Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 2
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkja- forseti biðlar til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings að samþykkja víðfeðmar tillögur sínar um herta byssulöggjöf. Forsetinn kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í Washington í gær. Meðal þess sem forsetinn leggur til að þingið samþykki er að hríðskotarifflar verði bannaðir og að sala á skothylkjum sem geyma meira en tíu skot verði bönnuð. Þá vill hann að bakgrunnur kaupenda allra skotvopna verði skoðaður, en nú eru um fjörutíu prósent allra skotvopna keypt án eftirlits í einkasölu og á byssusýningum. Forsetinn viðurkenndi á fundinum að til- lögur hans myndu mæta mikilli andstöðu í þinginu. „Sjálfskipaðir spekingar, stjórn- málamenn og fulltrúar þrýstihópa munu vara við einræðislegri árás á frelsið, ekki af því að það er satt, heldur af því að þeir vilja vekja upp ótta eða auka gróðann sinn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Og á bak við tjöldin munu þeir gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir allar skynsamlegar til- lögur og passa upp á að ekkert breytist.“ Obama skrifaði einnig upp á 23 aðgerðir sem ekki þarfnast fulltingis þingsins. Meðal þeirra eru rannsóknir á byssuofbeldi. - þeb Landssamtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segja að hundrað þúsund manns hafi gengið í sam- tökin eftir harmleikinn í Sandy Hook-skólanum í Newton í desember síðastliðnum. Samtökin birtu auglýsingu fyrir blaðamannafundinn í gær þar sem forsetinn var sagður forréttindasinnaður hræsnari fyrir að láta vopnaða verði fylgja dætrum sínum í skólann en berjast gegn því að vopnaðir verðir yrðu í öllum skólum landsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að auglýsingin væri ógeðfelld og hugleysisleg. 100.000 í landssamtök byssueigenda Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í gær tillögur að hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum: Vill banna sjálfvirka riffla og auka eftirlit BRETLAND, AP Tveir létust og þrettán slösuðust þegar þyrla rakst á byggingakrana og hrapaði til jarðar á háannatíma í miðborg London í gærmorgun. Flugmaður þyrlunnar og vegfarandi á götu létust í slysinu, auk þess sem einn hinna slösuðu er í lífshættu að sögn lögreglu. Yfirmaður hjá lögreglunni, Neil Basu, sagði það kraftaverki líkast að manntjón hafi ekki verið meira. Flugmaðurinn hafði ætlað að fá að lenda á nálægum þyrlupalli vegna slæms veðurs, en þoka var í borginni. Byggingakraninn stendur við háhýsi þar sem innréttaðar verða íbúðir fyrir auðmenn. - þeb Þyrla rakst á byggingakrana og hrapaði til jarðar: Mildi að fleiri létust ekki í London SLYSIÐ Brak úr þyrlunni dreifðist um göturnar á háannatíma, þegar mikill fjöldi fólks var á leið til vinnu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Ég fer bara ekki neitt,“ segir kaupmaðurinn Júlíus Þor- bergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í gær að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhús- næði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. Verði af því er ljóst að saga Draumsins er á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu. Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Umráðaréttur yfir eignunum er nú hjá Íslandshótelum annars vegar og lögmanninum Jóni Magnússyni hins vegar. Magnús Jónsson, sonur Jóns, er lögmaður beggja aðila. Hann segir að eftir nauðungar- uppboðið hafi Júlíus haft mánuð til að gera athugasemd við það til dóm- stóla. Það hafi ekki verið gert. „Í kjölfarið fórum við fram á útburð,“ segir Magnús. Hann kveð- ur líklegt að af honum verði á allra næstu dögum. Júlíus segir málið hins vegar allt hið einkennilegasta, í ljósi þess að peningarnir sem sonur hans hafi átt að fá lánaða gegn veði í eignunum hafi aldrei skilað sér. Hann hafi verið svikinn og feðgarnir íhugi nú að fara í hart við lánveitandann. „Nú er hann að sigla í mjög mikil vandræði,“ segir hann. „Strákurinn skuldar honum ekki fimmaur.“ Og hann kveðst alls ekki ætla að láta bera sig út. „Ég fer náttúrulega ekki út úr mínu eigin húsnæði ef ég skulda ekki neitt. Hvernig dettur þeim það í hug?“ stigur@frettabladid.is Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn Dómari úrskurðaði í gær að kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson skyldi borinn út úr Draumnum við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi. „Hvernig dettur þeim það í hug?“ spyr Júlíus, sem hefur neitað að fara eftir nauðungaruppboð í október. JÚLLI Í DRAUMNUM Júlli hefur rekið Drauminn í nærri 25 ár ár og hefur nokkrum sinnum fengið yfirvöld í heimsókn. Þessi mynd er tekin á góðri stundu árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Júlíus kveðst ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður,“ segir hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir út- gáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er útlit fyrir að Draumurinn gæti verið á enda. Ekki búinn að sitja af sér dóminn STJÓRNMÁL Samstaða fer ekki fram Sjö af níu stjórnarmönnum í Samstöðu, flokki lýðræðis og velferðar, eru hættir í stjórninni. Fráfarandi formaður segir að flokkurinn muni ekki bjóða fram í alþingiskosningum. Þá er til meðferðar innan flokksins tillaga um að breyta honum í þjóðmálafélag. ALSÍR 41 gísl í haldi Herskáir íslamistar tóku 41 gísl í grennd við gasvinnslustöð í Alsír í gær. Tveir létust þegar íslamistarnir réðust á rútu sem fólkið var í. Fólkið starfar fyrir gasvinnslustöðina, en talið er fullvíst að gíslatakan tengist hernaði Frakka í grannríkinu Malí. BÍLAR Tíðar bílveltur undanfar- ið má rekja til þess að ökumenn hafa ekki verið viðbúnir hálku. „Ef eitthvað bregður út af og menn missa stjórn á bílnum þá skiptir sköpum að bregðast við af yfirvegun og öfgalaust og reyna í rólegheitum að leiða bíl- inn aftur inn á veginn. Varast skal að kippa snöggt í stýrið eða hemla snögglega,“ segir í leið- beiningum Umferðarstofu. Slík viðbrögð eru sögð geta gert illt verra og leitt til þess að bíllinn velti. - óká Tíðar bílveltur í hálkunni: Ekki skal kippa snöggt í stýrið SPURNING DAGSINS Slagur við Dróma Af hverju fáum við fyrrum viðskiptavinir Spron og Frjálsa fjárfestingabankans ekki banka eins og aðrir Íslendingar?? Nú er tækifærið, stöndum saman. „Þrotabú er ekki staður fyrir eðlilega bankastarfsemi“ Samstöðufundur í kvöld 17. janúar kl. 20 í gamla Stýrimanna-Sjómannskólanum v/Háteigsveg 2.hæð Fundarstjóri: Ólafur Garðarsson, formaður H.H Facebook : slagur við dróma slagurviddroma@gmail.com Hrönn, verður Goðahverfið mest æsandi hverfi bæjarins? „Það verður goðum líkast.“ Hrönn Vilhelmsdóttir í Kaffi Loka er í áhugahópi sem vill styrkja ímynd svokallaðs Goðahverfis sunnan Skólavörðustígs með skreytingum sem minna á æsina sem götur hverfisins draga nöfn af. LÖGREGLUMÁL Fjölmennt lögreglu- lið réðst til inngöngu í höfuðstöðvar samtakanna Outlaws í Hafnarfirði í fyrrakvöld og lagði þar hald á efni sem talið er að hægt sé að nýta til sprengjugerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Í félagsaðstöðunni fannst einn- ig haglabyssa, sem reyndist vera stolin, og skotfæri. Húsleit var jafn- framt gerð heima hjá félagsmönn- um og þar fannst efni í sprengju- gerð, loftskammbyssa og fíkniefni í söluumbúðum. Þrír menn voru handteknir í aðgerðunum. Þeir eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri. Þre- menningarnir voru yfirheyrðir í gær en sleppt úr haldi að því loknu. Sérsveit lögreglu tók þátt í aðgerðunum og notaðist við sprengjuleitarhund og fíkniefna- leitarhund. - sh Lögregla réðst í húsleitir hjá Outlaws og handtók þrjá meðlimi: Fundu byssur og sprengiefni „Ég tjái mig ekki við blaðamenn,“ sagði Víðir „tarfur“ Þorgeirsson, forsprakki Outlaws, þegar blaðamaður hafði samband við hann vegna málsins í gær. Spurður hvort hann hefði verið einn hinna handteknu svaraði Víðir: „Því miður, ég get ekki svarað þér. Þessu samtali er lokið. Bless.“ „Þessu samtali er lokið“ AÐALMAÐURINN Víðir „tarfur“ Þorgeirsson var handtekinn í umfangsmikilli lögregluaðgerð í október. Gæsluvarðhaldskröfu á hendur honum var hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.