Fréttablaðið - 17.01.2013, Side 54

Fréttablaðið - 17.01.2013, Side 54
17. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 TÖLVULEIKIR ★★★ ★★ Black Knight Sword Reverb Communications Í síðasta mánuði kom tölvuleikurinn Black Knight Sword í netverslanir PlayStation 3 (PSN) og Xbox 360 (XBLA). Eins og aðrir leikir sem gefnir eru út í netverslunum leikjatölvanna eru þeir mun ódýrari og styttri í spilun en flestir hefðbundnir tölvuleikir. Leikurinn samanstendur af fimm borðum og tekur um 20 til 50 mínútur að klára hvert þeirra. Spilarinn fær lítið sem ekkert að vita út á hvað saga leiksins gengur. Í byrjun leiks sést hvernig lík manns með snöru um hálsinn fellur á gólfið og vakn- ar skyndilega til lífs og umbreytist í svartan riddara sem er vopnaður stóru sverði. Spilarinn stjórnar ridd- aranum í gegnum söguþráð leiksins, sem er stútfull- ur af fantasíu, drungalegum stöðum og súrrealískum óvinum á borð við gangandi höfuð, grænar slímkúlur og eldspúandi risahænu. Spilun leiksins er einföld, í raun svo einföld að hún verður fljótt óáhugaverð. Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæf- an hátt með sverði eða göldrum. Leikurinn reynir þannig að fanga einfaldleika gömlu tölvuleikjanna en því miður er útkoman frekar óspennandi. Aftur á móti býður Black Knight Sword upp á glæsilegt útlit og áhugaverða tónlist sem blæs lífi í leikinn. Leikur- inn er settur upp eins og leikrit og rauð leikhústjöld ramma inn sviðið þar sem riddarinn fer með aðalhlut- verkið. Leikurinn nær fljótt að fanga spilarann með listrænni framsetningu, sem lofar góðu til að byrja með. Umhverfið líkist eins konar strengjabrúðuleik- húsi þar sem allt er búið til úr pappa og nær 2.5D grafík leiksins að gera þetta tölvuleikjaleikhús enn áhugaverðara. Grafík, útlit og hljóð leiksins minna óneitanlega á teiknimyndabrotin frægu eftir Terry Gilliam úr bresku grínþáttunum Monty Python‘s Flying Circus, sem býður upp á góða samblöndu af furðuverum, súrrealisma og húmor. Leikurinn fær stjörnurnar þrjár fyrst og fremst fyrir listræna framsetningu sem gerir hann skemmti- legri að horfa á en að spila. Framsetningin er það sem heldur leiknum gangandi en annars fengi hann líklega lakari lokaeinkunn. Bjarki Þór Jónsson NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og listræn framsetning bjargar annars frekar einhæfum leik. Áhugavert tölvuleikjaleikhús BLACK KNIGHT SWORD „Í leiknum er fátt annað að gera en að hoppa yfir holur og drepa óvini á einhæfan hátt með sverði eða göldrum.“ Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudaginn. Hún nefnist I Wanna og inniheldur sex lög, þar á meðal fyrsta smáskífu- lagið Everything Some of the Time. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. „Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna,“ segir bassaleikarinn Bergur Ander- son. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgar- svæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slum- bering Napoleon. Platan er unnin algjörlega af hljómsveitinni sjálfri. Hún er óður til svefns og tengjast öll lögin svefni á einhvern hátt. Einnig koma við sögu draugar, draumar, nostalgía, melankólía og aðrir lífsins fylgifisk- ar. „Hinn mystíski draumaheimur svefnsins er mjög áhugaverður út af fyrir sig. Hvað gerist á meðan og hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið án þess að maður viti af því? Hið ómeðvitaða og hið frjálsa ræður ríkjum,“ segir Bergur. Útgáfutónleikar verða haldnir á Faktorý föstudaginn 25. janúar. Einnig koma fram Tilbury og Sam- aris. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22. - fb Hinn mystíski draumaheimur Fyrsta EP-plata hljómsveitarinnar Oyama, I Wanna, er óður til svefnsins. GEFUR ÚT Hljómsveitin Oyama gefur út sína fyrstu EP-plötu á mánudag. MYND/MAGNÚS ANDERSON OG HREFNA SIGURÐARDÓTTIR Leikarinn Victor Garber stað- festi í viðtali við bloggarann Greg Hernandez að hann væri samkyn- hneigður. Hann sagði kynhneigð sína ekki vera neitt leyndarmál, enda hefði hann verið í sam- búð með kærasta sínum, lista- manninum Rainer Andreesen, í þrettán ár. „Ég tala ekki um þetta en allir vita af því. Rainer verður við- staddur SAG Awards með mér. Við höfum verið saman í næstum þrettán ár og búum í Greenwich Village. Við elskum báðir New York,“ sagði Garber. Leikarinn kanadíski er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum Alias þar sem hann lék á móti Jennifer Garner. Hann hefur einnig leikið í mynd- um á borð við Argo, Legally Blonde, Milk, The First Wives Club og Sleepless in Seattle. Alvitað leyndarmál Victor Graber segir kynhneigð sína ekki leyndarmál. Í SAMBANDI Victor Garber staðfesti kynhneigð sína í viðtali fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: CHICKEN WITH PLUMS (14) 18:00, 20:00, 22:00 TAKE THIS WALTZ (14) 22:00 WADJDA (L) 20:20, 22:10 SAFETY NOT GUARANTEED (L) 18:00 DJÚPIÐ (L) (ENG. SUBS.) 20:00 SEARCHING FOR SUGAR MAN (L) 18:00, 22:00 ROYAL AFFAIR (16) 18:00 BEASTS OF THE SOUTHERN WILD (12) 20:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn ÓSKARSDAGAR: BEASTS OF THE SOUTHERN WILD ROYAL AFFAIR SEARCHING FOR SUGAR MAN ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS RYÐ OG BEIN OPNUNARMYNDIN ÁST ENSKURTEXTI ÍSL. TEXTI “BRÁÐSKEMMTILEG.” - H.S.S., MBL BANEITRAÐ 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO FORSÝNING KL. 9 16 THE HOBBIT 3D KL. 9 12 / LIFE OF PI 3D KL. 6 10 THE MASTER KL. 5.20 14 GRIÐARSTAÐUR KL. 8 L / RYÐ OG BEIN KL. 10.29 L JARÐAFÖRIN HENNAR ÖMMU KL. 6 L ÁST KL. 8 - 10 L / BANEITRAÐ KL. 6 L 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR THE MASTER KL. 5.30 14 THE HOBBIT 3D KL. 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.10 10 DJANGO FORSÝNING KL. 8 16 DJANGO FORSÝNING LÚXUS KL. 8 16 THE MASTER KL. 6 - 9 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10 GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.50 L “SKOTHELD MYND Í ALLA STAÐI!” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN JACK REACHER 5.30, 8, 10.30 THE HOBBIT 3D (48 ramma) 10.15 THE HOBBIT 3D 7 LIFE OF PI 3D 10.30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SÝND Í 3D OG í 3D(48 ramma) VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% FRÁ FRAMLEIÐENDUM “PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS” 80/100 VARIETY 75/100 R. EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA EGILSHÖLLÁLFABAKKA V I P JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 JACK REACHER VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 5 - 8:30 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY2D KL. 6 - 10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 SINISTER KL. 10:40 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:40 SINISTER KL. 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5:10 DJANGO UNCHAINED FORSÝNING KL. 8 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 LIFE OF PI 3D KL. 5:20 - 10:30 ARGO KL. 5:20 - 8 KEFLAVÍK JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:20 AKUREYRI JACK REACHER KL. 8 - 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 8 SINISTER KL. 10:30 NÚMERUÐ SÆTI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ANN HORNADAY, “ASTONISHING, INGENIOUSLY WRITTEN AND EXECUTED.” CLAUDIA PUIG, “PITCH-PERFECT PERFORMANCES. BEN AFFLECK SHINES AS A FILMMAKER AND AN ACTOR.” CHRISTY LEMIRE, “THE BEST FILM OF THE YEAR.★★★★ ARGO FEELS IMMEDIATE AND RELEVANT. SEAMLESS.” ROGER EBERT, “SPELLBINDING, ★★★★ THE CRAFT IN THIS FILM IS RARE.” ONE OF THE MOST TAUT AND WELL-CONSTRUCTED THRILLERS IN YEARS. JOE MORGENSTERN, “NOTHING LESS THAN SENSATIONAL. SMART AND ACCOMPLISHED, ARGO HAS IT ALL.” OWEN GLEIBERMAN, “★★★★WILDLY ENTERTAINING. THE RARE MOVIE THAT HAS GREAT FUN WHILE TOUCHING A RAW POLITICAL NERVE.” DGA AWARD NOMINEE BEST DIRECTOR PGA AWARD NOMINEE BEST PICTURE OF THE YEAR WGA AWARD NOMINEE BEST ADAPTED SCREENPLAY SAG AWARD® N O M I N A T I O N S OUTSTANDING PERFORMANCE BY A MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE OUTSTANDING PERFORMANCE BY A CAST IN A MOTION PICTURE 2 ACADEMY AWARD ® NOMINATIONS7 INCLUDING BEST PICTURE GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY WINNER BEST PICTURE BEST DIRECTOR CRITICS’ CHOICE AWARDS BEN AFFLECK WINNER BEST PICTURE BEST DIRECTOR GOLDEN GLOBE® AWARDS DRAMA 7 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTA YND BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI BESTI LEIKSTJÓ I SIGURVEGA I MEÐAL ANNARS SIGURVEGA I GOLDEN GLOBE BESTA HANDRIT BESTI AUKALEIKARI - ÞÞ, FRÉTTATÍMINN "SKOTHELD Í ALLA STAÐI!" FORSÝND 5 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.