Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA VELGENGNI Tinna Alavis hefur verið vinsæl fyrirsæta hér á landi sem erlendis. Hún vekur athygli fyrir smekklegan klæðaburð, enda hefur hún mikinn áhuga á öllu er snertir tísku. MYNDIR/BRAGI KORT ÚTSALA Í FULLUM GANGI! NÝ SENDING AF DRÖGTUM! Skipholti 29b • S. 551 0770 Kjólar - ný sending á útsöluna Fleiri myndir á Facebook • Árshátíðarkjólar • Hverdagskjólar • Skokkar • Túnikkur St 36-48            Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Nýjar vörur í hverri viku Vor 2013 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir TÍSKUBLOGG | TINNA ALAVIS, FYRIRSÆTA OG BLOGGARI ■ Tinna Alavis er ein þekktasta fyrir- sæta landsins þótt hún hafi að mestu lagt þau störf á hilluna. Hún er tískubloggari á netmiðlinum vinsæla secrets.is sem fjallar um tísku, förðun og fleira. Spenn- andi verkefni bíða Tinnu sem hún segir fullsnemmt að ræða nú. Tinna varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú Ísland árið 2003 þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir bar sigur úr býtum. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem fyrirsæta víða um heim, meðal annars í París, Þýskalandi, Indlandi og Los Angeles. Tinna var fús til að svara nokkrum spurningum. Hvað ert þú að starfa um þessar mundir og hvar? Ég er að vinna að mjög spenn- andi verkefni sem tengist tísku og kemur í ljós síðar. Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, ég er mikill fagurkeri og hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem snertir tísku. Hvað leggur þú áherslu á þegar þú blogg- ar? Ég legg aðaláherslu á heimsþekkta hönnuði, hártískuna, förðun og götu- tískuna. Ég fjalla einnig mikið um stóra viðburði erlendis, núna síðast var ég að blogga um fallegustu kjólana á Golden Globe-hátíðinni, sem voru margir hverjir glæsilegir að mínu mati. Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Ég er ástfangin af Rachel Roy, hún er frábær hönnuður í alla staði. Einnig er ég mjög hrifin af Roberto Cavalli, hann er með mjög kvenleg og elegant snið. Carolina Herrera er frábær hönnuður. Mér finnst herra- fötin frá Gucci einstaklega falleg. Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ef ég sé einhverja flík sem heillar mig upp úr skónum þá stenst ég aldrei mátið og kaupi hana. Einhver skemmtileg tískuupplifun? Mér fannst mjög skemmtilegt og öðru- vísi að sjá tískuna í Indlandi þegar ég var að vinna þar. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Uppáhaldsverslanirnar mínar hérna heima eru Eva, Zara og Kultur fyrir dömur og herra. Eyðir þú miklu í föt? Já, ég geri það. Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Ég versla mikið á Ís- landi og enn meira erlendis. FAGURKERI MEÐ TÍSKUÁHUGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.