Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2013 | MENNING | 37 800 Bar á Selfossi verður opnað- ur á nýjan leik á Selfossi í vor við Austurveg 52 hjá gömlu slökkvi- stöðinni. „Þetta er við aðalgötuna. Það er traffík þarna framhjá og þetta er mjög góður staður,“ segir Eiður Birgisson, sem á nýja stað- inn ásamt Sverri Rúnarssyni. Tæpt ár er liðið síðan 800 Bar brann til kaldra kola við Eyraveg eftir að eldur kom upp í röra- verksmiðju en breiddist svo út í skemmtistaðinn. Þá var Eiður einnig annar eig- endanna. 800 Bar naut mikilla vinsælda og voru þar haldnir bæði tónleikar og ýmis skemmtikvöld, þar á meðal Dirty Night. „Það var allt reynt þar og allt prufað. En það verða ekki sömu lætin hérna,“ segir hann. „Þetta er töluvert minni staður en sá gamli. Hann mun heita það sama en það verða nýjar áherslur og allt meira kósí.“ Spurður nánar út í hvernig dag- skrá verður í boði segir Eiður það eiga eftir að koma í ljós. „Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað stærðin býður upp á. Við ætlum að byrja rólega. Það verður einhver lifandi tónlist og svo sjáum við bara til.“ Eiður segist vera búinn að jafna sig á áfallinu sem hann varð fyrir við brunann í fyrra. „Það var hræðilegur dagur en ég er löngu búinn að jafna mig á því. Það þýðir ekki að grenja í eitt ár heldur verður maður að snúa sér að því næsta.“ 800 Bar var upphaflega stofn- aður í maí 2008 og lifði því aðeins í fjögur ár þangað til hann brann. „Stefnan er að þessi staður lifi um ókomin ár.“ - fb Segir allt meira kósí á nýjum 800 Bar Tæpt ár er liðið síðan 800 Bar brann á Selfossi. Nýr staður verður opnaður í bænum í vor. Megan Fox fannst hún van- máttug eftir að hún var stimpluð kynbomba af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali sem leik- konan veitti Esquire. „Mér fannst ég vanmáttug. Mér fannst ég ekki sterk. Stimpillinn át alla aðra þætti persónuleika míns, ekki persónulega heldur í því hvernig fólk sá mig. Það var ekkert annað sem því þótti vert að vita eða sjá. Það gerði lítið úr mér. Ég var ímynd. Ég var upp- stilling,“ sagði Fox, sem hefur að mestu dregið sig í hlé frá leiklist- inni og frægðinni. Lítillækkandi stimpill LÍTILLÆKKUÐ Megan Fox fannst kyn- bombustimpillinn lítillækkandi. NORDICPHOTOS/GETTY Sigur Rós spilar á tónleikun- um Live at Jodrell Park á Eng- landi 30. ágúst. Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að þeir eru haldnir á svæði þar sem Bretar hafa stundað stjarnvísindi frá árinu 1945. Árið 2011 voru haldnir þar í fyrsta sinn rokktónleikar undir yfirskriftinni Jodrell Bank Live, þar sem fram komu The Flaming Lips, British Sea Power, OK Go og fleiri sveitir. Í fyrra spilaði þar enska sveitin Elbow við góðar undirtektir. Sigur Rós leggur af stað í tón- leikaferðalag um heiminn í næsta mánuði. Fyrstu tónleikarnir verða í Portúgal 13. febrúar. Á slóðum stjarnvísinda SIGUR RÓS Hljómsveitin spilar á Live at Jodrell Park 30. ágúst. Á NÝJUM 800 BAR Eiður Birgisson (til vinstri) og Sverrir Rúnarsson á hinum nýja 800 Bar sem verður opnaður á Selfossi í vor. Sá gamli brann til kaldra kola fyrir tæpu ári. Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Guðrún Lovísa Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, einkaþjálfari og íþróttafræðinemi. Á rn a sy n ir & c o Á rn a sy n ir & c o Aktív próteinbitar eru handhæg næringar- lausn til að hafa við höndina hvar og hvenær sem er, stútfullir af hágæða mysupróteini. Svo eru þeir bara svo hrikalega góðir!” Haltu dampi „ Nói Síríus framleiðir Aktív próteinbita en fyrirtækið hefur í fleiri áratugi framleitt vörur sem hafa notið fádæma vinsælda á meðal Íslendinga enda eru bragðgæði ávallt höfð í forgrunni þegar fyrirtækið þróar nýjar vörur. HÁGÆÐA PRÓTEIN Aktív próteinbitar innihalda hágæða mysuprótein. Prótein er öllum nauðsynlegt en þó sérstaklega þeim sem hreyfa sig mikið og lifa virkum lífsstíl. Mysupróteinið í Aktív próteinbitum er framleitt af Davisco sem er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum, framleiðslu og sölu á mysupróteini í heiminum. DÖKKT SÚKKULAÐI Aktív próteinbitar eru húðaðir með Síríus Konsúm 56% súkkulaði. Dökkt súkkulaði er ríkt af andoxunarefnum sem m.a. eru talin geta haft hjartaverndandi áhrif. ENDURLOKANLEGIR POKAR Aktív próteinbitar koma í endurlokanlegum pokum sem tryggja ferskleika vörunnar, henta einstaklega vel til að hafa við höndina og uppfylla þannig orkuþörf í erli dagsins. vertu aktív
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.