Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 4
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL Jarðhitafyrirtæk- in þrjú, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orka, hafa óskað eftir því við umhverfis- ráðherra að gildistöku hertra ákvæða reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúms- lofti verði frestað til ársins 2020. Reglugerðin var sett árið 2010, meðal annars til að draga úr skaðlegum áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið í heild og á að taka gildi um mitt ár 2014. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitunn- ar, segir að aðalástæða þess að óskað er eftir frestuninni sé sú að þegar hert ákvæði reglugerðar- innar taki gildi þá verði fyrir- tækið ekki tilbúið með mengunar- varnarbúnað á iðnaðarskala. Orkuveitan hefur um árabil unnið að því að þróa nýja tækni til að draga úr styrk brennisteins- vetnis í útblæstri Hellisheiðar- virkjunar. Þá er brennisteins- vetnið skilið frá jarðgufunni og því blandað saman við affallsvatn sem leitt er um niðurrennslis- holur aftur ofan í jarðhitakerfið. Ef þetta tekst er um hagkvæma og skilvirka lausn að ræða; reynd- ar umhverfisvænsta kostinn og þann hagkvæmasta, að sögn Hólmfríðar. Aðrar lausnir eru mjög dýrar, en í ákvæðum starfsleyfa fyrir atvinnurekstur sem kann að valda mengun af völdum brenni- steinsvetnis skal beita bestu fáanlegu tækni til að hamla loft- mengun. Stofnkostnaður við að setja upp bestu fáanlegu tækni fyrir 90 megavatta virkjun, sem er skylt samkvæmt ákvæðum starfs leyfis fyrirtækisins, gæti orðið um tveir milljarðar króna og rekstrar kostnaður um einn milljarður króna. Hellisheiðar- virkjun er rúmlega 300 megavött. Umhverfisstofnun hefur tíma til 15. febrúar til að fjalla um ósk fyrirtækjanna og skila umsögn til ráðuneytis umhverfismála, sem fer með forræði í málinu. En hvað ef ósk fyrirtækisins um frestun gildistökunnar verður hafnað? Í viðtali við Fréttablaðið í maí 2011 fengust þau svör frá fyrir tækinu að ef tilraunaverkefnið skilaði ekki tilætluðum árangri yrði ráð- ist í fjárfestingar á hreinsibúnaði, enda væri ekki um neitt annað að ræða en mæta kröfum reglu- gerðarinnar. Staða OR skipti þar engu um því fyrirtækið myndi mæta þeim kröfum sem fyrirtækinu væru settar varðandi mengun. Þessi afstaða fyrirtækisins er óbreytt, að sögn Hólmfríðar, enda ber fyrirtækinu að hlíta lögum og reglum. svavar@frettabladid.is Orkufyrirtækin þrjú hafa óskað eftir því að gildistöku mengunar- ákvæðisins verði frestað um sex ár, til 2020. Vilja að mengunarákvæði standi óbreytt næstu árin Þrjú orkufyrirtæki hafa óskað eftir því að gildistöku mengunarákvæðis vegna brennisteinsvetnis verði frestað um sex ár. Verði óskinni hafnað kostar það milljarða fyrir fyrirtækin að kaupa tilskildan hreinsibúnað. Í FJARSKA Hreinsibúnaður fyrir jarðhitavirkjanir krefst milljarða fjárfestingar, verði ósk um frestun hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti var sett sumarið 2010 þegar mengun frá Hellisheiðarvirkjun komst í hámæli. Rök Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra voru fyrrnefnd óvissa um heilsufarsáhrif og var það hennar mat að almenningur skyldi njóta vafans. Einnig eiga mörkin að koma í veg fyrir lyktarmengun og var talið nauðsyn- legt að setja heilsuverndarmörkin við fimmtíu míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráða- áhrifa á augu en ekki til langtímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Í reglugerð umhverfisráðherra er fyrirtækjum gefið aðlögunartímabil þannig að til að byrja með verður leyfilegt að fara fimm sinnum á ári yfir fimmtíu míkrógramma mörkin en frá og með júlí 2014 verður það óheimilt. Óvissa ríkir um heilsufarsáhrif ÚT AF SPORINU Íbúa sakaði ekki þegar stolin lest fór út af sporinu og lenti á húsi þeirra í Saltsjöbaden í Stokkhólmi. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Ekki var hægt að yfir- heyra í gær hreingerninga- konuna sem ók lest í fyrrinótt í Saltsjöbaden, einu af út hverfum Stokkhólms. Lestin fór út af sporinu og lenti á íbúðarhúsi en íbúana sakaði ekki. Í ljós kom að lestinni hafði verið ekið um 1,5 kílómetra á 80 kílómetra hraða á klukkustund áður en slysið varð. Sjálf slasaðist konan alvarlega og var flutt með þyrlu á sjúkrahús. Íbúar í næstu húsum vöknuðu við mikinn hávaða og kváðust í viðtali við sænska fjölmiðla ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar þeir litu út um gluggann. Konan starfaði við að ræsta lestarvagna. - ibs Stal lest og ók á hús: Konan illa slös- uð eftir slysið HAGSMUNASAMTÖK FÍT verður deild í FÍH Félag íslenskra tónlistarmanna (FÍT), sem stofnað var árið 1940 og gætir hagsmuna tónlistarmanna í sígildri tónlist, hefur gengið í Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Fram kemur í tilkynningu að FÍT starfi áfram sem deild innan FÍH. 20142020 FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið er áfram langmest lesna blað landsins sam- kvæmt prentmiðlakönnun Capa- cent. 57,3 prósent landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára lesa blaðið og 71,4 prósent í sama aldurshópi á höfuðborgarsvæðinu. Mælingarnar eiga við um síðasta ársfjórðung 2012. Fréttatíminn er næstmest lesna blaðið með 41,3 prósenta lestur. Þriðja mest lesna blað landsins er Morgun blaðið, en 32,6 prósent landsmanna á aldrin- um 12 til 80 ára lesa það. Þess má geta að lestur Bændablaðsins var mældur í fyrsta sinn í desember og reyndist þá 31 prósent. Þá les 19,1 prósent Monitor, 10,4 prósent DV og 9,4 prósent Viðskiptablaðið. Lestur allra blaða nema Frétta- tímans og Morgunblaðsins dregst saman milli ársfjórðunga, en hjá þessum miðlum jókst hann um tvö prósent. Mest dróst lestur DV og Viðskiptablaðsins saman, eða um 16 prósent. Samdráttur- inn er þó minni sé aðeins litið til höfuðborgar svæðisins. Lestur prentmiðla dróst lítillega saman á síðasta fjórðungi ársins 2012: Fréttablaðið áfram með yfirburði 233,7947 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,58 129,2 206,28 207,28 170,99 171,95 22,909 23,043 23,05 23,186 19,752 19,868 1,4587 1,4673 197,66 198,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 16.1.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 7. SKREF GERÐU EITTHVAÐ Í MÁLINU Kynntu þér nánar bæklinginn 7 skref til varnar börnum okkar á vefnum www.blattafram.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Fremur stífur vindur. ROK OG RIGNING Það kemur lægð upp að landi í dag með hvassri suðaustanátt og úrkomu um allt sunnan og vestanvert landið. Áfram hvasst á morgun og má gera ráð fyrir 20 m/s syðra og á miðhálendinu. 1° 5 m/s 2° 0 m/s 3° 7 m/s 7° 15 m/s Á morgun 10-20 m/s. Gildistími korta er um hádegi. 3° 1° 4° 1° 1° Alicante Basel Berlín 18° 3° 1° Billund Frankfurt Friedrichshafen -1° 0° -4° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -3° -3° 20° London Mallorca New York 0° 18° 5° Orlando Ósló París 24° -9° -3° San Francisco Stokkhólmur 14° -2° 5° 5 m/s 6° 2 m/s 1° 2 m/s 2° 2 m/s 0° 3 m/s 1° 4 m/s 0° 5 m/s 6° 5° 6° 4° 4° Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð D V Fr ét ta tí m in n V ið sk ip ta bl að ið M on it or 57,3 32,6 10,4 41,3 9,4 19,1 %HEIMILD: CAPACENT ➜ Lestur í lok árs VIÐSKIPTI Sölvi Óskarsson hefur selt tóbaksbúðina Björk, en hann hefur rekið verslunina í 29 ár. Þetta kemur fram í Viðskipta- blaðinu sem kemur út í dag. Kaup- andinn er Johan Thulin Johansen en kaupverðið er ekki gefið upp. Nokkur styr hefur staðið um sölu tóbaks hér á landi og þurfi úrskurð Hæstaréttar til að Sölvi mætti hafa vörur sínar sýnilegar í versluninni. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann ætli að snúa sér að rabarbararækt á jörð sinni í Borgarfirði en verða þó með annan fótinn í Björk. - kóp Hættir eftir 29 ár: Sölvi seldi Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.