Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 62
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 DRYKKURINN Kvikmyndin XL verður frumsýnd á föstudaginn. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Mar- teinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. „Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþol- andi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur,“ segir leikstjórinn. „Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á,“ segir hann. „Í staðinn vildi ég gera hálfgerða „aksjón“-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðar- syni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd.“ Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðn- ir eigi að geta notið hennar. „Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svo- lítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur,“ segir hann og hlær. „Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjá- konur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðal- plottinu.“ Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. „Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt sam- félag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hroka- fullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig.“ freyr@frettabladid.is XL er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar Kvikmyndin XL fj allar um örlagakafl a í ævi þingmanns sem er á leið í meðferð. LEIKSTJÓRI Marteinn Þórsson leikstýrði kvikmyndinni XL sem fjallar um þingmanninn Leif Sigurðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. „Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. „Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og „kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“ Tekin upp á aðeins nítján dögum „Hann var búinn að vera veikur, með tannsýkingu og sýkingu í beinum, og hættur að borða eins og dýr gera þegar þau gefast upp. Dýralæknar voru búnir að meðhöndla hann eins og hægt var og að lokum tókum við þá erfiðu ákvörðun um að láta svæfa hann,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Kattholts, um heimilisköttinn Bjart sem kvaddi þennan heim á þriðjudag. Bjartur var mörgum vel kunnur, enda sinnti hann hlut- verki móttökustjóra Kattholts. Bjartur fagnaði fjórtán ára afmæli sínu í október síðastliðn- um og náði því hárri elli. Bjartur fannst á vergangi í Mosfellsbæ fyrir rúmum sjö árum og var þá fluttur í Kattholt. Þar kom í ljós að hann var örmerktur, en þegar haft var samband við eiganda hans vildi sá ekkert með köttinn hafa. Úr varð að Bjartur sett- ist að í Kattholti og tók við hlut- verki heimilis kattar samtakanna. „Það er mikill sjónarsviptir að honum Bjarti og við söknum hans mikið. Hann var alveg einstakur persónuleiki, ljúfur og góður, og aldrei neitt vesen á honum. Hann var hvers manns hugljúfi,“ segir Halldóra. Bjartur bjó á Kattholti í sjö ár og tók við hlutverki heimilis- kattar samtakanna af Emil. Hall- dóra segir að tíminn muni leiða í ljós hvort nýr köttur finnist í þetta starf. „Það þarf alveg sérstakan kött í þetta starf, næsti heimilis- köttur gæti þess vegna verið læða, þetta erfist ekki í karllegg.“ Fréttablaðið flutti síðast frétt af Bjarti í október þegar hann var viðstaddur kynjakatta- sýningu í þeim erindagjörðum að safna fé til styrktar Kattholti sem hefur glímt við nokkra fjár- hagsörðugleika. Fólk borgaði þá hundrað krónur fyrir að fá að klappa Bjarti og á tveimur dögum safnaði hann yfir hundrað þúsund krónum með þolinmæðinni einni saman. - sm Alveg einstakur persónuleiki Bjartur, heimilisköttur Kattholts, kvaddi þennan heim á þriðjudag. Halldóra Björg Ragnarsdóttir, rekstrar stjóri Kattholts, segir mikinn söknuð í Katt- holti enda hafi Bjartur verið ljúfur og góður köttur. HEIMILISKÖTTURINN Bjartur, heimilisköttur Kattholts, kvaddi þetta líf á þriðjudag. Hann var titlaður móttökustjóri samtakanna og var mörgum vel kunnur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Í Reykjavík er fullt af góðum hönnunarverslunum en samt er smá kimi sem vantar inn í,“ segir Gunnar M. Pétursson myndlistar- maður, sem opnar vefverslunina Skekk innan skamms. Í versluninni fást helst handunnar hönnunar- vörur úr náttúrulegum efnivið. „Ég einblíni á handgerðar vörur úr náttúrulegum efnivið, ég vildi bjóða upp á vöru sem unnin er af vandvirkni og kemur ekki beint af færibandi. Mér er sérstaklega í nöp við það sem kallast „throw away-ismi“ og vil sjálfur helst kaupa eigulegar vörur sem börnin mín gætu erft,“ útskýrir Gunn- ar. Flestar vörurnar fann hann á netinu og segist hann aðeins selja vörur sem hann er sjálfur hrifinn af. Nafn vefverslunar- innar er viður nefni sem festist við Gunn- ar fyrir mörgum árum síðan. Nafnið er röng stafsetning orðsins „skegg“. „Við erum margir Gunnararnir og Skekk var notað til að aðgreina mig frá hinum og fest- ist svo á endanum.“ Sjá má mynd- ir af vörunum á facebook.com/ skekkhome. „Síðan er fyrst og fremst til að láta fólk vita hvaða vörur verða fáanlegar. Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð, þeir neikvæðu hafa greinilega haldið sínum skoð- unum fyrir sig,“ segir Gunnar. - sm SKEKK Gunnar M. Pétursson opnar vefverslunina Skekk innan skamms. Þar fást handunnar vörur úr náttúrulegum efnivið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vörur sem börnin geta erft Gunnar M. Pétursson opnar vefverslun sem selur eigulegar hönnunarvörur. „Uppáhellt svart kaffi, helst frá Kaffismiðjunni.“ Hjörtur Matthías Skúlason, nemi í vöru- hönnun. HARPA 09.02.13 HOF 16.03.13 HEIÐURS TÓNLEIKAR Miðasala á midi.is, harpa.is og menningarhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.