Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 20
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Nú um áramót hófst átaks-
verkefnið Liðs styrkur,
samstarfsverkefni vel-
ferðar ráðuneytisins,
sveitar félaga, stéttar-
félaga og atvinnurekenda.
Markmið verkefnisins er
að virkja atvinnuleitend-
ur sem hafa fullnýtt eða
munu fullnýta rétt sinn
innan atvinnuleysistrygg-
ingakerfisins á árinu 2013
til þátttöku að nýju á vinnu-
markaði.
Öllum í þessum hópi verður boðið
tímabundið starf eða starfsendur-
hæfing á þessu ári skrái þeir sig til
þátttöku á lidsstyrkur.is. Megininn-
tak þessa umfangsmesta atvinnu-
átaksverkefnis sem ráðist hefur
verið í er þannig vinna fyrir vinnu-
færa og vinnufúsa á sama tíma og
þeim sem eru óvinnufærir er boðin
atvinnutengd starfsendurhæfing.
Heildarkostnaður Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs við verkefnið er
áætlaður 2,7 milljarðar króna.
Reiknað er með að um 60% ein-
staklinga í þessum hópi þiggi
starfstilboð svo skapa þarf 2.200
tímabundin ný störf fyrir lang-
tímaatvinnuleitendur á þessu ári.
Sveitar félög munu bjóða 660 störf,
ríkið 220 og almenni vinnu-
markaðurinn 1.320 störf.
Markmið Liðsstyrks er
að enginn falli af atvinnu-
leysisbótum án þess að fá
tilboð um starf. Atvinnu-
leysistryggingasjóður nið-
urgreiðir stofnkostnað
atvinnurekenda við ný störf
fyrir þennan hóp tímabund-
ið og nemur styrkur með
hverri ráðningu grunn-
atvinnuleysis bótum ásamt
8% framlagi í lífeyris-
sjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði.
Atvinnurekandi gerir síðan hefð-
bundinn ráðningarsamning við
atvinnuleitanda og greiðir honum
laun samkvæmt kjarasamningi.
Skilyrðin:
1. Ráðning viðkomandi atvinnuleit-
anda feli í sér fjölgun starfsfólks.
2. Fyrirtæki hafi að minnsta kosti
einn starfsmann á launaskrá.
3. Fyrirtæki hafi síðastliðna sex
mánuði ekki sagt upp starfsmönn-
um sem gegnt höfðu starfinu sem
ráða á til.
4. Ráðning feli ekki í sér verulega
röskun á samkeppni innan atvinnu-
greinar á viðkomandi svæði.
5. Staðfesting á launagreiðslu til
starfsmanns samkvæmt kjara-
samningi fylgi með reikningi
til Vinnumála stofnunar vegna
greiðslu styrks á grundvelli samn-
ings um Liðsstyrk.
Með þessu metnaðarfulla átaki
hafa ríkið og hagsmunaaðilar á
vinnumarkaði sameinast með ein-
stökum hætti til að tryggja lang-
tímaatvinnulausum tækifæri til að
komast inn á vinnumarkaðinn að
nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt
í nágrannalöndum okkar og gríðar-
mikil vinna er fram undan til að
ná þessu metnaðarfulla mark-
miði. Forsenda árangurs er gott
samstarf aðilanna sem hrinda hér
sameiginlega af stað þjóðarátaki
gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil
þakka samtökum launafólks, Sam-
tökum atvinnulífsins og Sambandi
íslenskra sveitarfélaga fyrir gott
samstarf við undirbúning og fram-
kvæmd þessa verkefnis sem sýnir
hverju hægt er að áorka þegar unnið
er sameiginlega að úrlausn sam-
félagslegra mála.
Liðsstyrkur
Ég horfði á endursýningu á
áramótaskaupinu með 7 ára
dóttur minni og þar sem við
sátum í mestu makindum í
sófanum lítur hún spyrjandi
á mig; „Mamma, af hverju
er maðurinn að kaupa tjald
með engum botni?“ Það
stóð á svari frá mér enda
finnst mér það óásættan-
legt að ég þurfi að útskýra
fyrir dóttur minni að menn
beiti konur slíku skipulögðu
ofbeldi. Hvers konar sam-
félag er það, þar sem ég
þarf að útskýra fyrir henni
að hún gæti mögulega lent í
þessu einhvern tíma á lífsleiðinni?
Í raun eru líkurnar miklar þar sem
ein af hverjum fjórum konum verð-
ur fyrir kynbundnu ofbeldi á lífs-
leiðinni.
Ofbeldi á besta stað í heimi
Mikil umræða var um kynbund-
ið ofbeldi yfir hátíðirnar: hrylli-
leg nauðgun í strætisvagni á Ind-
landi og smábær í Bandaríkjunum
klofnaði í tvær fylkingar með og á
móti meintum nauðgurum úr vin-
sælu fótboltaliði bæjarins.
En við minnum okkur þá
á að breska dagblaðið The
Independent valdi á síð-
asta ári Ísland sem besta
stað í heimi til að vera kona
á og samkvæmt Samein-
uðu þjóðunum er jafnrétti
hvergi meira en á Íslandi.
Á besta stað í heimi fyrir
konur var samt opnuð
Facebook-síða fyrir nokkr-
um vikum þar sem upplegg-
ið var að lemja þyrfti konur
reglulega og birtar voru
myndir af baráttukonum
gegn kynbundnu ofbeldi
þar sem búið var að setja inn mar-
bletti og sár á andlit þeirra. Á besta
stað í heimi fyrir konur er nokkrum
þeirra nauðgað um hverja einustu
verslunarmannahelgi og því miður
telst það enn til ákveðins fórnar-
kostnaðar útihátíðanna. Þá er ótalið
allt annað kynbundið ofbeldi á besta
stað í heimi. Sem alþjóðleg fyrir-
mynd ber okkur, konum og körlum,
skylda til þess að binda enda á þetta
ofbeldi – fyrir umheiminn, okkur
sjálf og fyrir komandi kynslóðir.
Stöndum með baráttukonunum
Ég er innilega þakklát þeim
baráttu konum sem hafa hugrekki
til að benda á þessar staðreynd-
ir og þá hugsanavillu í samfélagi
okkar að kynbundið ofbeldi sé á
einhvern hátt konum sjálfum að
kenna. Þessar baráttukonur verða
fyrir ótrúlegum árásum og hót-
unum um ofbeldi fyrir það eitt að
draga fram í dagsljósið orðræðu og
hegðun sem viðheldur kynbundnu
ofbeldi. Með því að opna umræðuna
minnka töluvert líkurnar á því að
kynslóð dóttur minnar lendi í slíku
ofbeldi. Svarið mitt við spurn-
ingunni hennar um botnlausa tjald-
ið var „Ég bara veit það ekki“. Sem
ein af konunum í besta landi í heimi
vildi ég einfaldlega ekki þurfa að
útskýra þetta fyrir dóttur minni –
enda verður hennar veruleiki von-
andi annar.
Botnlausa tjaldið
Allt frá því að aðildar-
viðræður við Evrópu-
sambandið hófust árið 2009
hafa andstæðingar aðildar
reynt með alls konar brögð-
um að torvelda ferlið. Alls
kyns gróusögum um ímynd-
aðar hindranir hefur verið
haldið á lofti, meðal ann-
ars að Íslendingar þyrftu
að senda hermenn í ein-
hvern ímyndaðan Evrópu-
her og að landsmenn yrðu
að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu
áður en af aðild yrði. Eftir því sem
viðræðunum hefur miðað áfram
hefur komið í ljós að flestar ef ekki
allar þessar flökkusögur hafa ekki
átt við nein rök að styðjast.
Ein af lífseigustu sögunum hefur
verið sú að það hafi skaðað hags-
muni Íslendinga að fara af stað í
þennan leiðangur án nægjanlega
sterks pólitísks baklands á Íslandi.
Samhentari ríkisstjórn hefði sjálf-
sagt haldið betur á málinu en ég
hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-
tal sem andstæðingar hafa klifað
á. Staðreyndin er sú að Íslending-
ar uppfylla öll skilyrði Evrópu-
sambandsins fyrir aðild, meðal ann-
ars að hér sé virkt markaðshagkerfi
og virðing fyrir mann réttindum sé
í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga
sótti um aðild með örugg-
um meirihluta. Þingið
hefur einnig þegar einu
sinni fellt tillögur um að
hætta aðildarviðræðunum.
Hvað er ekki rétt við þetta
ferli?
Þvæla
Það væri óðs manns æði
að reyna að leiðrétta alla
þá þvælu sem öfgafyllstu
andstæðingar aðildar hafa
haldið fram. En þegar ágætlega
vel gefnir menn eins og Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra halda
fram órökstuddum fullyrðingum
um skaðsemi aðildarviðræðna þá
verður maður að drepa niður penna.
Í grein í Morgunblaðinu nýverið
hélt ráðherrann því fram að Norð-
menn hefðu skaðast af því að sækja
um aðild. „Er það mál manna að
Norðmenn hafi lengi þurft að súpa
seyðið af því að draga ESB-ríkin
á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í
greininni.
Ég fór því á stúfana og talaði
við vini mína í norsku utanríkis-
þjónustunni og norska fræðasam-
félaginu og spurði þá út í þessar
yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við
embættismenn í íslenska utanríkis-
ráðuneytinu. Enginn kannaðist við
að Norðmenn hefðu verið látnir
gjalda fyrir að fara í það lýðræðis-
lega ferli að sækja um aðild að
Evrópusambandinu og láta síðan
norsku þjóðina kveða úr um það
hvort landið yrði meðlimur eður ei.
Í þessu sambandi má einnig benda
á að ég spurði Joe Borge, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Möltu,
þegar hann var hér í heimsókn árið
2010 hvort það hefði skaðað hags-
muni Maltverja að umsóknarferli
þeirra dróst mjög á langinn. „Nei,
alls ekki. Evrópusambandið gengur
út á pólitískar lausnir. Þeir hafa
því mikinn skilning á að stundum
þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá
svona stórt pólitískt hitamál,“ var
svar þessa reynda stjórnmála-
manns.
Veit Ögmundur um einhver dæmi
sem hann getur deilt með okkur
hinum um þessi meintu vandamál
Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann
og aðra að ræða þetta mikla hita-
mál af yfirvegun en ekki sleggju-
dómum eða órökstuddum full-
yrðingum.
Hvað meinar þú Ögmundur?
ATVINNA
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
➜ Markmið Liðsstyrks er að
enginn falli af atvinnuleysis-
bótum án þess að fá tilboð
um starf.
KYNBUNDIÐ
OFBELDI
Þórey
Vilhjálmsdóttir
framkvæmdastjóri
borgarstjórnar-
fl okks Sjálfstæðis-
fl okksins
➜ Á besta stað í heimi fyrir
konur er nokkrum þeirra
nauðgað um hverja einustu
verslunarmannahelgi...
➜ Alls kyns gróusögum um
ímyndaðar hindranir hefur
verið haldið á lofti...
ESB-AÐILD
Andrés Pétursson
formaður Evrópu-
samtakanna