Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 25
Ég var með manga-fígúru eftir japanska listakonu innan á hand-leggnum, sem var alls ekki nógu vel gerð. Eins var ég ekki viss um að ég yrði ánægð með manga-fígúru þegar ég yrði áttræð og vildi fá eitthvað annað yfir,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðar- dóttir vöruhönnuður þegar hún er spurð út í nýlega húðflúraðan upphand- legginn. „Mig langaði í einhvers konar útfærslu á japanskri þjóðsagnafræði. Thomas Asher húðflúrari er sérfræðing- ur í japönskum stíl og ég sagði honum bara að ég vildi blóm og trönu og hann útfærði þetta á handlegginn á mér.“ Þrátt fyrir að nýja húðflúrið sé tals- vert stærra og litskrúðugra hefur Ragnheiður litlar áhyggjur af því að það valdi henni hugarangri þegar hún kemst á áttrætt, það eigi vel við hennar karakter. „Ég elska Japan og hef alltaf gert. Sumir eru auðvitað ekki hrifnir af húð- flúri og nokkrum í fjölskyldunni leist ekkert á þetta. Amma spurði mig einmitt hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði gömul! En húðflúr er svo mikið í tísku í dag að þegar ég fer á elliheimilið verður þetta bara „normið“.“ Alls tók sjö klukkutíma að fullgera flúrið, sem Ragnheiður segir hafa tekið á. Hún er með fjögur önnur húðflúr á líkamanum en segir þau ekki standast samanburð þegar kemur að sársauka- stigi. „Við tókum pásur á milli en þetta var rosalegt. Ég hef aldrei fundið svona mikið til. Mig langaði oft til að fara að skæla en beit bara á jaxlinn og bölvaði í hljóði. Ég hugsaði líka „aldrei aftur“ meðan á þessu stóð, en um leið og þetta var búið var ég farin að hugsa um að fá mér fleiri,“ segir Ragnheiður hlæjandi. Hún hefur þó lítinn tíma fyrir húðflúrs vangaveltur þessa dagana því Notknot-púðarnir hennar eru á leið á sýningu í Danmörku. „Það á að kynna púðana formlega í Skandinavíu á Form- land-sýningunni nú í byrjun febrúar. Þar verður þeim líka stillt upp af stílistum í sérstökum sýningarherbergjum. Einn stílistanna vinnur líka fyrir tímaritið Bo Bedre og ætlar að mynda púðana fyrir blaðið svo það eru mjög spennandi hlutir að gerast.“ ■ heida@365.is EFTIRSÓTTAR HANDTÖSKUR Brasilíski hönnuðurinn Serpui Marie hannar eftirsóttar handtöskur sem frægar konur á borð við Madonnu og Jennifer Aniston ganga með. Hönnuðurinn sækir inn- blástur í sveitina í heimalandinu og blandar saman skemmtilegum efnum. Fjallað hefur verið um Marie í helstu tískublöðum heims. Sjá serpuimarier.com. LANGAR Í MEIRA Ragnheiður Ösp Sigurðar dóttir vöru- hönnuður harkaði af sér sjö klukkustunda pínu á bekknum og er strax farin að hugsa um fleiri húðflúr. MYND/VALLI ÖMMU LEIST EKKI Á HÚÐFLÚR Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður beit á jaxlinn í sjö klukkustundir meðan hún fékk húðflúr á handlegginn. Nú langar hana í fleiri. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 10-14 NÝ SENDING - NÝR LITUR teg 42027 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur við kr. 1.995,- Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 5 69 3100 g.is eirber Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fætur Ný kynslóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.