Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 20136 Mercedes-Benz kynnir á næstunni nýjan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan. Mikil eftirvænting hefur verið eftir bílnum, bæði vegna þess að Daimler hefur ekki verið með sendibíl um nokkurt skeið í þessum stærðarflokki og þá mun Citan vera sér- lega hagkvæmur í rekstri. Citan er nettur en öflugur sendibíll og er ætlað að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í flokki atvinnu- bíla, en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz er stærsti fram- leiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Aukinn markaður er fyrir bíla í þessum geira á mörgum markaðssvæðum og stefnir Mercedes-Benz á aukna markaðshlutdeild með tilkomu Citan. Fyrir er þýski lúxusbílaframleiðandinn með breiða línu sendi- bíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur til að mynda verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi, og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensín vélum sem allar hafa frekar lága koltvísýringslosun. Citan verður vel búinn m.a. með Blue EFFICIENCY-búnaði, eins og nýir lúxusbílar Mercedes-Benz eru búnir, en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda frá þeim. Citan verð- ur einnig boðinn í ýmsum útgáfum, m.a. sem fjölnotabíll. Hægt verður að panta Citan í mismunandi lengd og hæð sem býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með virðisaukaskatti. Nýr og nettur sendibíll Mercedes-Benz Citan Kia heldur áfram mikilli sókn hér á landi og á árinu sem er að líða seldust alls 775 nýir Kia-bílar. Kia er komið í þriðja sæti yfir mest seldu bíla landsins með um 110% söluaukningu frá síðasta ári og er Kia nú með 9,6% markaðshlutdeild í sölu nýrra bíla á Íslandi, sem jafnframt er sú hæsta í Evr- ópu. Mercedes-Benz var í öðru sæti yfir mest seldu lúxusbíla ársins en alls seldust 203 nýir bílar frá þýska lúxusbílaframleiðandanum hér á landi á árinu 2012, fólks- og atvinnu- bílar. „Við hjá Öskju getum verið mjög sátt við árangurinn því fyrirtækið hefur bætt við sig markaðshlutdeild. Mercedes-Benz hefur átt góðu gengi að fagna hér á landi þrátt fyrir erf- iða tíma í bílasölu og á mjög dyggan aðdá- endahóp. Hinn nýi A-Class var valinn Bíll ársins af íslenskum bílablaðamönnum sem er frábær viðurkenning. Einnig komu nýir og endurbættir B-Class, M-Class og GLK en allir þessir bílar hafa verið vinsælir hjá okkur. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Mercedes-Benz og nýr GL og CLA-Class eru væntan legir á fyrri hluta ársins,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Kia-bílarnir mjög vinsælir Kia-bílarnir hafa verið mjög vinsælir og er merkið komið í þriðja efsta sæti yfir mest seldu bílanna á Íslandi. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma raunar ekk- ert mjög á óvart þar sem Kia hefur verið að koma fram með spennandi og fallega endur- hannaða bíla á árinu. Þá eru bílarnir einn- ig sparneytnir og umhverfismildir og það er það sem bíleigendur leita í mjög auknum mæli eftir,“ segir Jón Trausti. Hann segir að nýr og spennandi Kia Carens sé nú á leiðinni en bíllinn á að marka tímamót fyrir Kia í flokki stærri fjölskyldubíla eða svokallaðra margnotabíla sem kallaðir eru MPV á ensku. Carens er stór og rúm góður sjö manna bíll með mikið farangursrými. „Carens verður í boði með eyðslugrönnum og umhverfismildum dísilvélum þannig að um hagkvæman fjölskyldubíl er að ræða. Þessi nýi bíll er framleiddur og hannaður með þarfir fjölskyldunnar í huga þannig að hann nýtist vel fyrir ferðalög og öll áhugamálin,“ segir Jón Trausti. Askja með mestan hlutfallslegan vöxt Bílaumboðið Askja, umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia Motors, er með mestan hlutfallslegan vöxt í sölu milli ára af öllum bílaumboðum á Íslandi. Askja var með 11,3% markaðshlutdeild af sölu nýrra bíla hér á landi árið 2012 og jók markaðshlutdeild sína um 2,5% frá 2011. GLÆSILEGUR OG KRAFTMIKILL GL JEPPI SJÖ ÁRA ÁBYRGÐ Á KIABÍLUM Kia Motors býður upp á 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum bílum sínum og er eini bílaframleiðandinn í heiminum sem býður svo langa ábyrgð. Kia er einn mest vaxandi bílaframleiðandi heims og hefur undanfarna mánuði sent frá sér hvern endurhannaðan bílinn á fætur öðrum. Kia-bílarnir hafa undanfarið fengið mikið lof fyrir flotta og nútímalega hönnun og hafa sópað til sín hönnunar- verðlaunum víða um heim. Kia-bílarnir teljast einnig einstak- lega góðir í endursölu, sérlega sparneytnir og umhverfismildir. Kia-bílarnir hafa verið mjög vinsælir og er merkið komið í þriðja efsta sæti yfir mest seldu bílana á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir eftir hinum nýja og kraftmikla Mercedes-Benz GL jeppa. Nú styttist óðum í þennan sjö sæta glæsivagn því hann verður frumsýndur hjá Öskju í febrúar. Nýr GL verður búinn nýjum og endurbættrum vélum, bæði fyrir dísel og bensín, sem munu bjóða upp á aukinn kraft samfara minni eyðslu og gerir jeppann sérlega umhverfisvænan. GL350 BlueTEC 4MATIC verður með þriggja lítra V6 díselvél sem skilar 258 hestöflum og 620 Nm í togi. Eyðslan er aðeins um 7,4 lítrar í blönduðum akstri samkævmt upplýsingum frá framleiðanda. GL500 verður með 4,7 lítra V8 bensínvél sem skilar 435 hestöflum og 700 Nm í togi. Hinn magnaði GL 63 AMG 4MATIC er sannkallað villidýr en hann skilar 557 hestöflum og togið er gríðarlegt eða alls 760 Nm. Jeppinn er aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið sem eru ótrúlegar tölur miðað við svo stóran bíl. Mercedes-Benz leggur mikið upp úr því að gera þennan glæsivagn sem bestan úr garði og er hvergi slegið af vandaðri hönnun og gæðum. Meðal staðalbúnaðar má nefna sérlega þægilegt Artico leðuráklæði, loftpúða- fjöðrun, rafdrifinn afturhlera og sóllúgu. Þá er rafdrifin uppsetning á öftustu sætaröð. Mikið er lagt upp úr öryggi og má nefna Assist Plus og Crosswind Assist kerfi sem auðveldar m.a. akstur í hliðarvindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.