Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 24
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR
Litlu-Eyri, Bíldudal,
sem lést aðfaranótt sunnudagsins 13.
janúar verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju
laugardaginn 19. janúar klukkan 14.00.
Hannes Bjarnason Birna Jónsdóttir
Helga Bjarnadóttir Úlfar B. Thoroddsen
Sigríður Bjarnadóttir Guðmundur Sævar Guðjónsson
Finnbjörn Bjarnason
Theodór Agnar Bjarnason Ágústa Ísafold Sigurðardóttir
Svanhvít Bjarnadóttir Ólafur Arnar Kristjánsson
Jón Sigurður Bjarnason Heba Harðardóttir
Arndís Bjarnadóttir Skarphéðinn Guðmundsson
Jóhanna Bjarnadóttir Lúðvík Guðjónsson
Hreinn Bjarnason Guðný Sigurðardóttir
Erna Bjarnadóttir
Gísli Ragnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÚSTAF ADOLF GUÐMUNDSSON,
Skógarbæ,
áður Fiskakvísl 1,
lést sunnudaginn 6. janúar. Útförin
fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn
19. janúar klukkan 14.
Guðný Helga Björnsdóttir
Guðmundur Viktor Gústafsson Birna S. Richardsdóttir
Guðbjörg Gústafsdóttir
Magnús Gústafsson Röfn Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
SKJÖLDUR TÓMASSON
Furulundi 21, Akureyri,
lést á heimili sínu föstudaginn 11. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 21. janúar klukkan 13.30.
Hulda Tómasína Skjaldardóttir
Drífa Sól Sveinsdóttir
Björk Nóadóttir og systkini hins látna.
Elskulegur faðir okkar,
BALDUR SVEINSSON
húsasmiður frá Sveinsstöðum,
lést 13. janúar á gjörgæsludeild Land-
spítalans. Útför verður gerð frá Grafar-
vogskirkju miðvikudaginn 23. janúar kl. 13.
Fyrir hönd allra aðstandenda,
Aðalbjörg og Þóra Björk Baldursdætur.
JÓN ÞÓR PÁLSSON
frá Skeggjastöðum í Fellum,
lést þann 11. janúar síðastliðinn. Útförin
fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn
18. janúar kl. 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Jónsson
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR KRISTINN KLEMENZSON
bóndi, Presthúsum í Mýrdal,
lést laugardaginn 12. janúar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands, Selfossi. Útförin fer
fram frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn
19. janúar kl 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Hollvinasjóð Hjallatúns í Vík.
Hrefna Finnbogadóttir
Kristín Einarsdóttir Sigurjón Rútsson
Elísa B Adolfsdóttir
Klemens Árni Einarsson
Finnbogi Einarsson
Heiða Dís Einarsdóttir Snorri Snorrason
Signý Einarsdóttir Flosi Arnórsson
Haukur Einarsson Sóley Rut Ísleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Kær móðir okkar,
HRAFNHILDUR EYGLÓ ÓLAFSDÓTTIR
Höfða, Akranesi,
áður til heimilis að Háteigi 1,
andaðist 13. janúar. Útför hennar fer fram
frá Akraneskirkju 22. janúar kl. 14.00.
Jóhanna Margrét og Sigrún Guðjónsdætur
og fjölskyldur þeirra.
Okkar ástkæri,
GRÉTAR ÓLAFUR SÍMONARSON
bóndi, Goðdölum,
Skagafirði,
lést laugardaginn 12. janúar sl.
á Heilbrigðis stofnuninni Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Goðdalakirkju
laugardaginn 19. janúar klukkan 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigþór Smári Borgarsson Sigríður Sveinsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur, afi og langafi,
BJARNI DAGBJARTSSON
Eirhömrum, Mosfellsbæ,
lést á Hjartadeild Landspítalans
við Hringbraut miðvikudaginn
2. janúar sl. Útför hans fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. janúar nk. kl. 15.00.
Aðalheiður Bjarnadóttir Kristján Þór Ingvarsson
Dagbjartur Bjarnason Guðrún Steinþórsdóttir
Guðbjörg Bjarnadóttir Viðar Sigurðsson
Margrét Þyri Sigurðardóttir Jónas Eydal Ármannsson
Jóhann Haukur Sigurðsson Guðrún Leósdóttir
Hjálmtýr Dagbjartsson Hjördís Bogadóttir
Jón Sverrir Dagbjartsson Þóra M. Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
ÁRNA INGVARSSONAR
Skipalóni 22, Hafnarfirði.
Gerða T. Garðarsdóttir
Elsa Aðalsteinsdóttir
Björn Árnason
Auðunn Gísli Árnason Fríða J. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST GUÐJÓNSSON
blikksmíðameistari,
Ásgarði 4, Reykjanesbæ,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 18. janúar kl. 14.00.
Hulda Guðmundsdóttir
Guðmundur Svavarsson Sigríður V. Árnadóttir
Margrét Ágústsdóttir Árni Ásmundsson
Skúli Ágústsson Stella María Thorarensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
leigubílstjóri,
lést laugardaginn 29. desember á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli. Útför hans hefur farið fram
í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elsa Sólveig Þorsteinsdóttir
Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGVELDUR ÁSMUNDSDÓTTIR
Höfða, Akranesi,
áður Vesturgötu 80,
lést laugardaginn 12. janúar. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju föstudaginn 18. janúar
klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Garðarsson.
Þjóðminjasafn Íslands heldur upp á 150
ára afmæli sitt á þessu ári en safnið
var stofnað 24. febrúar 1863 og var þá
fyrsta safn Íslendinga. Bryndís Sverris-
dóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs safns-
ins, segir mikla dagskrá vera áætlaða
á afmælisárinu og hefst hún óformlega
um helgina. „Viðburðum verður dreift
yfir allt árið og að sjálfsögðu verður
mikil hátíð haldin á afmælisdaginn
sjálfan, 24. febrúar. Um helgina opnum
við fyrstu þrjár sýningar ársins,“ segir
Bryndís.
Í stóra myndasal safnsins verður
opnuð sýningin Íslensk ljósmyndun frá
1970 til 1990, þar sem fjórtán ljósmynd-
arar sýna úrval ljósmynda frá þessu
tímabili. Á Veggnum verður sett upp
ljósmyndasýning Harðar Geirs sonar,
safnvarðar Minjasafnsins á Akureyri,
Nýjar myndir – gömul tækni. „Hörð-
ur hefur síðustu tvö ár tekið myndir á
votar plötur, en það er tækni sem var
mikið notuð frá 1851 og fram undir alda-
mótin 1900. Þetta er rosalega áhugaverð
og skemmtileg tækni og það tekur til
dæmis mjög langan tíma að taka hverja
mynd. Maður skilur núna af hverju fólk
er alltaf svona stíft á myndum frá því
í gamla daga,“ segir Bryndís og hlær.
Þriðja sýningin sem opnar um helgina
er svo sýning á gripum sem Minjar og
saga, vinafélag safnsins, hefur gefið á
undanförnum árum. Félagið var einmitt
stofnað á 125 ára afmæli Þjóðminja-
safnsins og fagnar því 25 ára afmæli
þetta árið. Í tilefni þess bjóða þau
áhugasömum að ganga endurgjaldslaust
í félagið þetta ár. Æskan og framtíðin er
þema afmælisársins á Þjóðminjasafn-
inu og er stefnt á að vekja áhuga ungs
fólks á því. „Margir halda að hér sé bara
að finna rykfallna gripi en það er svo
fjarri lagi. Hér er margt skemmtilegt í
gangi fyrir fólk á öllum aldri og við vilj-
um vekja athygli yngri kynslóðarinnar
á því, svo safnið lifi nú í önnur 150 ár og
lengur,“ segir Bryndís.
Einnig verða gefnar út þrjár stórar og
veglegar bækur á árinu, auk þess sem
afmælisbæklingur safnsins hefur verið
gefinn út og verður dreift inn á öll heim-
ili landsins á morgun. „Þar segjum við
frá starfsemi safnsins, hvað sé á döfinni
á árinu og stiklum á stóru varðandi sög-
una. Auk þess verða nokkrir af starfs-
mönnunum okkar teknir fyrir og þeir
segja frá starfinu sínu og hvað þeim
þykir mest heillandi og skemmtilegt
við það. Við leyfum því fólki aðeins að
gægjast á bak við tjöldin hjá okkur með
þessum bækling,“ segir Bryndís.
tinnaros@frettabladid.is
Árslöng afmælishátíð
Fyrstu þrjár sýningar 150. starfsárs Þjóðminjasafns Íslands eru opnaðar um helgina.
ÍSLENSK LJÓSMYNDUN Á eini af sýningunum sem opnaðar verða um helgina er úrval ljós-
mynda frá árunum 1970 til 1990. Bryndís er hér með mynd af sýningunni og í bakgrunni má
sjá ljósmyndir eftir ljósmyndara Fréttablaðsins, Gunnar V. Andrésson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Verslun Guðlaugs A Magnússonar,
Skólavörðustíg verður lokuð vegna jarðarfarar
Magnúsar Hauks Guðlaugssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra og eiganda verslunarinnar,
fimmtudaginn 17. janúar til kl. 14.00
og lokuð föstudaginn 18. janúar.