Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 20134 Í byrjun sjötta áratugarins bar nokkuð á vinsældum opinna sportbíla sem fram-leiddir voru í Bretlandi. Sem banda- rískt andsvar við þessum vinsældum ákvað General Motors að framleiða nýjan sportbíl fyrir Bandaríkjamenn og til varð Chevrolet Corvette. Corvettan var hugar- fóstur Harley Earl, yfirhönnuðar General Motors, en hún var fyrst kynnt til leiks sem hugmyndabíll á GM Motorama árið 1953. Nafnið, Corvette, er komið frá Myron Scott sem nefndi bílinn eftir sérstakri gerð af herskipi sem ber sama nafn. Þó að fyrsta Corvettan hafi ekki þótt mikilfengleg hvað tæknina varðaði þótti útlit hennar einkar fallegt enda ólíkt öllu því sem áður hafði verið framleitt í Detroit. Um hönnun bíls- ins sem fór í framleiðslu sá Robert McLean sem vann undir Earl. C2 (1963–1967) Önnur kynslóð Corvettunnar, sem oft hefur verið nefnd Stingray, var minni en sú fyrsta. Sjávardýr á borð við sting- skötu (stingray) varð hönnuðinum Larry Shinoda að yrkisefni en hann var heillað- ur af samhverfu stingskötunnar. Þannig fékk hin nýja Corvetta flatan framenda og skarplega afmörkuð bretti. C3 (1968–1982) Shinoda var áfram heillaður af sjávar- líffræði við gerð þriðju kynslóðar Corvette. Í þetta sinn byggði hann hönnun sína á Mako Shark II hugmyndabílnum og skýrði hana Manta Ray. C4 (1983–1996) Fyrir fjórðu kynslóð Corvettunnar var bíll- inn endurhannaður algerlega í fyrsta sinn frá árinu 1963. Framleiðsla bílsins tafð- ist vegna gæðavandamála og því fór svo að aðeins 43 frumgerðir af 1983 árgerðinni voru framleiddar og voru þeir bílar aldrei seldir. C5 (1997–2004) Chevrolet notaði bíla á borð við Nissan 300ZX og Mazda RX-7 sem viðmið við hönnun á fimmtu kynslóð Corvettunnar. C4 hafði enda ekki komið sérlega vel út hjá gagnrýnendum í samanburði þeirra á Corvettunni og japönskum keppinautum. C5 þótti í alla staði taka fyrri gerðum fram bæði að gæðum og útliti. C6 (2005–2013) Í sjöttu kynslóð Corvette var vélin áfram fram í og gírkassinn aftur í líkt og í C5, en að öðru leyti var bíllinn algerlega nýr. Framljósin voru sjáanleg í fyrsta sinn frá 1962, farþegarými var stækkað, Í bílnum var nú 6,0 l vél og nýtt fjöðrun- arkerfi. C7 (2014- ) Sjöunda og nýjasta kynslóð Corvettunn- ar hefur nú litið dagsins ljós en ætlunin er að bíllinn fari í framleiðslu síðla þessa árs. Bíllinn er nú til sýnis á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Detroit og stendur þar við hlið hinnar upprunalegu Corvettu frá árinu 1953. Ólíkt öðrum týpum dregur C7 að nokkru leyti dám af Corvette Stingray frá 1963. Corvettan fyllir sex tugi Bílaframleiðandinn Chevrolet fagnar því að í ár eru liðin sextíu ár frá því fyrsti Corvette-sportbíllinn leit dagsins ljós. Á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir eru sýndar saman fyrsta og nýjasta kynslóðin af þessum goðumlíka ofurbíl. Chevrolet Corvette Stingray 2014 er nú til sýnis á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit. Chevrolet Corvette 2005 Chevrolet Corvette árgerð 1968. Fyrsti Chevrolet Corvette árið 1953. Chevrolet Corvette Stingray Coupe frá 1963. Chevrolet Corvette 1984. Chevrolet Corvette 1997 Feðgarnir Rúdolf og Kristinn byrjuðu á bílnum árið 2005 og eru enn að betrum-bæta hann. En hvernig smíðar maður bíl frá grunni? Upphaf Í fyrstu þarf að ákveða hvernig bíl á að smíða. „Við byrjuðum að ná okkur í plastboddý af Pontiac 65. Síðan smíðuðum við grind sem boddýið passar á.“ Í kvartmílu skiptir þyngd bíla miklu máli og því er allt gert til að gera þá sem léttasta. „Grindin er úr krómolí-stálrörum sem eru einstaklega þunn en sterkbyggð og um 40% léttari en ef við hefðum notað annað stál,“ segir Rúdolf. Framhald Það fer mikill tími og vinna í að byggja bíl frá grunni og er að mörgu að hyggja. „Við smíðuð- um í raun allt inn í bílinn úr áli, nema það sem fer undir ökumanninn, en þar er allt úr stáli. Það er út af öryggi þar sem meiri styrkur er í stálinu, en einnig út af brunaöryggi.“ Fullkomnun Bíllinn er ekki fyrir almennan akstur en vel búinn fyrir kvartmílukeppni. „Við prófuðum hann í fyrra og árið á undan en erum ekki búnir að ná því besta sem við teljum okkur geta náð út úr honum.“ Í kvartmílukeppni skiptir gríðarmiklu máli að bíllinn fari beint en rási ekki á veginum. „Ef einhver skekkja er einhvers staðar í bílnum getur hann farið að leita til hliðar. Ef það ger- ist í spyrnu þarf að slá af og þá er sú ferð ónýt. Þá reyna menn að laga það, mæla út og leita að skekkjunni. Þetta getur verið mjög tímafrekt.“ Þannig reyna þeir feðgar að fínpússa bílinn sem enn hefur ekki farið í keppni en næsta sumar kemur vel til greina. Kvartmíluklúbburinn Rúdolf er einn af stofnendum Kvartmíluklúbbs- ins sem á og rekur kvartmílubrautina í Kapellu- hrauni í Hafnarfirði. „Klúbburinn er kjörinn staður fyrir menn að hittast, spjalla saman, skiptast á ráðum og fleira. Þar er félagsheimili og auðvitað brautin.“ Góður félagsskapur Rúdólf hefur eignast marga vini í gegnum bíla- áhugann og Kvartmíluklúbbinn. „Við erum saman í þessu feðgarnir. Sonur minn er búinn að vera hérna með mér síðan hann byrjaði að skríða. Þetta er fyrst og síðast áhugamál. Spyrn- urnar og keppnirnar eru minnsti hlutinn því níutíu prósent tímans erum við á verkstæð- inu og þar hittast menn og spjalla. Ég á nokkra gamla vini sem hanga með mér í þessu. Það er félagsskapurinn sem skiptir máli. Það er ekkert gaman að vera einn að puða með bíl út í horni.“ Gríðarlega tímafrekt að smíða bíl Rúdolf Jóhannsson bifvélavirki og sonur hans Kristinn, sem er rennismiður hjá Össuri, hafa dundað sér við smíði á eftirlíkingu af 1965 Pontiac í nokkur ár. Um er að ræða 1100 hestafla tryllitæki sem vonandi verður áberandi í kvartmílunni næsta sumar. Hér er bíllinn að taka af stað á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. MYND/B&B KRISTINSSON Vélin sem er í bílnum er 1.100 hestafla 517 Pontiac-vél. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.