Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 18
17. janúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Borgundarhólmsklukkur eru töfrandi fyrirbæri. Stórar, virðulegar og fagur- skreyttar tifa þær hikstalaust árum og áratugum saman og minna mannfólkið á framvindu tímans með þungum, takt- föstum slætti á heila og hálfa tímanum. Það er eitthvað heillandi, nánast dáleið- andi, við að fylgjast með kólfinum í slíkri klukku sveiflast hægt frá hægri til vinstri, frá vinstri til hægri. Stoppi hann í miðjunni þarf svo að trekkja klukkuna upp eða koma henni í viðgerð. Pendúll stjórnmálanna? Myndlíkingar geta verið gagnlegar til að skýra og draga saman flókinn veru- leika. Stundum getur veruleikinn hins vegar orðið nokkurs konar fórnarlamb myndlíkingarinnar og farið að laga sig að henni, orðið vanahugsun. Hægri og vinstri í stjórnmálum er eitt skýrasta dæmið um þetta: flokkunarkerfi sem búið er til hægðarauka fyrir margt löngu en fer að stýra innihaldi þess sem flokkað er. Pendúll stjórnmálanna sveiflast sam- kvæmt þessu kerfi til hægri eða vinstri eins og óhagganlegt náttúrulögmál. Slík tvíhyggja er ófrjó og varla lengur neinum til gagns nema tímaskökkum stjórnmála- mönnum, stjórnmálafræðingum og blaða- mönnum sem eiga erfitt með að fóta sig í breyttum heimi, minnir einna helst á kaldastríðshugsunarháttinn sem nú er sem betur fer kominn á ruslahauga mann- kynssögunnar. Eða hvað? Standklukkur í mannsmynd Gömlu, stóru, þungu, virðulegu Borg- undarhólmsklukkurnar með kólfi sem sveiflast taktfast til hægri og vinstri eru sannarlega töfrandi, en slíkar stand- klukkur í mannsmynd, ég tala nú ekki um í mynd stjórnmálamanns, eru pínleg tímaskekkja. Þó eru furðu margir slíkir á vappi í samfélaginu og sumir þeirra sitja á Alþingi. En það er löngu tímabært að breyta þessu, stilla þeim upp í stássstof- unni með þökkum fyrir vel unnin störf og uppfæra þjóðþingið okkar. Við lifum nefnilega á margpóla fjölmenningartím- um þar sem mun skilvirkara og frjórra er að hugsa í raunverulegum lausnum en í tvípóla, úreltum hugmyndakerfum hægri- og vinstrimanna. Uppfærum klukkurnar STJÓRNMÁL Friðrik Rafnsson þýðandi, í fj órða sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður ➜ Hægri og vinstri í stjórnmálum er eitt skýrasta dæmið um þetta: fl okkunarkerfi sem búið er til hægðarauka fyrir margt löngu en fer að stýra innihaldi þess sem fl okkað er. ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. Inniheldur mikilvæg vítamín, steinefni og járn sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs líkama. Vítamín & steinefni M ál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þor- steinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Umfjöllun fjölmiðla um mál Karls Vignis hefur verið sett í víðara samhengi, meðal annars í því skyni að stuðla að auk- inni meðvitund almennings um kynferðisbrot gegn börnum, um mikilvægi þess að hlusta á börn sem segja frá ofbeldi og fræða þau án þess að hræða þau. Þannig hefur fjölmiðla- umfjöllun um þetta tiltekna mál orðið til þess að auka þekk- ingu og meðvitund um þessi alvarlegu brot. Umfjöllunin hefur einnig orðið til þess að fólk sem burðast hefur eitt með mis- notkun frá barnæsku hefur öðlast kjark til að rísa upp og segja frá. Þannig er ekki aðeins óvenjumikið um að vera hjá Stígamótum heldur hefur lögreglan undanfarna daga tekið við kærum og tilkynningum vegna brota sem mislangt er síðan áttu sér stað. Ekki er nóg með það heldur hafa kynferðisbrot gegn börnum verið tekin á dagskrá og rædd bæði í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og í borgarstjórn Reykjavíkur. Allsherjarnefnd kallaði til sín fulltrúa meðal annars frá Barnaverndarstofu, Stígamótum, lögreglu og Ríkis- saksóknara. Meginumræða þess fundar snerist um auknar heimildir lögreglu til að nota tálbeitur í því skyni að hafa uppi á kynferðisbrotamönnum. Í umræðu undangenginna daga hefur ríkt talsverð með- vitund um mikilvægi þess að umræða um barnaníðinga sé ekki vægðarlaus vegna þess að slík vægðarlaus umræða geti orðið til þess að börn segi síður frá ofbeldi af því að þau óttist um afdrif þess sem brotið hefur á þeim, sem í flestum til- vikum eru menn sem eru þeim venslaðir. Þögnin sem hjúpað hefur kynferðisbrot gegn börnum alltof lengi hefur ekki bara verið vörn barnaníðinganna og það skjól sem þeir hafa þurft til að halda brotum sínum áfram. Hún hefur líka gert afleiðingar brotanna enn óbærilegri fyrir þolendur en þær hefðu orðið ef þeir hefðu sagt frá reynslu sinni og fengið viðhlítandi meðferð. Hreyfing eins og sú sem orðið hefur síðustu daga er þannig afar mikilvæg. Hún eykur þekkingu og vitund um mála- flokkinn auk þess sem hún dregur fram og minnir á þau býsna mörgu úrræði sem standa bæði þolendum og gerendum til boða. Auk þess vekur hún almenning til umhugsunar um ábyrgð borgara sem telja sig vita um barnaníð og þær leiðir sem almenningi eru færar til að gera viðvart um slíkar grunsemdir. Hver flóðgátt sem opnast verður þannig varða á leiðinni til að fækka ofbeldisglæpum gagnvart börnum og draga úr þeim miska sem þolendur verða fyrir. Auk þess má leiða að því líkur að umræðan skili fleiri brotamönnum í meðferð. Þá er þó til nokkurs unnið. Umfjöllun um kynferðisbrot opnar flóðgáttir: Til mikils að vinna Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Kaldar kveðjur Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var á heim- spekilegum nótum á þingi í gær þegar hann velti fyrir sér hvað ylli því að þingmenn skiptu um flokka. „Er það ekki valdabrölt í sinni skýrustu mynd þegar menn annaðhvort skipta um flokka, eða stofna nýja, til þess að komast til valda, til að fá völd,“ spurði hann á þingi. Þetta eru kaldar kveðjur til félaga hans í þingflokknum og á framboðslista flokksins í Norð- vesturkjördæmi, Ásmundar Einar Daðasonar, sem kom einmitt í Framsókn úr Vinstri grænum á kjörtímabilinu. Spjaldtölvur fyrir alla! Guðmundur Franklín Jónsson og félagar í Hægri grænum eru stórhuga fyrir komandi kosn- ingar. Á vef þeirra má finna langan lista af stefnumálum og eitt þeirra hljóðar svo: „XG ætlar að útvega öllum grunn-, fjölbrauta- og menntaskóla- nemendum ásamt öllum kennurum spjaldtölvur eftir næstu kosningar þeim að kostnaðarlausu. Spjaldtölvur spara bókakostnað og létta töskuburð skólabarna og beinan kostnað skatt- borgaranna.“ Þetta er frábær hugmynd. Spjaldtölvur eru skemmtileg tæki og rannsóknir benda til þess að þær geti nýst vel í kennslu. Þrír milljarðar Lítum samt nánar á dæmið. Á Íslandi eru um 42 þúsund grunn- skólanemar. Framhalds- skólanemarnir eru um 30 þúsund og háskólanemarnir 19 þúsund. Það gerir 91 þúsund nemend- ur, eða hér um bil. Þá eru kennararnir eftir. Þeir eru samtals um níu þúsund. Til að standa við þetta loforð munu Hægri grænir því þurfa að kaupa 100 þúsund spjaldtölvur strax eftir kosningar. Ímyndum okkur að keyptar yrðu sæmilegustu spjaldtölvur á magn- afslætti og að hver þeirra kostaði 30 þúsund krónur. Það er líklega ekki svo óraunhæft. Það mundi þýða þriggja milljarða útgjöld í einu vet- fangi. Mikið má sparast í bókakostnaði á móti til að það gangi upp. kolbeinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.