Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.01.2013, Blaðsíða 54
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 TÖLVULEIKIR ★★★ ★★ Black Knight Sword Reverb Communications Í síðasta mánuði kom tölvuleikurinn Black Knight Sword í netverslanir PlayStation 3 (PSN) og Xbox 360 (XBLA). Eins og aðrir leikir sem gefnir eru út í netverslunum leikjatölvanna eru þeir mun ódýrari og styttri í spilun en flestir hefðbundnir tölvuleikir. Leikurinn samanstendur af fimm borðum og tekur um 20 til 50 mínútur að klára hvert þeirra. Spilarinn fær lítið sem ekkert að vita út á hvað saga leiksins gengur. Í byrjun leiks sést hvernig lík manns með snöru um hálsinn fellur á gólfið og vakn- ar skyndilega til lífs og umbreytist í svartan riddara sem er vopnaður stóru sverði. Spilarinn stjórnar ridd- aranum í gegnum söguþráð leiksins, sem er stútfull- ur af fantasíu, drungalegum stöðum og súrrealískum óvinum á borð við gangandi höfuð, grænar slímkúlur og eldspúandi risahænu. Spilun leiksins er einföld, í raun svo einföld að hún verður fljótt óáhugaverð. Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæf- an hátt með sverði eða göldrum. Leikurinn reynir þannig að fanga einfaldleika gömlu tölvuleikjanna en því miður er útkoman frekar óspennandi. Aftur á móti býður Black Knight Sword upp á glæsilegt útlit og áhugaverða tónlist sem blæs lífi í leikinn. Leikur- inn er settur upp eins og leikrit og rauð leikhústjöld ramma inn sviðið þar sem riddarinn fer með aðalhlut- verkið. Leikurinn nær fljótt að fanga spilarann með listrænni framsetningu, sem lofar góðu til að byrja með. Umhverfið líkist eins konar strengjabrúðuleik- húsi þar sem allt er búið til úr pappa og nær 2.5D grafík leiksins að gera þetta tölvuleikjaleikhús enn áhugaverðara. Grafík, útlit og hljóð leiksins minna óneitanlega á teiknimyndabrotin frægu eftir Terry Gilliam úr bresku grínþáttunum Monty Python‘s Flying Circus, sem býður upp á góða samblöndu af furðuverum, súrrealisma og húmor. Leikurinn fær stjörnurnar þrjár fyrst og fremst fyrir listræna framsetningu sem gerir hann skemmti- legri að horfa á en að spila. Framsetningin er það sem heldur leiknum gangandi en annars fengi hann líklega lakari lokaeinkunn. Bjarki Þór Jónsson NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og listræn framsetning bjargar annars frekar einhæfum leik. Áhugavert tölvuleikjaleikhús BLACK KNIGHT SWORD „Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæfan hátt með sverði eða göldrum.“ Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífu- lagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. „Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna,“ segir bassaleikarinn Bergur Ander- son. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgar- svæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slum- bering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifisk- ar. „Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum,“ segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Sam- aris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22. - fb Hinn mystíski draumaheimur Fyrsta EP-plata hljómsveitarinnar Oyama, I Wanna, er óður til svefnsins. GEFUR ÚT Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudag. MYND/MAGNÚS ANDERSON OG HREFNA SIGURÐARDÓTTIR Leikarinn Victor Garber stað- festi í viðtali við bloggarann Greg Hernandez að hann væri samkyn- hneigður. Hann sagði kynhneigð sína ekki vera neitt leyndarmál, enda hefði hann verið í sam- búð með kærasta sínum, lista- manninum Rainer Andreesen, í þrettán ár. „Ég tala ekki um þetta en allir vita af því. Rainer verður við- staddur SAG Awards með mér. Við höfum verið saman í næstum þrettán ár og búum í Greenwich Village. Við elskum báðir New York,“ sagði Garber. Leikarinn kanadíski er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum Alias þar sem hann lék á móti Jennifer Garner. Hann hefur einnig leikið í mynd- um á borð við Argo, Legally Blonde, Milk, The First Wives Club og Sleepless in Seattle. Alvitað leyndarmál Victor Graber segir kynhneigð sína ekki leyndarmál. Í SAMBANDI Victor Garber staðfesti kynhneigð sína í viðtali fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: CHICKEN WITH PLUMS (14) 18:00, 20:00, 22:00 TAKE THIS WALTZ (14) 22:00 WADJDA (L) 20:20, 22:10 SAFETY NOT GUARANTEED (L) 18:00 DJÚPIÐ (L) (ENG. SUBS.) 20:00 SEARCHING FOR SUGAR MAN (L) 18:00, 22:00 ROYAL AFFAIR (16) 18:00 BEASTS OF THE SOUTHERN WILD (12) 20:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn ÓSKARSDAGAR: BEASTS OF THE SOUTHERN WILD ROYAL AFFAIR SEARCHING FOR SUGAR MAN ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI “BRÁÐSKEMMTILEG.” - H.S.S., MBL BANEITRAÐ 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO FORSÝNING KL. 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 9 12 / LIFE OF PI 3D KL. 6 10 THE MASTER KL. 5.20 14 GRIÐARSTAÐUR KL. 8 L / RYÐ OG BEIN KL. 10.29 L JARÐAFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 6 L ÁST KL. 8 - 10 L / BANEITRAÐ KL. 6 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR THE MASTER KL. 5.30 14 THE HOBBIT 3D KL. 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.10 10 DJANGO FORSÝNING KL. 8 16 DJANGO FORSÝNING LÚXUS KL. 8 16 THE MASTER KL. 6 - 9 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10 GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L “SKOTHELD MYND Í ALLA STAÐI!” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN JACK REACHER 5.30, 8, 10.30 THE HOBBIT 3D (48 ramma) 10.15 THE HOBBIT 3D 7 LIFE OF PI 3D 10.30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND Í 3D OG í 3D(48 ramma) VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% FRÁ FRAMLEIÐENDUM “PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS” 80/100 VARIETY 75/100 R. EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA EGILSHÖLLÁLFABAKKA V I P JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 JACK REACHER VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 5 - 8:30 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY2D KL. 6 - 10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 SINISTER KL. 10:40 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:40 SINISTER KL. 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5:10 DJANGO UNCHAINED FORSÝNING KL. 8 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 LIFE OF PI 3D KL. 5:20 - 10:30 ARGO KL. 5:20 - 8 KEFLAVÍK JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:20 AKUREYRI JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ANN HORNADAY, “ASTONISHING, INGENIOUSLY WRITTEN AND EXECUTED.” CLAUDIA PUIG, “PITCH-PERFECT PERFORMANCES. BEN AFFLECK SHINES AS A FILMMAKER AND AN ACTOR.” CHRISTY LEMIRE, “THE BEST FILM OF THE YEAR.★★★★ ARGO FEELS IMMEDIATE AND RELEVANT. SEAMLESS.” ROGER EBERT, “SPELLBINDING, ★★★★ THE CRAFT IN THIS FILM IS RARE.” ONE OF THE MOST TAUT AND WELL-CONSTRUCTED THRILLERS IN YEARS. JOE MORGENSTERN, “NOTHING LESS THAN SENSATIONAL. SMART AND ACCOMPLISHED, ARGO HAS IT ALL.” OWEN GLEIBERMAN, “★★★★WILDLY ENTERTAINING. THE RARE MOVIE THAT HAS GREAT FUN WHILE TOUCHING A RAW POLITICAL NERVE.” DGA AWARD NOMINEE BEST DIRECTOR PGA AWARD NOMINEE BEST PICTURE OF THE YEAR WGA AWARD NOMINEE BEST ADAPTED SCREENPLAY SAG AWARD® N O M I N A T I O N S OUTSTANDING PERFORMANCE BY A MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE OUTSTANDING PERFORMANCE BY A CAST IN A MOTION PICTURE 2 ACADEMY AWARD ® NOMINATIONS7 INCLUDING BEST PICTURE GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY WINNER BEST PICTURE BEST DIRECTOR CRITICS’ CHOICE AWARDS BEN AFFLECK WINNER BEST PICTURE BEST DIRECTOR GOLDEN GLOBE® AWARDS DRAMA 7 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTA YND BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI BESTI LEIKSTJÓ I SIGURVEGA I MEÐAL ANNARS SIGURVEGA I GOLDEN GLOBE BESTA HANDRIT BESTI AUKALEIKARI - ÞÞ, FRÉTTATÍMINN "SKOTHELD Í ALLA STAÐI!" FORSÝND 5 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.