Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 8
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
11
9
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
ks
tu
r
n
d
a
ð
a
n
a
ks
tu
r
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
SHIFT_
SPARNEYTNIR
NÝIR
NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR
Í
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
11
9
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
SUBARU XV – 4x4
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr.
NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr.
Eyðsla:
4,2 l/100 km*
Eyðsla:
4,6 l/100 km*
Eyðsla:
6,6 l/100 km*
RENAULT MEGANE II SPORT TOURER
1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr.
DACIA DUSTER – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla:
5,1 l/100 km*
SKYNSAMLEG
KAUP
Hrikalega gott ver
ð
FER 1.428 KM
Á EINUM TANKI
M.v. blandaðan ak
stur
VINSÆLASTI
SPORTJEPPINN
Samkv. Umferðars
tofu 2012
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn ben
sínsparnaður
SVEITARSTJÓRNIR „Ég hef vissar
áhyggjur af verðmatinu sem lagt
er til grundvallar,“ sagði Helga
Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, á bæjarstjórnar-
fundi í Hafnarfirði í gær. Þar
var ræddur samningur um kaup
bæjar ins á 20 prósenta hlut Hauka
í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum.
Samkvæmt samningnum, sem
samþykktur var einróma í bæjar-
ráði á 28. desember, eignast bær-
inn Haukahlutinn smám saman á
25 árum og greiðir fyrir hann 271
milljón króna á núvirði.
Geir Jónsson, fulltrúi minni-
hluta Sjálfstæðisflokks, sem sat
bæjarráðsfundinn 28. desem-
ber sem varamaður, sagði á
bæjar stjórnarfundinum í gær að
ákvörðunin þá hefði verið tekin í
tímapressu en hefði verið skásti
kosturinn. Orðið hefði að taka
trúan leg orð þeirra sem veittu
bæjarráðinu upplýsingar. Enginn
hefði viljað að Landsbankinn, sem
er lánardrottinn Hauka, eignaðist
hlut í Ásvöllum. „Það vorum við öll
sammála um að væri mjög slæm-
ur kostur í stöðunni,“ sagði Geir,
sem eins og fleiri kvaðst hafa efa-
semdir um verðmat mannvirkj-
anna og bíða því nánari úttektar
sem verið er að vinna.
Gunnar Axel Axelsson, for-
maður bæjarráðs úr Samfylk-
ingu, undirstrikaði að ekki væri
verið að færa skuldir Hauka yfir
á bæjarsjóð því bærinn myndi
eignast húsið fyrir sitt framlag.
„Ég held að ég geti fullyrt að ekk-
ert okkar hafi gert það með sér-
stakri ánægju,“ sagði Gunnar þó
um samþykkt samningsins. Hann
bætti við að samkomulag Hauka
um afskriftir á skuldum við Lands-
bankann hefði „hangið á spýtunni“
því bankinn hefði gert aðkomu
bæjarins að skilyrði fyrir afskrift-
unum.
Guðrún Ágústa Guðmunds dóttir,
bæjarstjóri úr Vinstri grænum,
sagði verðmatið á Ásvöllum byggja
á kostnaðarverði og afskriftum.
Eins og fleiri undirstrikaði Guð-
rún að samningurinn væri upp-
segjanlegur á hverju ári og því
ekki endanlegur.
Rósa Guðbjartsdóttir úr Sjálf-
stæðisflokki sagði við Fréttablaðið
að enginn hefði verið „sérstaklega
ánægður“ með að þessi staða hefði
komið upp.
„Eftir ýtarlega umræðu í okkar
hópi var niðurstaðan sú að skyn-
samlegra væri að bærinn eignaðist
þennan hlut með þessum hætti, en
að þurfa að leigja fyrir sambærilega
upphæð á hverjum mánuði,“ sagði
Rósa. „Hefði þessi vandi ekki verið
leystur þá hefði íþróttastarfsemi á
þessu fjölmenna svæði verið sett í
uppnám og þá sérstaklega íþrótta-
kennsla.“ gar@frettabladid.is
Bæjarfulltrúar efast
um verðmat Ásvalla
Kaup Hafnarfjarðar á hlut Hauka í Ásvöllum voru samþykkt í tímapressu, segir bæjar-
fulltrúi. Hann hafi enn efasemdir um verðmatið en að orðið hafi að taka þá trúanlega
sem veittu upplýsingar. Áhersla lögð á að samningurinn sé uppsegjanlegur.
BÆJARSTJÓRN HAFNARFJARÐAR Farið var yfir umdeildan samning um kaup
bæjarins á hlut Hauka í Ásvöllum á bæjarstjórnarfundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Mikill munur er á
andlegri líðan barna og unglinga
eftir því hvort þau hafa verið beitt
kynferðislegu ofbeldi eða ekki.
Um 70 prósent stúlkna sem orðið
hafa fyrir slíku ofbeldi eru oft eða
nær alltaf einmana. Þá eru dreng-
ir sem hafa verið beittir ofbeldi
þrisvar til fjórum sinnum líklegri
til að finnast framtíð sín vonlaus
en þeir sem ekki hafa verið beittir
kynferðisofbeldi.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu UNICEF á
Íslandi um ofbeldi gegn börnum.
UNICEF óskaði eftir niðurstöð-
um úr eldri rannsóknum meðal
9. og 10. bekkja þar sem svör við
spurningum um kynferðislegt
ofbeldi eru borin saman við and-
lega líðan og ýmsa áhættuþætti.
Forsvarsmenn UNICEF á Íslandi
segja afar mikilvægt að rannsaka
þessi mál í þaula og að slíkar rann-
sóknir séu á hendi eins aðila. - sv
Nauðsynlegt að rannsaka afleiðingar ofbeldis gegn börnum mun betur:
Vonleysi einkennir fórnarlömb
Framtíðin vonlaus eftir ofbeldið
Ég held að ég geti
fullyrt að ekkert okkar
hafi gert það með sérstakri
ánægju.
Gunnar Axel Axelsson,
formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
70% stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofb eldi af hálfu fullorðins eru oft eða nær alltaf
einmana.
50% stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofb eldi fi nnst framtíðin vera vonlaus oft eða
nær alltaf.
3 sinnum líklegra er að stúlkum fi nnist framtíðin vonlaus ef þær hafa orðið fyrir kynferðislegu
ofb eldi.
70% drengja sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofb eldi eru frekar eða mjög sammála þeirri
fullyrðingu að stundum eigi ofb eldi rétt á sér.
5 sinnum líklegra er að drengjum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofb eldi líði oft eða nær alltaf
illa í skólanum en öðrum drengjum
DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur-
lands hefur dæmt 27 ára karlmann
af Akranesi í tveggja ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn tveimur
unglingsstúlkum árið 2011. Honum
er gert að greiða þeim 800 þúsund
og eina milljón króna í miskabætur.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa í tvígang brotið gegn annarri
stúlkunni, sem þá var fjórtán ára
gömul, með því að káfa á henni,
kyssa hana og láta hana fróa sér.
Hann hafði kynnst henni við störf
sín í skólanum sem stúlkan gekk í.
Hinni stúlkunni, sem þá var þrett-
án ára, kynntist hann fyrst þegar
hann lék trúð í ungmennastarfi og
tók reglulega að sér að mála and-
lit krakka á skemmtunum. Eftir að
kynni tókust með honum og stúlk-
unni braut hann gegn henni átta
sinnum, strauk henni innan klæða,
kyssti hana og áreitti kynferðislega.
Maðurinn var sakfelldur fyrir allt
sem honum var gefið að sök þrátt
fyrir að neita að hafa gert nokkuð
af sér. Framburður hans var metinn
ótrúverðugur. - sh
Kynntist unglingsstúlkum í skólanum og ungmennastarfi og braut á þeim:
Braut gegn tveimur stúlkum
Þetta er í annað sinn sem Héraðsdómur Vesturlands dæmir í málinu.
Hæstiréttur ógilti fyrri dóminn þar sem láðst hafði að þýða nauðsynleg
málsskjöl fyrir sakborninginn, sem er frá Palestínu, yfir á arabísku. Í fyrra
skiptið fékk hann einnig tveggja ára dóm.
Hæstiréttur ógilti fyrri dóminn