Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 29
NÝIR BÍLAR
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2013
Kynningarblað
Tækninýjungar,
rafmagnsbílar,
fjölskyldubílar,
sendibílar, framtíðarbílar
og bílasmíði
Bílabúð Benna
frumsýndi nýlega
Chevrolet Volt, sem er
langdrægur
rafmagnsbíll með
bensínrafal. Það leysir
þau vandamál sem
fylgja bílum sem
eingöngu eru knúnir
rafmagni og hafa stutt
ökudrægi.
„Volt er í stuttu máli þann-
ig gerður að hann er knúinn raf-
magni, en þegar rafmagns hleðslan
nær lágmarki tekur bensín rafall
við og framleiðir rafmagn inn
á rafhleðsluna,“ segir Benedikt
Eyjólfs son hjá Bílabúð Benna.
„Þetta er lykilatriðið, fólk lend-
ir því aldrei í þeim leiðindum sem
fylgja því að verða stopp einhvers
staðar vegna rafmagnsleysis,
hvort sem það er innan- eða utan-
bæjar.
Rafmagnið getur klárast í
öðrum rafmagnsbílum og þá þarf
að draga þá í burtu – slíkt gerist
aldrei í Volt,“ segir Benedikt.
Chevrolet Volt er fyrsti lang-
drægi rafbíll sögunnar og kemst
um 500 km á einni rafhleðslu og
fullum bensíntanki. „Á rafhleðsl-
unni einni saman kemst hann
um 60 km. En 60 km drægi dugir
í flestum tilvikum fyrir allan dag-
legan akstur og menn geta því
jafnvel sagt bless við bensínið fyrir
fullt og allt. Chevrolet Volt er því
mjög raunhæfur möguleiki hér og
nú og áhugi markaðarins er sam-
kvæmt því,” segir Benedikt.
Volt er
langdrægur
rafmagnsbíll
Sparnaðarráð fyrir heimilið
Hluti af staðalbúnaði Spark LT:
Verið velkomin í reynsluakstur og kaffi
FRÍTT
Í STÆÐI