Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 42
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörnssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Við erum misjafnlega dugleg. Sem betur fer. Til að þokkalegt jafnvægi haldist í samfélaginu þarf að vera einn latur á móti einum duglegum. Ef allir væru duglegir væri samfélagið á yfir- snúningi og ef allir væru latir gerðist ekki neitt. MÉR sýnist að sumir séu alltaf dugleg- ir og aðrir alltaf latir og þeir sem eftir standi flakki á milli flokka; séu stundum duglegir og stundum latir. Það er ágætt. SJÁLFUR er ég í síðastnefnda flokkn- um og síðustu vikurnar hef ég verið latur. Það er að segja; ég hef verið latur til verka – ekki hugsana. Sjálf- sagt er ekki rétt að afgreiða hugs- andi fólk sem latt. Hugsanir útheimta orku og maður getur sannast sagna orðið dauðþreyttur á að hugsa. SÍÐUSTU vikur hef ég einbeitt mér að því að hugsa um hana Vilborgu Örnu. Hugur minn hefur verið hjá henni svo að segja óskiptur. Ég hugsa til hennar þegar ég vakna á morgn- ana, fæ mér kaffi og lít í blaðið; þegar ég stend úti í búð og ákveð hvað ég eigi að kaupa í matinn; þegar ég ligg uppi í sófa og horfi á sjónvarpið; þegar ég dreypi á rauðvíni með góðum vinum; þegar ég leggst upp í hlýtt og mjúkt rúmið mitt. AÐ ganga yfir Suðurskautslandið er gríðarleg þrekraun. Ég ætla ekki að reyna að draga upp mynd af aðstæðunum þar; læt nægja að segja að ég fæ hroll við tilhugsunina um að ég hefði ekki rúmið mitt, kaffið, blaðið, matvöruverslunina, sófann, sjónvarpið, já og rauðvínið. Svona lifir maður nú vernduðu lífi. VILBORG Arna Gissurardóttir er á lokaspretti göngu sinnar sem hófst 19. nóvember. Fyrir næstum sextíu dögum! Við upphaf ferðarinnar setti hún sér gildi og með þau að vopni ætlaði hún að ná markmiði sínu. Gildin eru eftirfarandi: Númer eitt: Jákvæðni. Það stendur fyrir það að gefast ekki upp þótt á móti blási, segir hún. Númer tvö: Áræðni. Það stend- ur fyrir að koma hlutunum í verk. Númer þrjú: Hugrekki. Hún valdi það vegna þess að leið hugrekkis er leið hjartans og vegna þess að til að komast á leiðarenda þarf hún oftar en ekki að stíga langt út fyrir þægindahringinn. VIÐ getum lært margt af Vilborgu Örnu. Ekki endilega hvernig á að ganga yfir Suðurskautslandið heldur um hugar- far og hvernig við getum tekið afstöðu til lífsins og daglegra viðfangsefna. Það er greinilega hægt að komast langt á jákvæðni, áræðni og hugrekki. Við Vilborg ArnaLÁRÉTT2. íþrótt, 6. hljóm, 8. þvottur, 9. mælieining, 11. kringum, 12. umstang, 14. drykkjarílát, 16. þegar, 17. vafi, 18. máleining, 20. pfn., 21. lokka. LÓÐRÉTT 1. mats, 3. pot, 4. reiðufé, 5. fálm, 7. andmæli, 10. þreyta, 13. gerast, 15. reigingslegur gangur, 16. úthald, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. óm, 8. tau, 9. mól, 11. um, 12. stúss, 14. bikar, 16. þá, 17. efi, 18. orð, 20. ég, 21. laða. LÓÐRÉTT: 1. dóms, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. mótbára, 10. lúi, 13. ske, 15. rigs, 16. þol, 19. ðð. Er hægt að hverfa bara? Sökkva ofan í jörðina og finnast aldrei aftur? Dúkka svo upp á allt öðrum stað! Nýtt mannorð, nýir möguleikar! Snúa bakinu við öllu slæmu! Mun ekki einhver sakna þín? Bara konan mín! Gamla húsið hans Bin Laden stendur víst autt... Gleymdu því! Það er fyrsti staðurinn sem hún leitar á! Ég ætla að mála forstofuna! Viltu hjálpa til? Já. Þér sást yfir blett. Án þess að sinna eftirliti, meinti ég. Nei. Hvers konar skilaboð settirðu eiginlega í flöskuna?! Hvað á ég að teikna? Sumir seg ja að maður eigi að skrifa um það sem maður þekkir. Hvers vegna teiknar þú ekki það sem þú þekkir? Er til svo stór pappír? TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri góðir ávextir. 4 tegundir af ávöxtum eru á bakkanum – við veljum það sem er best hverju sinni eftir árstíðum og framboði. eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI Fyrir 10 manns 1.990 kr.           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.