- afl – hringlaga hreyfing, og börn og fullorðnir sveifluðu sér í tólf stórum eins konar hengirólum úr nælonefni, sem hanga í fjórum reglulegum röðum í aðalsal safns- ins. Aðrir reyndu sig við svera og brakandi nýja kaðla í hliðarsaln- um uppi, og reyndu að klifra eins hátt upp og þeir gátu, enda hvetur listamaðurinn til þess að fólk leiki sér í verkinu: „Gestum er velkomið að nota rólurnar og klifra í köðl- unum. Farið varlega og gætið að börnunum,“ segir í skilaboðum á sýningunni. Daginn eftir opnun var rólegra um að litast, undirritaður var einn í salnum og yfirbragðið ólíkt. Nú var maður eins og Palli sem var einn í heiminum og gat rólað sér óáreittur í öllum rólunum og klifr- að í öllum köðlunum. Kaðlarnir eru átta talsins og hengdir upp í hring í salnum. Þeir eru langir, og neðri endi þeirra hringast upp á gólfinu, eins og kóbraslanga hjá slöngutemjara. „Hringlaga hreyfingin“ heldur áfram í myndbandi í stóra salnum þar sem hringlaga form úr pappír hreyfast hægt í hringi undir seið- andi tónlist með austrænu ívafi. Til viðbótar má segja að í hinu myndbandsverkinu, í hliðar- salnum hjá köðlunum, sé Björk í hringlaga hreyfingu einnig. Hún fer ofan í jörðina í hellaskoðun og upp í háloftin í flugvél, með við- komu á jörðinni, hjá sjávarkletti og blaktandi fánaborg rauðra fána, en þessar svipmyndir eru síðan spil- aðar í lúppu, hring eftir hring. Hér er því í reynd um tvær inn- setningar að ræða þar sem hlutir, hljóð og myndir spila saman. Sýn- ingin er þó ekki eingöngu fyrir augað, því listamaðurinn er hér að vinna með hugmyndina um aðdráttarafl jarðar og togkraft- ana sem í því felast. Þetta vill Björk að maður upplifi með því að róla sér í rólunum og hífa sig upp á köðlunum, og myndböndin spila með á ljóðrænan hátt og tákna m.a. hreyfingu jarðar og augna- blik í tíma og rúmi. „Aðdráttar- afl jarðar er öryggisfesting sem heldur heiminum saman og okkur á jörðinni. Það þarf tvo krafta til að halda hlutum á hreyfingu og togstreitan á milli átaks og hvíld- ar verður að leiðarstefi hér,“ segir í texta Klöru Þórhallsdóttur í sýn- ingarskrá. Það er heilmikill leikur í þess- ari sýningu. Hún er áferðarfalleg og formræn og að mörgu leyti má segja að verið sé að teikna inn í rýmið. Helsti ókosturinn við sýninguna er að of margir kraftar eru að verki í einu, sem verður til þess að meginhugmyndin um togið verður veikari en ella. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Það er leikur í sýning- unni, hún er falleg fyrir skynfærin, en hugmyndalega skortir upp á slagkraftinn. Leikið með togið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.