Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2013 | SKOÐUN | 19 Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars- búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apa- grímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda fram- boðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórn- málaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku lof- orði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sann- girni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgar- búum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokks- ins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgar- innar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgar stjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgar fulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar póli- tískar ákvarðanir. Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkur- inn og Samfylking að Reykvík- ingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bók- haldsbrelluleið og setti á fót leik- rit um að búið væri að selja Perl- una. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefð- bundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkur- inn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjár- hagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefð- bundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert. Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvitt- aði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verk- efnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitík- inni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skil- greining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nem- endur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kenn- ara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hag- ræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vett- ugi við fyrsta tækifæri. Í kosn- ingabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbún- ingum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmála- mönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs... Leikbúningar stjórnmálamanns Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ekki verið stað- ið við endur- skoðun stofn- anasamnings við lífeinda- fræðinga innan Landspítala, en þeir er önnur stærsta stétt háskólamanna á spítalanum og leggur vinna þeirra grunn að miklum hluta sjúkdómsgrein- inga innan deilda spítalans. Markmið stofnanasamninga í kjarasamningi er m.a. • að skapa betri starfsskilyrði. • að auka gæði þjónustu með efl- ingu samstarfs starfsmanna og stjórnenda. • að gefa starfsmönnum mögu- leika á að þróast og bæta sig í starfi og auka möguleika á bætt- um kjörum. Stofnanasamning skal endur- skoða innan eins árs frá stað- festingu kjarasamnings og eigi sjaldnar en annað hvert ár. Lífeindafræðingar hafa sýnt mikla stillingu og kurteisi við að reyna að knýja á um endur- skoðun stofnanasamnings, við höfum fundað reglulega og boðað velferðarráðherra og for- stjóra spítalans á okkar fund og átt fund með fjármálaráðherra, en ekkert þokast. Nýjasta útspil yfirmanna okkar er bann við starfsmanna- fundum á vinnutíma. Væri ekki nær að yfirstjórn spítalans tal- aði máli mannauðsins á stofnun- inni, að meira fjármagn þurfi inn til að halda í gott starfsfólk til að auka gæði þjónustunnar með ánægðum starfsmönnum í stað þess að auka á reiði og óánægju allra? Er góður starfs- andi og samheldni ekki betri til árangurs? Mannauður og fundabann KJARAMÁL Halla Hauksdóttir lífeindafræðingur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. SÉRVERÐ Nr. litur Hæð Stærð í ltr. Orkufl. Sérverð CUsl 3503 grár 181,7 cm K 232 F 91 A+ 183.440 CPesf 3523 stál 181,7 cm K 230 F 91 A++ 209.995 CP 3523 hvítur 181,7 cm K 230 F 91 A++ 190.045 Ces 4023 stál 201,1 cm K 281 F 91 A+ 204.745 C 4023 hvítur 201,1 cm K 281 F 91 A+ 164.845
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.