Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 22
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Ég gekk til liðs við VG á
sínum tíma einkum til að
vinna að hugsjónum um
jafnrétti og umhverfi. Að
báðum þessum málaflokk-
um hafði ég unnið sem
lögmaður en gerði mér
vonir um að ég næði meiri
árangri á vettvangi Alþing-
is og innan VG, sem hefur
kvenfrelsi og umhverfis-
mál að kjarnaatriðum í
stefnuskrá sinni. Nokkuð
hefur áunnist fyrir tilstilli
sporgöngumanna Kolbrúnar Hall-
dórsdóttur sem fylgdu eftir málum
hennar um vændiskaup og nektar-
staði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér
sem formaður viðskipta nefndar til
að tryggja að lög um kynjakvóta
yrðu samþykkt. Bjartar vonir
vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu
ríkisstjórnar Samfylkingarinnar
og Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í kjölfar alþingis kosninga
vorið 2009, með jafnaðar- og jafn-
réttiskonuna Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra í fararbroddi. Í
samstarfsyfirlýsingunni
segir um jafnréttismálin:
„Málaflokkur jafnréttis-
mála fái aukið vægi innan
stjórnkerfisins. Jafnréttis-
stofa verði efld og sjálf-
stæði hennar aukið.
Jafnréttismál verði flutt
í forsætisráðuneytið. Áhrif
kvenna í endurreisninni
verði tryggð. Því mun ríkis-
stjórnin beita sér fyrir því að jafna
hlutfall kvenna á öllum sviðum
samfélagsins og grípa til sértækra
aðgerða sé þess þörf. Jafnframt
verði kynjasjónarmið höfð að leiðar-
ljósi í aðgerðum til atvinnusköpun-
ar, svo þær gagnist bæði körlum og
konum með fjölbreyttan bakgrunn.
Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til
að útrýma kynbundnum launamun
í samvinnu við hagsmunasamtök
og aðila vinnumarkaðarins. Lokið
verði við gerð jafnréttisstaðla á
kjörtímabilinu og starf jafnréttis-
fulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið
verði úr tillögum jafnréttisvaktar-
innar.
Ríkisstjórnin grípi til aðgerða
t i l að útrýma kynbundnu
ofbeldi……….“
Verri staða kvenna
Nú undir lok kjörtímabils ríkis-
stjórnar Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboð má með sanni segja að vart
standi steinn yfir steini hvað þessi
loforð snertir. Niðurskurður í heil-
brigðis- og félagsmálum hefur bitn-
að á konum og landsbyggðinni, en
um 80% tapaðra starfa voru kvenna-
störf. Fögur fyrirheit um að útrýma
kynbundnum launamun hafa snúist
upp í andhverfu sína, kynbundinn
launamunur hefur aukist á kjör-
tímabilinu. Staða kvenna í íslensku
samfélagi hefur versnað síðastliðin
fjögur ár. Þær hafa verið þolendur
endurreisnar fjármálakerfisins,
forgangsverkefnis að fyrir mælum
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa
falið í sér eignatilfærslur frá skuld-
settum heimilum til fjármálastofn-
ana og félagslegan niðurskurð. Sjóð-
urinn verður seint talinn velviljaður
norrænu velferðarsamfélagi. Var
það ekki þessi sjóður sem stuðlaði
að kynlífstengdri ferðaþjónustu í
Taílandi?
Fjárframlög til Jafnréttisstofu
hafa í hlutfalli við verðlagsbreyt-
ingar lækkað umtalsvert á kjör-
tímabilinu. Jafnréttisstofa hefur
ekki verið efld, þvert á móti skor-
in niður. Tillögur greinarhöfund-
ar og Lilju Mósesdóttur við þriðju
umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um
tímabundin 75 milljóna króna fram-
lög til Jafnréttisstofu árin 2013 til
2015, samtals 150 milljónir, til að
vinna gegn kynbundnum launa-
mun voru felldar með atkvæðum
allra stjórnar þingmanna. Stjórnar-
liðar greiddu einnig einbeitt
atkvæði gegn einkar hófsömum til-
lögum okkar Lilju um 10 milljóna
króna viðbótarframlag til Kvenna-
athvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna
króna til Stígamóta, sömu fjárhæð
til Aflsins, samtaka gegn kyn-
bundnu ofbeldi á Norðurlandi, og
UN Women. Við forgangsröðuðum
í þágu baráttu gegn kynbundnum
launamun og kynbundnu ofbeldi í
samræmi við grunngildi VG. Sam-
bærilegar tillögur okkar vegna fjár-
laga fyrir árið 2012 voru einnig kol-
felldar af stjórnarliðum. Af hverju
hafna þeir tillögum sem eru kjarna-
atriði í stefnuskrám ríkisstjórnar-
flokkanna?
Orð og efndir „vinstri“ ríkisstjórnar í jafnréttismálum
Ónefndur ritstjóri hér í bæ
varð frægur fyrir nokkr-
um árum þegar hann sagði
í tveggja manna trúnaðar-
samtali að blað hans væri
að „pönkast“ í óvinum
sínum og „taka þá niður“
eins og það var orðað.
Síðan hefur orðalagið „að
pönkast“ áunnið sér sess,
m.a. í Slangurorðabókinni
þar sem það er skilgreint
á þann hátt að verið sé að
hamast í einhverjum eða
gera honum lífið leitt. Í
raun má segja að stutt sé
á milli eineltis og þess að pönkast í
öðrum einstaklingum. Tilgangur-
inn er að koma höggi á einstaklinga
og niðurlægja þá á ýmsan hátt.
Þetta er rifjað hér upp vegna við-
tals sem birtist í síðustu viku við
Vigdísi Hauksdóttur, þingmann
Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Þar segir hún frá kerfisbund-
inni niðurlægingu sem hún hafi
mátt þola í þinghúsinu, sem flokka
megi undir einelti. Niðurlægingu,
sem feli m.a. í sér að ákveðinn
hópur þingmanna stundi það að
flissa og skvaldra á meðan hún er
í ræðustól. Þá megi hún vart mis-
mæla sig eða skipta um skoðun án
þess að þurfa að þola niðurlægj-
andi ummæli í netheimum og í fjöl-
miðlum.
„Kóa“ saman
Það sem Vigdís tiltekur hefur flest-
um raunar verið ljóst lengi. Hún
hefur verið skotspónn pólitískra
andstæðinga og hefur mátt þola
óvægnari umfjöllun um sig en
aðrir þingmenn. Í þeirri orra-
hríð hafa málefni ekki skipt máli
– maður inn hefur verið tæklaður í
stað þess að fara í einstök
mál. Þannig hafa ákveðnir
þingmenn gert sig seka um
að pönkast í Vigdísi með
það fyrir augum að taka
hana niður. Ekki er langt
síðan einn þeirra bloggaði
að hann þakkaði guði fyrir
að þurfa ekki lengur að
sitja við hlið hennar í þing-
húsinu, án þess að útskýra
það nánar. Sumum finnst
þetta eflaust léttvægt, en
minnir þó óneitanlega á
eineltistilburði í skólum
þar sem fórnarlambið er
einangrað og niðurlægt. Þessi
framkoma gagnvart starfsfélögum
er auðvitað fyrir neðan allar hellur.
Þjóðin hefur fylgst með þessu ein-
eltisleikriti innan veggja þingsins í
góðan tíma. Besti vinur eineltisins
er þögnin og svo virðist sem fjöl-
margir þingmenn líti til hliðar og
þykist hvorki sjá né heyra. Strák-
arnir í hópnum „kóa“ saman, enda
sjá þeir ekkert athugavert við það
þó sparkað sé aðeins í andstæðing-
inn og djöflast í honum.
Ekki einsdæmi
Mörgum hefur þó ofboðið. Í
umræðu um stjórnarskrármál-
ið fyrir jól sagðist Sigurður Ingi
Jóhannsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, hafa ítrekað orðið
vitni að því að hæðst hafi verið að
þingmönnum sem komu upp til að
ræða málefnalega um stjórnarskrá
Íslands. Birna Lárusdóttir, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
fékk líka nóg í sömu umræðu. Hún
var ný á þingi og var að átta sig á
hefðum og venjum í þingsal. Hún
sagði: „Ég hef fylgst með, einkan-
lega þeim sem sitja hér á aftasta
bekk í dag, taka sérstaklega fyrir
einn þingmann úr röðum Fram-
sóknarflokksins. Mér hefur þótt
það sem ég hef heyrt og ég hef
séð ljótt.“ Undir þessa gagnrýni
tók Elín Hirst, frambjóðandi sama
flokks, í ágætri grein á eyjunni.is.
Framkoman gagnvart Vigdísi
er ekkert einsdæmi. Á hverjum
tíma virðist alltaf verða til pólítísk
fórnar lömb sem allir mega pönkast
í. Góður vinur minn í blaðamanna-
stétt taldi upp nokkur nöfn í sam-
tali fyrir nokkrum dögum. Þann-
ig þótti sjálfsagt að djöflast á fólki
eins og Júlíusi Sólnes, Halldóri
Blöndal og Guðna Ágústssyni, að
ógleymdum Ólafi F. Magnússyni
sem var nánast tekinn af lífi í fjöl-
miðlum í borgarstjórnartíð sinni.
Jafnvel mætti bæta Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni við þennan lista, auk
fjölmargra annarra.
Skömm þeirra sem taka þátt í
einelti og hæða og niðurlægja sam-
borgara sína er mikil. Ekki er síður
sorglegt að sitja hjá og láta sem
ekkert sé. Það er löngu orðið tíma-
bært að stöðva þennan ósóma. Að
sjá hann læðast inn í þingsali, þar
sem kjörnir fulltrúar þjóðarinn-
ar sitja, er þyngra en tárum taki.
Það er mál að linni. Er furða að
traust almennings þegar kemur að
alþingis mönnum sé við frostmark?
Pönkast á Alþingi
Þótt ótrúlegt megi virð-
ast samanstendur íslenskt
atvinnulíf að stærstum
hluta af litlum fyrirtækj-
um. Samkvæmt Hagstofu
og Viðskiptaráði Íslands
skiptist hlutfallið þannig
að um 90% allra íslenskra
fyrirtækja eru svokölluð
örfyrirtæki (1-9 starfsm.),
um 7% falla undir lítil
fyrir tæki (10-50 starfsm.),
2% teljast meðalstór (51-
250 starfsm.) en aðeins um
1% flokkast sem stór (>251
starfsm.). Þrátt fyrir að
skráð fyrirtæki hjá Hag-
stofu Íslands hafi verið um 62.000
í árslok 2011 má ætla að um helm-
ingur þeirra sé með virka starf-
semi eða um 30.000 talsins.
Stærstu vinnuveitendur landsins
Samkvæmt Viðskiptaráði eru lítil
og meðalstór fyrirtæki þar með
stærstu vinnuveitendur landsins
en ætla má að um helmingur laun-
þega í landinu starfi hjá þeim eða
um 90.000 manns. Þar af starfar
um helmingur hjá örfyrirtækjum
(40-45.000). Þar á sér stað gríðar-
leg verðmætasköpun sem lítið fer
fyrir og gleymist oft í umfjöllun
um atvinnulífið, bæði í fjölmiðlum
og ekki síst innan stjórnsýslunnar.
Ólíkt umhverfi
Á hverjum degi heyrum við fréttir
af þessum örfáu stóru fyrirtækj-
um landsins sem eru að mörgu
leyti að glíma við allt aðra hluti en
þau smærri. Til að mynda er ekki
óalgengt að greint sé frá miklum
afskriftum, yfirtökum og gjald-
þrotaskiptum þar sem stjórnendur
ganga jafnvel frá skútunni án þess
að bera neina persónulega ábyrgð
á fjárhagslegum skuldbindingum
félagsins. Raunin er allt önnur hjá
þeim smærri. Þá virðist sem svo
að stjórnvöld setji öll fyrirtæki
undir sama hatt og miði öll úrræði,
laga- og reglugerðir við heildar-
lausnir fyrir öll fyrirtæki landsins
þrátt fyrir ólíkar þarfir, innra og
ytra umhverfi þessara fyrirtækja.
Ábyrgðir
Ör- og lítil fyrirtæki eru oftar
en ekki stofnuð af einstaklingi
eða hópi einstaklinga og þá fyrst
og fremst af ástríðunni einni
saman og/eða til að sjá fyrir sér
og sínum. Þeir leggja oftar en
ekki allt undir; setja sparifé sitt
í stofnun þess, veðsetja eigur
sínar, fá styrki og lán frá vinum
og ættingjum og vinna jafnvel
árum saman launalaust í þeirri
von að byggja upp verðmæti
sem skila þeim síðar ávinningi.
Þessi hópur hefur ekki átt kost á
því að taka lán án þess að leggja
fram haldbærar tryggingar og
persónuleg veð. Ef illa fer bera
eigendur þessara fyrir-
tækja því oftar en ekki
persónulega ábyrgð á
fjárhagslegum skuldbind-
ingum félagsins.
Markvissar aðgerðir
Samkvæmt Viðskiptaráði svip-
ar hlutfallslegri skiptingu fyrir-
tækja í öðrum Evrópulöndum mjög
til skiptingarinnar hér lendis. ESB
hefur hins vegar, ólíkt íslensk-
um stjórnvöldum, gert sér grein
fyrir því að lítil og meðalstór
fyrirtæki eru burðarásinn í evr-
ópsku atvinnulífi og leggja mikla
áherslu á að ríki innan sambands-
ins vinni markvisst að því að
styrkja rekstrar umhverfi lítilla
fyrirtækja. Í efnahags- og atvinnu-
málum hafa þeir tileinkað sér regl-
una „think small first“ og miða við
að taka tillit til sérstöðu og þarfa
lítilla fyrirtækja við gerð laga- og
reglugerða. Aðgerðirnar hafa m.a.
miðað að því að einfalda regluverk,
draga úr samkeppni ríkisrekinna
fyrirtækja við lítil fyrirtæki, auka
markvisst aðgengi fyrirtækjanna
að fjárfestum og fjármögnun,
skapa almennt rekstrarumhverfi
sem hvetur til nýsköpunar, koma
á samvinnu milli stjórnsýslunn-
ar og lítilla fyrirtækja við gerð
reglugerða, flýta greiðslum hins
opinberra til fyrirtækja sem þeir
kaupa þjónustu af auk tilskipana
um lækkun og samræmingu á
virðisaukaskattsþrepum.
Viðurkennum vandann
Fyrsta skrefið í því að leysa vanda
er alltaf að viðurkenna að hann sé
fyrir hendi og hefja samtal. Stjórn-
völd þurfa fyrst og fremst að átta
sig á þjóðhagslegu mikilvægi
lítilla fyrirtækja og hefja sam-
starf við þau sem miðar að því að
styrkja rekstrarumhverfi þeirra.
Skapa ytri skilyrði sem hvetja til
frumkvæðis og verðmætasköpun-
ar ásamt því að auka skilning sinn
á þörfum þessa hóps. Finna þarf
leiðir til að búa til samfélag sem
hvetur til fjölbreytts atvinnulífs
um leið og það skilar sanngjörnum
hluta í ríkiskassann – án þess að
draga úr hvata til að stofna og reka
lítil fyrirtæki. Ákvarðanir sem
lúta að atvinnulífinu ættu ávallt að
hefjast með spurningunni: „Hvaða
áhrif hefur þetta á lítil fyrirtæki
og styrkir ákvörðunin stoðir
þeirra?“ Þau eru bróðurparturinn
af íslensku atvinnulífi.
Þjóðhagslegt mikil-
vægi lítilla fyrirtækja
ATVINNU-
REKSTUR
Brynhildur S.
Björnsdóttir
framkvæmdastjóri
Hagsýnar og
skipar 3. sæti á lista
Bjartrar framtíðar,
Rvk-Suður
JAFNRÉTTI
Atli
Gíslason
alþingismaður
➜ Fögur fyrirheit um
að útrýma kynbundnum
launamun hafa snúist upp í
andhverfu sína, kynbundinn
launamunur hefur aukist á
kjörtímabilinu.
EINELTI
Karl
Garðarsson
skipar 2. sæti á lista
Framsóknarfl okks-
ins í Reykja víkur-
kjördæmi suður
➜ Finna þarf leiðir
til að búa til samfélag
sem hvetur til fjöl-
breytts atvinnulífs
um leið og það skilar
sanngjörnum hluta í
ríkiskassann...
➜ Þjóðin hefur fylgst með
þessu eineltisleikriti innan
veggja þingsins í góðan
tíma. Besti vinur eineltisins
er þögnin og svo virðist sem
fjölmargir þingmenn líti til
hliðar og þykist hvorki sjá
né heyra.
Rekstrarvörur
- vinna með þér