Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 36
Nýir bílar8 SÖLUMET HJÁ ROLLS ROYCE Þrátt fyrir efnahagskreppu í Evrópu og Bandaríkjunum selst lúxusbíllinn Rolls-Royce vel og sló öll sölumet á síðasta ári. Reyndar hafa verið slegin sölumet á hverju ári síðastliðin þrjú ár. Aldrei í 108 ára sögu fram- leiðandans hefur Rollsinn selst betur. Á síðasta ári voru seldir 3.575 bílar víða um heim. Stærstu markaðirnir eru í Kína og í Banda- ríkjunum. Í Þýskalandi voru seldir 15% fleiri Rollsar á síðasta ári en árið 2011. Ekki er nóg með það því það er lúxustegundin Phantom sem er mest seld og 95% kaupenda óska þar að auki eftir dýrum aukahlutum. Rolls-Royce Phantom selst vel. KULDINN EYKUR BENSÍNEYÐSLU Töluverður munur er á því hve miklu bensíni bílar eyða í heitu veðri og í miklum kulda. Getur munurinn á eyðslunni verið allt að tuttugu prósentum. Á vef Félags íslenskra bifreiða- eigenda www.fib.is er greint frá ástæðum þessa en einnig hvernig minnka megi elds- neytisnotkun á köldum dögum. Þar segir meðal annars að ekki aðeins vél og gangverk bílsins sé þyngra á sér í kuldanum heldur taki raftæki bílsins, til dæmis rúðu-, spegla- og sætis- hitarar, til sín mikið rafmagn. Það þyngi mjög álagið á vélina að snúa rafalnum. Bílar eyða mestu fyrstu mínúturnar eftir að þeir eru gangsettir og enn meir eftir því sem kuldinn er meiri. Mikill hluti orkunnar í eldsneytinu fer í að hita vélina upp í vinnsluhita en á köldum dögum og á stuttum vegalengdum nær bíll ekki að hitna til fulls. Oft er drepið á honum áður en hann nær að hitna almennilega og hann síðan ræstur aftur eftir að hafa kólnað niður. Við þetta slitnar vél og gangverk hraðar og bensíneyðslan verður afar mikil. Á vef FÍB er mælt með að setja vélarhitara í bílinn. Ef hann er ekki til staðar má reyna þetta: 1. Notaðu sem minnst aftur- rúðu-, sæta- og speglahitarana. 2. Sjáðu til þess að loft- þrýstingurinn í dekkjunum sé minnst sá sem hann á að vera samkvæmt handbók bílsins. 3. Keyrðu vélina á sem lægstum snúningi og láttu hana ekki erfiða. 4. Smá snattferðir á bílnum kosta mikið. Sparaðu slíkan akstur. Heimild: www.fib.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn Grænir bílar eru skilgreindir sem bílar með minnsta mögu legan útblástur, sem eru flokkar A, B eða C og losa 0-120 g af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Stefna Landsbankans um samfélagslega ábyrgð hefur sett bankanum þau mark- mið að tengja starfshætti sína við efnahags-, sam- félags- og umhverfismál. Landsbankinn kynnir græna bílafjármögnun Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækja ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Landsbankinn býður betri kjör á fjármögnun grænna bíla – 9,65% breytilegir óverðtryggðir vextir og ekkert lántökugjald. *9,40% fyrir Vörðufélaga. 9,65%* vextir Ekkertlántökugjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.